Það hefur orðið mikil vitundavakning á þá skaðsemi sem einnota plast valda upp á síðkastið og fleiri og fleiri fara ekki í verslunarleiðangur án þess að hafa með sér fjölnota innkaupapoka úr leirtaui, eða fara ekki út úr húsi án vatnsflöskunnar eða fjölnota kaffimálsins. Við erum orðin frekar vakandi fyrir þessu á Íslandi og fleiri vestrænum ríkjum en enn standa mörg ríki mjög aftarlega hvað varðar endurnýtingu. Því langar mig að benda á nokkrar leiðir hvernig hægt er að verða umhverfisvænni ferðamaður og afhverju það skiptir máli.

Þeir sem hafa ferðast mikið í þriðja heims ríkjum og sér í lagi í Asíu þar sem uppbygging er mikil hafa eflaust margir tekið eftir því að einnota plastumbúðir eru hreinlega bara í tísku, rusl er ekki flokkað og er hent hvar sem er, ein munnsogstafla selst í plastpakkningu, vatn fæst varla afgreitt nema í plastvatnsflösku með plaströri og síðan er toppurinn að hvorutveggja er sett í sérhannaðan flöskuplastpoka til að hámarka þægindin. Maður getur varla gert annað en velt fyrir sér spurningunni:

Hver er fórnarkostnaðurinn?

Fyrir neðan er factsheet frá One World One Ocean um nokkrar staðreyndir plasts og plastnotkunar á hafið.

Smellið á myndina til að sjá betur hvað stendur á henni

Samkvæmt gz.com kemur fram að  86% af öllu plasti sem látið er leka í samanburði við aðrar heimsálfur er í Asíu einni saman. Málið er einfaldlega það að þetta fólk er hreinlega ekki nógu vel upplýst og er ekki meðvitað um þá staðreynd að það tekur plast sem ekki er “biodegradable” rúmlega 1000 ár að brotna niður á landi og um 400 ár í sjó eða vötnum…Sem er gjörsamlega algjör BILUN. Þau gera sér ekki grein fyrir afleiðingunum sem þessi notkunarhegðun á eftir að hafa í för með sér á næstu árum ef ekkert er að gert.  Plast brotnar ekki auðveldlega niður eins og önnur náttúruleg efni, og þess vegna er plast mikið notað til að halda bakteríum frá matvöru. En er þessi “hentisemi” okkar ekki full dýrkeypt?

Hér hefur skel skjaldböku gjörsamlega afmyndast í vaxtarferlinu vegna þess hún festist í six-pack plasthring.

 

Hér festist plaströr inn í nefi skjaldböku. Þið sjáið það að henni finnst það ekkert rosa þægilegt að láta síðan draga það úr sér. Enda get ég ekki ímyndað mér að það sé eitthvað þægilegt.

 

Mjög stutt heimildamynd um plastúrgang sem ég hvet ykkur að horfa á. Í henni kemur m.a. fram að ef neyslumynstur okkar á plasti heldur áfram óbreytt þá verður meira af plasti í sjónum heldur en af sjávardýrum fyrir 2050.

Sjá einnig: Dagný Sylvía Sævarsdóttir: Hvers vegna fer ég aldrei í dýragarð?

Núna spyrja margir sig eflaust: “Og hvað á ég að gera í því?”
Vonandi eru langflestir sammála því að Jörðin sem heild skiptir okkur máli. Hafið sameinar öll lönd. Maður þarf ekki að fara lengra en á nokkrar fáfarnar fjörur á Íslandi til að sjá það hegðunarmynstur heimsins gagnvart einnota plasti og og rusli yfir höfuð er vandamál sem snertir okkur öll. Þetta rusl hverfur ekkert á sjálfu sér. Margt smátt gerir eitt stórt, og ég trúi því innilega að með því að sýna fordæmi sem ferðamenn getum við inflúenserað heimamenn smátt og smátt. Það geta vaknað spurningar eins og:

“Afhverju er enginn af þessum vesturlandabúum að kaupa vatn í vatnsflöskum?”
“Afhverju þiggur enginn af þeim plastpoka?””
“Hví kaupa þeir ekki lengur dót í plöstuðum umbúðum?”

Við sjáum það mjög vel á Íslandi hvað smá vitundavakning getur breytt miklu því við erum svo lítil þjóð, en þótt við séum smá þá getum við fært fjöll. Sjá bara landsliðin okkar! Að sama skapi, ef við minnkum eftirspurnina eftir einnota plasti þá getum við smátt og smátt útrýmt þessari fíkn. Margt smátt gerir eitt stórt og lausnin byrjar alltaf frá manni sjálfum. Hættum að nota einnota drasl á ferðalögum og breiðum boðskapnum áfram. Hér eru nokkur umhverfisferðaráð <3

Athugið: Þessi listi inniheldur söluhlekki frá Amazon (e. Affiliate links).

1. Ferðist með hitabrúsa (Vaccum Flask) eða BPA fría vatnsflösku


Á Íslandi notum við þessa brúsa til að halda vökva heitum tímunum saman. Þessir snilldar brúsar virka sko alveg í hina áttina líka! Ég nota hitabrúsann minn undir ískalt vatn sem fæst filterað heima hjá mér í Bangkok. Brúsarnir frá S’well eru einstaklega smekklegir og fást m.a. hér: S’well Vacuum Insulated Stainless Steel Water Bottle, Double Wall, 17 oz, Blue Suede. Ég búin að koma mér upp smá kerfi. Ég fylli alltaf BPA frían vatnsbrúsa sem ég fékk nú bara í Bónus eða Nettó og set inn í ísskap eftir að ég hef tæmt hann ofan í hitabrúsann minn. Flest hostel eru með vatnstanka sem bjóða bæði upp á kælt og hitað vatn fyrir ferðalanga og því ætti ekki að vera mikið vandamál að fylla á flöskuna fyrir daginn. Segið bara alveg BÆBÆ við 500ml plastvatnsflöskum!

2. Hita/kuldaeinangrandi kaffi eða smoothiemál (e.Tumbler Cruiser) ásamt endurnýtanlegu stálröri


Já, já. Það er sko allt til. Eitt af þessum einnota hlutum sem fer alveg viðbjóðslega í taugarnar á mér eru smoothie mál úr plasti ásamt plaströri. Þetta er algjör VIÐBJÓÐUR og meira einnota verður það varla. Ég hoppaði því hæð mína af kæti þegar ég fann svipað mál og þið sjáið á myndinni og stálrör með! Stálrörið kom með sér þvottabursta og voru því ágætiskaup. Málið nýtist fyrir heita sem kalda drykki, allt frá kaffi yfir í smoothie og gosdrykki. Já, krakkar mínir… engar afsakanir. Ég fékk mitt mál og stálrör á markaði í Bangkok en svona all-inclusive er til víðsvegar á netinu, m.a. fæst þessi pakki sendur til Íslands frá Amazon: Healthy Human Insulated Stainless Steel Tumbler Cruisers – Travel Cup with Lid & Straw – Vacuum Double Walled Thermos – Idea for Coffee, Tea & Water 32 oz. Harvest Maple

3. Ferðist með fjölnota innkaupapoka

 Þessir fjölnota innkaupapokar pakkast margir hverjir í bara ekki neitt og vega ekki neitt. Manni munar bara nákvæmlega ekkert um einn svona poka í bakpokanum eða í veskinu og þannig getur maður sloppið við að koma aftur á hostelið með 10 plastpoka eftir rölt á flóamarkaði. Fást víða. M.a. eru til svona innpakkanlegir fjölnotapokar með Norðurljósamyndum úr íslenskri náttúru. Fengust í flugvélum WOW air síðast þegar ég vissi. Flott að geta auglýst land og þjóð! Annars á ég sjálf nú bara gulan býflugupoka sem ég keypti á netinu. En hér er frekar gott 5 poka tilboð á Amazon:
Folding Reusable Grocery Bags 5 Pack – 21.6″x13.8″ Capacity – Washable, Waterproof Nylon holds Heavy Groceries – Foldable Tote Bag is 4.3”x 4.3” Folded – Eco-Friendly Shopping Bag fits in Pocket

4. Bento box fyrir take-away eða forðist take-away

 Reynið að hafa Take-away algjörlega í lágmarki. Önnur lausn er hreinlega að ferðast með einangrandi nestisbox sem þið getið látið setja take-away matinn ykkar í. Annars mæli ég bara með að borða á staðnum. Nestisbox fást nú víða og ætti að vera auðvelt að finna. Annars eru til rosa fín BPA frí bento box úr stáli á Amazon: Bento Lunch Box Food Container Storage Set 3 In 1. Leak Proof Stainless Steel. Healthy Takeaway – Kids – Adults For Outdoor Meals.

Sjá einnig: Fílar í ferðamannaiðnaðinum: Afhverju þú ættir ekki að fara á fílsbak

5. Spork

Spork er bara algjör snilld. Mæli með því að allir eigi einn spork í bakpokanum því maður veit eiginlega aldrei hvenær hann gæti komið að góðum notum. Fæst í flestum útivistarverslunum en mér finnst þessi spork með upptakara alveg persónulega helvíti nett græja: CRKT Spork Outdoor Multi Tool: Eat’N Tool Durable and Lightweight Metal Multitool for Camping, Hiking, Backpacking and Outdoors Activities – Silver

6. Drybags fyrir skipulagið í bakpokanum

Margir nota plastpoka til að flokka fötin sín eða dótið sitt í bakpokanum. Lof mér að kynna DRYBAGS. Lofttæmandi og vatnsfráhrindandi pokar í allskonar stærðum og litum. Þú kemur meiru fyrir ofan í pokann sjálfan, átt auðveldara með að finna dótið þitt og munt eiga þessa poka árunum eða jafnvel áratugunum saman. Algjört must-have. Mínir pokar eru frá Exped og fengust í Ganglera á sínum tíma. Ég geri ráð fyrir því að þeir fáist í flestum útivistarverslunum. En hér á Amazon er hægt að kaupa fjóra saman í pakka á kjaraverði: Waterproof Fold-drybag 4 Pack – Classic

Sjá einnig: Staðalbúnaður útivistargarpsins

7. Airporter frá Osprey fyrir bakpokann í flugin

Margir sem ekki eiga Osprey Farpoint pokann eða svipaðan bakpoka sem hannaður er sérstaklega fyrir flugvélasamgöngur kannast eflaust við það að þurfa setja pokann sinn ofan í stóran plastpoka eða hreinlega plasta hann allann fyrir flug til að koma í veg fyrir að ólarnar verði fyrir tjóni. Ég á ekki þennan Airporter poka en ég var að reka augun í hann á heimasíðu GGsport og mikið er ég ÁNÆGÐ. Beint á innkaupalistann!

8. Travel tag á bakpokann

Þetta er kannski ekki alveg krúsjal atriði en þeir sem eiga það til að taka alltaf nýjan merkimiða í hvert skipti sem taskan er tékkuð inn á flugvelli ættuð að fjárfesta í einu groddaralegu ferðataggi á bakpokann eins og þessi emoji ferðamerki eru æði! haha.
Travel Luggage Tags,10 pack Emoji Suitcase Travel ID Label Tags Holders For Luggage Travel Gears Gifts Identifier Tags

Eruði með fleiri hugmyndir hvernig á að stuðla að umhverfisvænni ferðamennsku og minnka einnota plastnotkun? Endilega deilið þeim í athugasemdum hér að neðan 🙂

About The Author

Elín Kristjánsdóttir
Ritstjóri, vefstjóri og færsluhöfundur

Án Elínar væri Gekkó ekki til. Hún er stofnandi og einn af eigendum Gekkó, og nýtur hvert tækifæri sem gefst til að pakka í tösku og fara í ferðalag eða einhverskonar ævintýri. Einnig er hún líka mikið úthafs og náttúrubarn og hefur gaman að öllu sem viðkemur vatnasporti og fjallamennsku. Elín spáir mikið í mannlega þættinum og tilgangi lífsins og elskar að vinna með fólki. Hún hefur m.a. lært að kenna þerapíuna Lærðu að elska þig eftir Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur og er því viðurkenndur kennari í Þerapíunni. Elín hjálpar fólki að öðlast sjálfstraust til að lifa lífinu á eigin forsendum.

Related Posts

4 Responses

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.