Frábær valkostur fyrir solo ferðir!

Topdeck býður upp á allskonar ferðir af öllum stærðum og gerðum. Eins og er bjóða þau upp á ferðir í öllum heimsálfum fyrir utan Asíu og Suður- og Mið Ameríku. Þetta er góður valkostur fyrir ungt fólk (ferðirnar eru fyrir fólk á aldrinum 18-35) og sérstaklega góður valkostur fyrir þá sem ferðast einir eða eru að ferðast í fyrsta skipti. Ég fór í eina slíka ferð í Ástralíu árið 2012. Þessi ferð er með betri ákvörðunum sem ég hef tekið, gott ef hún toppar ekki ákvörðunina að fara á Sugababes í laugardalshöll árið 2004, og við vitum öll að það var GÓÐ ákvörðun.

Menningarlegt gildi

Það er mjög auðvelt að ferðast með Topdeck, þetta eru semsagt uppsettar ferðir og því sest þú bara upp í rétta rútu og fararstjóri leiðir þig áfram. En Topdeck tekur þetta skrefinu lengra en hefðbundnar rútuferðir og leggur mikið upp úr að allir taki þátt, til dæmis sér allur hópurinn um að elda matinn saman og ,þegar það átti við, að setja um tjöld og annað.  Einnig er mikið lagt upp úr að fræðast og kynnast landinu sem ferðast er um, og það er gert með þátttöku líka, til dæmis fékk ég að læra um Aboriginal tákn og táknfræði með því að mála minn eigin búmerang og fékk að spila á didgeridoo. Ég nota orðið spila mjög lauslega þar sem hljómnum má líkja við hálfslappt prump, þannig draumarnir um að gefa út didgeridoo breiðskífu eru gott sem dauðir. En nánari sögur af ferð minni um óbyggðir Ástralíu fá að bíða því það er efni í sér blogg út af fyrir sig!

Allt innifalið; engin falin kostnaður!

Eins fram kom áður þá eru ferðirnar hannaðar með fólk á aldrinum 18-35 í huga, þótt að stundum gæti eldra/yngra fólk slegist með í för því Topdeck er stundum með verktaka frá öðrum ferðaþjónustu fyrirtækjum, þá sérstaklega á þeim svæðum þar sem þau ná ekki nægjum fólksfjölda fyrir heila ferð.  Ferðirnar eru hannaðar með það í huga að þú fáir að upplifa sem mest og að flest allt sé innifalið. Því er lítill sem engin falinn kostnaður eða auka kostnaður þegar ferðin er hafin. Flestar ferðir bjóða upp á hálft eða fullt fæði, allur ferðakostnaður og gisting er einnig innifalin. Svo er mismunandi eftir hverri ferð fyrir sig en oftast er inngangur í þjóðgarða,söfn, sýningar og margt margt fleira innifalið. Verðin á ferðunum gætu virkað há þegar maður sér summuna, og eflaust væri hægt að fara í svipaðar ferðir sjálfur og ná því ódýrara, en þegar allt er talið sem er innifalið þá margborgar þetta sig. Sérstaklega ef maður ferðast einn og hefur kannski ekki kost á að leigja bíl og keyra sjálfur því það getur verið ansi kostnaðarsamt, tala nú ekki um ef maður ætlar að keyra í gegnum eyðimörk Ástralíu! Einnig myndast sterk liðsheild og maður kynnist fólki mjög fljótt.

Tilboð og afslættir

Einnig eru mjög oft tilboð og afslættir hjá þeim. Til dæmis eru þau oft með “Last Minute” afslætti ef þau þurfa að fylla sæti í ákveðna ferð, einnig eru þau með tilboð þar sem ef þau pantar fleiri en eina ferð þá færðu 5% afslátt. Til dæmis var ég heppin þegar ég pantaði mína ferð að þá var tilboð að ef maður keyptu Down South and Outback fékk maður 3 days Melbourne to Sydney frítt! Score! Einnig fær maður 5% afslátt. 5% virkar kannski ekki há prósenta, en þegar maður er kannski að kaupa 4 vikna ferð um Afríku þá telur það fljótt!

Topdeck er mjög sniðugt ef maður er í nýju landi að byrja ferðina til dæmis á einni stuttri ferð, þá kemst maður aðeins inn í menninguna og hægt að spyrja til dæmis fararstjóran um ferðaráð fyrir restina af ferðinni. Maður kynnist einnig fólki sem gætu verið tilvonandi ferðafélagar og BFF’s !

Ég mæli  hiklaust með að taka eina Topdeck ferð um ævina, þú sérð ekki eftir því!

Allar myndir eru birtar með leyfi frá Topdeck

About The Author

Gestabloggarar eru ýmsir aðilar sem hafa frumsent okkur greinarnar sínar eða leyft okkur að endurbirta greinar eftir sig af öðrum miðlum. Vilt þú birta færslu á Gekkó? Ýttu á umslagið í horninu eða sendu okkur póst á ritstjorn@gekko.is og við kíkjum á þetta saman!

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.