Broccoli Revolution er vegan veitingastaður og djús bar í Bangkok í Taílandi.  Vegan er að koma sterkt í tísku þar í borg og Broccoli Revolution er byltingarkenndur vegan veitingastaður sem er ekki einungis kjöt-, og kjötafurðalaus, heldur leggur veitingastaðurinn einnig mikið upp úr því að vera umhverfisvænn, notar eingöngu lífrænt ræktað hráefni og leggur upp úr því að gefa til baka til samfélagsins. Veitingastaðurinn gefur 5% alls ágóða til góðgerðasamtakanna SATI styðja bágstödd börn í Taílandi til menntunar og líkamlegrar heilsu.

Með því að snæða á Broccoli Revolution sniðgengur þú ekki eingöngu dýr og dýraafurðir og einnota plastnotkun, heldur læturðu gott af  þér leiða líka! Þar sem okkur á Gekkó er einstaklega annt um þessi málefni þá hvetjum við lesendur að leggja leið sína á Broccoli Revolution <3

Opnunartími
Mánudaga til Föstudaga: 09:00 – 22:00
Laugardaga til Sunnudaga: 07:00-22:00
Síðasta pöntun kl: 21:30

Staðsetning
Hægra megin við götuhorn Sukumvit 49, Bangkok, Tæíland

Við fengum okkur Mezze platter, Pesto Tortilla Pizza, Spaghetti Quinoa Ball, “Baya Kyaw” frá Myanmar (bollurnar og dippið), og síðast en ekki síst ávaxta- grænmetisþeytingana Heart Beet og Mango Mania. Þetta var allt virkilega ljúffengt og vorum við vegönurnar virkilega saddar og sáttar!

Lesa einnig: Umhverfisvæn ferðamennska: heilræði og góð ráð

Virkilega góðir þeytingar! Mango Mania og Heart Beet fyrir aftan með Morning Glory röri sem hægt er að borða 🙂

Broccoli Revolution fær svo sannarlega bónusstig fyrir að bjóða upp á fría áfyllingu af vatni meðan flestir selja vatn í plastflöskum!

Mezze Platterinn

Pesto Tortilla Pizza og Spaghetti Quinoa Ball í bakrunni

Þeytingarnir fá sérstakan plús fyrir að vera þjónustaðir með “Morning Glory” röri. Mjög hlutlaust grænmeti sem er auðveldlega hægt að borða eftir að það hefur þjónað hlutverkinu sínu sem sogrör!

Við megum til með að nefna að Broccoli Revolution býður einnig upp á mjög góðar smoothie skálar! Stútfullar af vítamínum og gúrmeti! Ef þú prófar máttu alveg gefa einkunn!

Áður en okkur var boðið að koma í lunch fórum við sjálfar og smökkuðum vegan borgarann. Hann er mest seldi rétturinn á seðlinum… ekki af ástæðulausu 😉 Ótrúlega góður!

 

Takk fyrir okkur Broccoli Revolution (Thank you!)

xxElín

Vegan í Bangkok: Broccoli Revolution
Flottur veitingastaður með góðan vegan mat, flott skilaboð, góð samfélagskennd og umhverfismeðvitund
Gæði
Verð
Staðsetning
Fjölbreytileiki
Umhverfisvænt
Vel af sér vikið
  • Mjög umhverfisvæn
  • Gott úrval af vestrænum og taílenskum mat
  • samfélagslega meðvituð
Má bæta
  • Morning Glory grænmetisrörin "brotna" auðveldlega og því erfitt að soga upp úr þeim
4.6Overall Score
Reader Rating: (0 Votes)

About The Author

Elín Kristjánsdóttir
Ritstjóri, vefstjóri og færsluhöfundur

Án Elínar væri Gekkó ekki til. Hún er stofnandi og einn af eigendum Gekkó, og nýtur hvert tækifæri sem gefst til að pakka í tösku og fara í ferðalag eða einhverskonar ævintýri. Einnig er hún líka mikið úthafs og náttúrubarn og hefur gaman að öllu sem viðkemur vatnasporti og fjallamennsku. Elín spáir mikið í mannlega þættinum og tilgangi lífsins og elskar að vinna með fólki. Hún hefur m.a. lært að kenna þerapíuna Lærðu að elska þig eftir Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur og er því viðurkenndur kennari í Þerapíunni. Elín hjálpar fólki að öðlast sjálfstraust til að lifa lífinu á eigin forsendum.

Related Posts

One Response

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.