Fallegasti veitingarstaður sem ég hef komið á er The Ivy í Los Angeles. Ég get ekki lýst með orðum hversu fallegur staðurinn er. Maturinn er í dýrari kantinum en hverra krónu virði. Ég fór að kvöldi til en get ímyndað mér að staðurinn sé mun fallegri að degi til. Ég mæli með að panta borð því staðurinn er oftast þéttsetinn.

Ég mæli með Ceasar salatinu og sverðfisknum!

Ég náði ekki að taka myndir vegna þess að ég fór í kvöldmat þarna og kunni ekki við það að vera að taka endalausar myndir með flassi á meðan ég var þarna, þannig að ég deili með ykkur myndum sem ég fann á veraldarvefnum:

Til þess að panta borð og fyrir nánari upplýsingar má finna á: www.theivyrestaurants.com

About The Author

Guðfinna Birta
Ritstjóri og færsluhöfundur

Guðfinna er einn eigandi Gekkó með endalausa þörf fyrir ferðalögum og oftar en ekki með 3-4 ferðir í pokahorninu. Hefur ferðast mestmegnis í Bandaríkjunum og Asíu - en tekið ástfóstri við Mið-Austurlöndin síðastliðin ár. Guðfinna talar líka um ferðalög með börn, enda engin ástæða fyrir því að hætta ferðast til framandi landa þó það fjölgi í fjölskyldunni.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.