Vetrarferð til Færeyja

Við vinahópurinn ákváðum að skella okkur í stutta helgarferð til Færeyja. Við höfðum alltaf verið forvitin að heimsækja nágranna okkar staðsetta í miðju Atlantshafinu. Færeyjar eru ein minnsta þjóð Evrópu og þó Færeyjar séu hluti Danaveldis njóta þær umtalsverðar sjálfstjórnar.

Þegar við lentum í Færeyjum, leið okkur eins og við værum enn á Íslandi, staðsett á einhverjum hluta sem maður hafði aldrei heimsótt áður. Það er svo ótrúlega margt líkt á milli Íslands og Færeyja. Þau eru með Bónus verslanir og þú sérð Nóa Siríus súkkulað og Skyr.is í flestum verslunum.

Þegar við sátum á veitingarstöðum, þá gátum við alltaf pantað matinn okkar með því að tala íslensku.

Náttúran í Færeyjum er algjörlega einstök, þar sem eru vötn, há fjöll og fossar sem renna út í hafið. Þórshöfn er ein minnsta höfuðborg heims en þar er margt að upplifa og skoða auk þess sem gaman er að sækja frændur okkar heim.

Hér að neðan koma nokkrar myndir úr ferðinni, svo mun ég skrifa nánari ferðasögu fljótlega.


Hægt er að skoða fleiri myndir á Instagramminu mínu hér 🙂

About The Author

Ása Steinarsdóttir
Ritstjóri og færsluhöfundur

Ása er ein af þremur eigendum Gekkó og rekur einnig ferðabloggið FromIceToSpice Ása er þekkt fyrir að flakka um allan heim og grípa ótrúlegustu augnablikin á filmu, hvort sem það er í ævintýraferð í Mongólíu eða af náttúruperlum Íslands.

Related Posts

One Response

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.