Hipp Hipp Húrra!

Við eigum afmæli í dag,
Við eigum afmæli í dag,
Við eigum afmæli við hjá Gekkó,
Við eigum afmæli í dag!!

Það var fyrir fjórum árum sem tvær skellibjöllur höfðu samband við mig og báðu mig um að byrja að skrifa bloggfærslur um ferðalög á nýrri heimasíðu sem var í vinnslu hjá þeim. Ég stökk til án þess að blikka, hitti þessar stelpur og ég gleymi því ekki hvað ég dáðist að einlæga áhuganum og drifkraftinum sem þær bjuggu yfir.

Þetta voru Elín Kristjáns og Apríl Harpa árið 2015. Ég verð þeim alltaf þakklát fyrir að hafa dregið mig í þessa vegferð og það er svo undarlegt að segja en mér er farið að þykja ofboðslega vænt um Gekkó. Þetta litla eðlubarn sem hefur vaxið svona hratt. Í þessi fjögur ár hafa orðið skipti á bloggurum, eigendum, vefhýsingum svo lengi mætti telja. Rauði þráðurinn okkar er samt sem áður alltaf sá sami – að deila reynslunni.

Við erum fullmeðvituð um að við gætum verið duglegri að setja inn færslur, stækka okkur og verið meira áberandi. Það er bara meira en að segja það að reka heimasíðu. Við erum öll í okkar hornum að gera það sem okkur finnst skemmtilegt svoleiðis að síðan mætir oft afgangi. Ég minni samt á að fylgja okkur á samfélagsmiðlum og vera ófeiminn að spyrja okkur um hvað sem er tengt ferðalögum okkar.

Það er samt eitt sem þarf að vera sagt. Og það er til ykkar elsku lesendur. Án ykkar værum við löngu búin að loka síðunni, pakka saman og segja þetta gott. Það eru heimsóknatölurnar sem að halda okkur frá því að loka síðunni og erum við ævinlega þakklát fyrir ykkar áhuga. Við viljum einnig þakka ykkur kærlega fyrir öll óvæntu spjöllin, góðu orðin í okkar garð og fylgnina síðustu árin. Nú stendur til að við munum bæta okkur til muna og reynt verður eftir fremsta megni að standa við það.

Við hlökkum til komandi ára.
Takk fyrir að lesa.
Takk fyrir að skoða.
Takk takk takk fyrir allt!


Guðfinna Birta.

About The Author

Guðfinna Birta
Ritstjóri og færsluhöfundur

Guðfinna er einn eigandi Gekkó með endalausa þörf fyrir ferðalögum og oftar en ekki með 3-4 ferðir í pokahorninu. Hefur ferðast mestmegnis í Bandaríkjunum og Asíu - en tekið ástfóstri við Mið-Austurlöndin síðastliðin ár. Guðfinna talar líka um ferðalög með börn, enda engin ástæða fyrir því að hætta ferðast til framandi landa þó það fjölgi í fjölskyldunni.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.