Mér og vinkonu minni var boðið í fjölrétta vegan taílenskan mat á May Veggie Home í byrjun maí. Ég var nú búin að koma þar áður nokkrum sinnum og alltaf líkað vel. Því gat ég alls ekki sagt nei við boðinu! May Veggie Home er vegan veitingastaður í Bangkok sem býður upp á taílenska matargerð og einnig vestræna matargerð. Verðið er frekar sanngjarnt og staðurinn sjálfur mjög basic og vinalegur. Staðurinn er staðsettur mjög nálægt Asok BTS lestarstöðinni eða Sukumvit MRT neðanjarðarlestarstöðinni. Hægt er að fá bestu staðarleiðbeiningar sem ég hef nokkurntíman séð HÉR.

Veislan var fyrirfram ákveðin fyrir okkur, sem var mjög fínt því við vildum bara láta koma okkur á óvart. Maturinn fór eiginlega framar okkar björtustu vonum og voru þessir réttir klárlega betri en réttirnir sem ég hafði prófað áður.

Matseðillinn á May Veggie er frekar stór og fjölbreyttur, þannig ef þið farið þá er um að gera að leyfa kokkinum að velja það besta ef þið eruð í skapi til að láta koma ykkur á óvart! Ég ætla að leyfa myndunum að tala 🙂

May Veggie Home í Bangkok

Allt 100% Vegan
Opnunartími: 11:00 – 22:00
Staðsetning: 8/3 Sukhumvit Soi 16, Asoke Sukhumvit krossgatan, nálægt Terminal 21, Asoke
Heimasíða: https://www.mayveggiehome.com/

Panang Kókos Karrý með Tofu. Ótrúlega góð m.v. taílenska staðla! (Ég er mjög pikkííí!)

Pad Thai með stærstu Tofu bitum sem ég hef séð. Risa stór skammtur og mjög gott.

Súkkulaðishake-inn er góður með “Pulled Pork” borganum (sem var geggjaður!) og svo var þessi óáfengi Mojito líka mjög næs. Drykkirnir komu með pappírsröri sem er mjög jákvætt! MayVeggie gefur samt plaströr ef pappírsrörin klárast, þannig endilega spyrjið hvernig rör þau eiga þegar þið pantið drykki eða óskið eftir því að sleppa rörinu. Þ.e.a.s. ef þið eruð eins anal og ég á plaströr.

Avocado Salat lagt fram á borð með sesam mintu dressingu. Ferskt og ljúffengt <3

Þessi kom svo sannarlega á óvart! Mieng-Bai-Cha heitir þessi, Te-myntu salat með stökktum baunum. Sex skeiðar. Algjört lostæti! Þessi var næstbestur 🙂

Þessi platti bar af. Fyrir ferðalanga og veganista eða grænmetisætur sem gjörsamlega eru að KREIVA sveittan borgara í Bangkok þá er þessi “Pulled Pork” burger borinn fram með salati, stökkum frönskum og laukhringjum og bestu f*kn vegan ostasósu sem ég hef nokkurntíman smakkað. Holy Jesus hvað þessi var góður!

May Veggie klikkar ekki í hádegismat eða kvöldmat fyrir vegan sælkerann. Ég mæli svo innilega með May Veggie Home. Ekki bara af því mér var boðið í veislu heldur líka því mér finnst hann yfir höfuð fáránlega góður!

Thank you for having us Khun May!

P.S. Fyrir áhugasama þá er ég með Vegan Bangkok Story í highlights á instagramminu mínu:

Instagram: @elinkristjans

Sjá einnig: Vegan í Bangkok: Broccoli Revolution

Vegan í Bangkok: May Veggie Home
Virkilega góður matur, góð staðsetning og fjölbreytt úrval. Kósý stemmari og bara góð vibes. Það eina sem ég hef út á að setja er að vatnið er selt í plastflöskum og stundum eru sörveruð plaströr ef pappírsrörin klárast.
Gæði
Verð
Staðsetning
Fjölbreytileiki
Umhverfisvænt
Vel af sér vikið
  • Virkilega fjölbreyttur matseðill
  • Alvöru "tæílenskt" yfirbragð þrátt fyrir veganisma
  • Mjög gott verð
Má bæta
  • Þau sörvera stundum plaströr
  • Einungis hægt að kaupa vatn í plastflöskum
4.5Overall Score
Reader Rating: (0 Votes)

About The Author

Elín Kristjánsdóttir
Ritstjóri, vefstjóri og færsluhöfundur

Án Elínar væri Gekkó ekki til. Hún er stofnandi og einn af eigendum Gekkó, og nýtur hvert tækifæri sem gefst til að pakka í tösku og fara í ferðalag eða einhverskonar ævintýri. Einnig er hún líka mikið úthafs og náttúrubarn og hefur gaman að öllu sem viðkemur vatnasporti og fjallamennsku. Elín spáir mikið í mannlega þættinum og tilgangi lífsins og elskar að vinna með fólki. Hún hefur m.a. lært að kenna þerapíuna Lærðu að elska þig eftir Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur og er því viðurkenndur kennari í Þerapíunni. Elín hjálpar fólki að öðlast sjálfstraust til að lifa lífinu á eigin forsendum.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.