Þegar velja átti áfangastað fyrir vinkonuferð fannst okkur stelpunum skipta mestu máli
…að flugið væri ekki of langt
…að flugvöllurinn væri ekki stór og ekki langt frá áfangastað
…lágt verð á matsölustöðum (og bjór auðvitað!)
…að miðbærinn væri hnitmiðaður og þægilegur og að flest væri í göngufæri. …París og New York mega bíða betri tíma.

Við vorum svo heppnar að detta niður á gott tilboð hjá Flugfélagi Íslands e. Air Iceland Connect til Aberdeen og stukkum á það eins og skot.
Og Aberdeen hafði svo sannarlega alla þessa kosti.

Flugið tók rúmlega tvo tíma, það voru ekki margir farþegar svo við fengum tvö sæti á konu, næs!
Ég er venjulega almenningssamgöngugellan, en við tókum leigubíl frá flugvellinum og á hótelið okkar sem var alveg miðsvæðis og borguðum fyrir ferðina 18 pund.
Miðbærinn er alls ekki stór og á fyrsta degi vorum við svo gott sem búnar að skanna allan miðbæinn svo við höfðum nægan tíma í að væna, dæna og njóta, sem var akkúrat tilgangur ferðarinnar.

Þar sem pundið er verulega lágt um þessar mundir var ekki dýrt að borða svo við gátum gert vel við okkur bæði í hádegis- og kvöldmat.

Við borðuðum á mexíkanska staðnum Topolabamba

Við borðuðum þarna þremur dögum eftir opnun og það var ekki að sjá að staðurinn væri nýr.
Þjónustan var alveg uppá 10 og maturinn eitthvað sem að mig mun dreyma um í hvert skipti sem ég verð svöng.
Við pöntuðum okkur 6 rétti til að deila og var það alveg meira en nóg. Staðurinn býður upp á eitthvað fyrir alla og er matseðillinn vel merktur og þægilegur að lesa (spicy, glúteinfrítt og vegan, sem dæmi)
……og svo ég tali nú ekki um úrvalið af tequila! 50 tegundir – ekki eitthvað sem þú prufar á einu kvöldi.

Við drukkum skoska bjóra og hlustuðum á djass á  Bar 99

Live músik, góður matur og hugguleg stemning er akkúrat það sem við vorum að leitast eftir á sunnudags kvöldi í Aberdeen, svona daginn fyrir brottför.
Það og meira til fundum við á Bar 99, sem er staðsettur í gamla bænum í miðbæ Aberdeen. Matseðillinn virkaði líka næs, en við komum aðeins of seint og var eldhúsið því lokað þegar við komum.

Kastalakráin Slains Castle 

Þetta típíska Skoska-Írska; Gothic kirkja innréttuð sem krá. Hugguleg stemning og pláss til að sitja úti.
Ég er svo lítill verslari í mér svo ég sendi stelpurnar í verslunarleiðangur á meðan ég naut mín í sólinni, passaði pokana og fékk mér smá vín : )

BrewDog er líka í Aberdeen!

Mikið úrval af bjór á heimsmælikvarða, matur serverað á vöfflum og frábært staff! Þarf ekki að segja meir.


Aberdeen er frábær staður í vinkonu eða vinaferð, það gleður mig líka afskaplega hvað það er auðvelt að komast til skotlands núna og með lítilli fyrirhöfn.
Það að pundið er í því ástandi sem það er núna gerir það líka að verkum að það er afskaplega ódýrt fyrir okkur að ferðast til stóra-Bretlands.

Ég hlakka til að fara aftur fljótlega og þá keyra um og skoða Skotland!

Íris á instagram 

 

About The Author

Íris Ösp
Færsluhöfundur

Íris fer öðruvísi leiðir í lífinu og við höfum ótrúlega gaman af því! Ekki nóg með það að vera listamaður heldur bjó þessi reynslubolti á Grænlandi í um sex ár og lærði þar myndlist sem og ýmislegt annað. Hún lærði fatahönnun í lýðháskóla í Danmörku og stundaði ferðatengt starfsnám í Lapplandi. Íris hefur ferðast um víðann völl og þrátt fyrir að vera kuldaskræfa er hún algjör expert í ferðalögum um Grænland og kaldar slóðir.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.