Ef þig dreymir um að komast aðeins út að leika, komast í snjóinn og sólina, sjá mögnuð norðurljós og upplifa andstæður hita og kulda er Lappland staðurinn fyrir þig.
Lappland var fljótt að stimpla sig inn á top tíu listann minn. Mikil afþreying er í boði fyrir ferðamenn og leggja heimamenn sig alla fram í að bjóða ferðamönnum uppá það allra besta.

Lappland er land samí fólksins. Svæðið nær yfir norður hluta Svíþjóðar og Noregs og eru litlir bæir, hreindýr og sami fólk og þeirra hefðir kennileiti svæðisins.
Veturinn er besti tíminn að heimsækja Lappland en þeirra háönn er yfir jólin og fram að páskum.

Hundasleði*

Flest ferðaþjónustu fyrirtækin á Lapplandi bjóða upp á hundasleðasafari þar sem gestirnir fá sjálfir að stýra hundasleðanum. Ferðirnar geta verið allt frá tveimur tímum og upp í tvo heila daga þar sem allt er innifalið, þar á meðal útiföt frá toppi til táar. Í styttri ferðunum er stoppað inn í miðjum skógi, kveikt bál og boðið er upp á heitan ávaxtasafa eða grillaðar pylsur. Áður en ferðirnar hefjast er farið yfir boð og bönn því sleðinn hundarnir geta farið ansi hratt og því þarf sá sem stýrir sleðanum að vera með öll atriði á hreinu. Hundarnir eru vingjarnlegir og góðir og þeim finnst ekkert skemmtilegra en að hlaupa langar vegalengdir og fá í lokin klapp og knús. Á flestum hundabæjum eru margir hundar. Eigendurnir þekkja flestir hundana með nafni og eftir persónuleika svo það er skemmtilegt að mæta aðeins fyrr í ferðina og fá smá leiðsögn um svæðið og fá að kynnast hundunum.

Hreindýrasleði*

Fyrir þá sem sækjast í útiveruna og ævintýrin en kannski aðeins minna action ættu þokkalega að prufa að fara í hreindýrasleða ferð. Hreindýrin fara hægar en hundarnir og því eru farnar styttri vegalengdir og því frekar hægt að njóta útsýnisins. Vinsælustu ferðirnar eru farnar að kvöldi til  þar sem grillaðar eru pylsur yfir opnu báli. Það er tiltörulega auðvelt að stýra hreindýrasleðanum og huggulegt að halla sér aðeins aftur og fylgjast með dansandi norðurljósunum í kvöldferðunum.

Ísbað & sauna

Ef það er eitthvað sem einkennir Finnland er það sauna. Flestir eru með sauna í húsunum sínum og það þykir ekkert tiltöku mál að fara nakin í sauna með vinnufélögum eða stórfjölskyldunni. Ísbað er líka eitthvað sem að flestir finnar hafa prufað og jafnvel stunda. Það er ekkert jafn hressandi og að hita sig hressilega upp í sauna og hlaupa svo út í ís kalt vatnið og mana sig til að vera lengur í hvert skipti sem maður dýfir sér ofan í.

 

Ís veiði

Um allt Lappland renna ár og yfir vetrartímann frís yfirborðið svo að heimamenn og gestir þurfa að bora holu í gegn um ísinn til að veiða. Borað er í gegn með sérstökum handknúnum bor . Á finnsku kallast fiskurinn sem veiddur er Pilkkiminen. Flestir ferðaþjónustu aðilar bjóða upp á ís-veiðiferðir fyrir hópa af öllum stærðum. eftir hverja ferð er skemmtilegt að kveikja bál til að hlýja sér og elda afla dagsins og jafnvel steikja pönnukökur á opnu báli í eftirrétt.

VANTAR MYNDIR HÉR FRÁ 66 ARCTIC ADVENTURES. ER AÐ BÍÐA EFTIR AÐ FÁ SENDAR MYNDIR

Gista á snjóhóteli og gler snjóhúsum

Um fjögur eða fimm snjóhúsa hótel eru í Lapplandi. Þau eru oftast byggð við stöðuvatn þar sem að vatnið er nýtt í að búa til ís. Gerð húsana getur tekið allt upp í mánuð og leggja heimamenn mikinn metnað í hótelin og eru oftast fengnir ís-listamenn til að búa til og hanna hvert herbergi og er því ekkert herbergi eins. Snjórinn er vel þéttur og eru því herbergin vel einangruð og alls ekkert köld. Rúmin eru svo fóðruð með hreindýraskinni en í svítunum eru dýnur á rúmunum. Fyrir utan snjó hótelin hafa síðan flestir eigendur líka byggt snjó sauna sem er áhugavert að prufa.
Einnig er að finna svokölluð gler snjóhús. Hvert hús hefur pláss fyrir tvo til fjóra og eru öll húsin með glerþaki til að horfa á norðurljósin.

 

Skíði / bretti 

Mikið úrval er af skíðasvæðum í Lapplandi og er það eitthvað sem ég mæli með að allir prufi. Skíðahótelin eru flest þriggja til fjögurra stjörnu og hafa upp á allt að bjóða sem að þreyttur líkaminn kallar á eftir góðan dag í brekkunni.

 

Jólasveinalandið 

Sagan segir að jólasveinninn búi á norðurpólnum og hefur hann lögheimili í Rovaniemi í Finnlandi. Það er skemmtilegt að fara þangað að skoða og fá að hitta jólasveininn og taka með honum mynd. Hús jólasveinsins er við norður heimsskauts bauginn svo þar er hægt að hoppa á milli heimsskautssvæða og fá skirteini fyrir. Í jólasveina þorpinu eru einnig hægt að fara á hunda- og hreindýrasleða, leigja snjósleða og skoða mini-snjó hótel, þó ég mæli með því að það sé frekar gert á þar til gerðum stöðum.

Allir ferðaþjónustu aðilar og sum hótel bjóða ferðamönnum upp á að fá lánaða galla, ýmist fyrir dagsferðir eða leigja búnað fyrir alla ferðina eins og hún leggur sig. Einnig bjóða flestir upp á skutl til og frá byrjunar stað ferðar.

*Í bæði hunda- og hreindýrasleða ferðunum er það alltaf úmer 1, 2 og 3 í huga eigendanna að dýrunum líði vel og að allt fari fram með réttum hætti.
Vel er fylgst með dýrunum og ef að grunur liggur á að eitthvað sé ekki með felldu er dýrið tekið úr umferð og hlúið sérstaklega vel að því.
Dýrin fá öll sinn hvíldartíma og er farið eftir ströngum reglum hvað það varðar
Á öllum þeim stöðum sem ég skoðaði var væntumþykja starfsmanna og eigenda áberandi gagnvart dýrunum. 

 

instagram: @heidrunardottir

 

 

About The Author

Íris Ösp
Færsluhöfundur

Íris fer öðruvísi leiðir í lífinu og við höfum ótrúlega gaman af því! Ekki nóg með það að vera listamaður heldur bjó þessi reynslubolti á Grænlandi í um sex ár og lærði þar myndlist sem og ýmislegt annað. Hún lærði fatahönnun í lýðháskóla í Danmörku og stundaði ferðatengt starfsnám í Lapplandi. Íris hefur ferðast um víðann völl og þrátt fyrir að vera kuldaskræfa er hún algjör expert í ferðalögum um Grænland og kaldar slóðir.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.