Veitingarstaðurinn 5 Leaves er staðsettur í Brooklyn. Stórleikarinn Heath Ledger ætlaði sér að opna þennan stað en eins og mörgum er kunnugt lést Heath í janúar 2008. Fjölskyldan hans ákvað samt sem áður að keyra þetta verkefni í gang og opnaði staðurinn í september sama ár. Maturinn þarna er syndsamlega góður, umhverfið er skemmtilegt og er þetta einn vinsælasti veitingarstaður Brooklyn. Maturinn þarna er á mjög sanngjörnu verði og alveg þess virði til þess að gera sér ferð þangað. Tilvalin staður til þess að fá sér hádegismat og drykki.

Nánari upplýsingar er að finna á http://fiveleavesny.com/

About The Author

Guðfinna Birta
Ritstjóri og færsluhöfundur

Guðfinna er einn eigandi Gekkó með endalausa þörf fyrir ferðalögum og oftar en ekki með 3-4 ferðir í pokahorninu. Hefur ferðast mestmegnis í Bandaríkjunum og Asíu - en tekið ástfóstri við Mið-Austurlöndin síðastliðin ár. Guðfinna talar líka um ferðalög með börn, enda engin ástæða fyrir því að hætta ferðast til framandi landa þó það fjölgi í fjölskyldunni.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.