Hvað eiga Olivia Pope, Barrack Obama og meistari Samuel L. Jackson sameiginlegt? Öll tengjast þau borginni Washington DC!

Við ákváðum að taka þriggja daga stopp í Bandaríkjareisunni okkar í höfuðborginni, Washington D.C. Við vorum að ekkert dugleg að kynna okkur hana en þegar að við komum þangað, kósveitt eftir rútuferð frá New York, tók á móti okkur virkilega skemmtileg borg.

Eru það ekki alltaf borgirnar sem maður hefur sístar væntingar til sem að standa uppúr? Þannig var það allavega hjá mér!

Þó að stoppið hafi verið stutt fengum við smjörþefinn af borginni. Í grófum dráttum er hún afslöppuð, aðgengileg og ótrúlega falleg fyrir augað. Það er hægt að labba um garðinn og sjá m.a. Lincoln Memorial, Thomas Jefferson Memorial, US Capitol, Washington Monument, Martin Luther King Memorial og margt fleira.

Ég hef ferðast mikið um Bandaríkinn, þá allra helst til stærstu borganna og ég myndi segja að Washington D.C sé ein af fáum borgum sem ég myndi heimsækja aftur!

Smá praktískar upplýsingar um Washington:

– Íbúafjöldinn er í kringum 660.000 – Svona um það bil tvöfallt Ísland. Maður finnur samt sem áður ekki fyrir mannmergðinni
– Fyrir listaunnendur er þetta klárlega borgin ykkar. Hún er stútfull af listasöfnum!
– Samgöngur eru mjög einfaldar og þæginlegar og ég mæli bæði með strætóum og lestum
– Þetta er frekar stór borg þannig að ég mæli með að leigja hjól og skoða hana frá A-Ö
– Busboys & Poets er frábær veitingarstaður sem host-inn okkar í gegnum Airbnb mælti með – Ég mæli klárlega með!
– Við gistum í Airbnb sem var ekkert síðri og verðið eiginlega hlægilegt
– Það er eiginlega must að horfa á nokkrar þáttaraðir af Scandal áður en haldið er til D.C – það er svo gaman að sjá staðina þar sem Miss Pope er búin að vera á.

Bæði Icelandair og Wow Air fljúga reglulega til Washington DC yfir sumartímann.

Er ekki bara málið að skella sér í helgarferð ;-)?

GUÐFINNA BIRTA

 

About The Author

Guðfinna Birta
Ritstjóri og færsluhöfundur

Guðfinna er einn eigandi Gekkó með endalausa þörf fyrir ferðalögum og oftar en ekki með 3-4 ferðir í pokahorninu. Hefur ferðast mestmegnis í Bandaríkjunum og Asíu - en tekið ástfóstri við Mið-Austurlöndin síðastliðin ár. Guðfinna talar líka um ferðalög með börn, enda engin ástæða fyrir því að hætta ferðast til framandi landa þó það fjölgi í fjölskyldunni.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.