Það var kominn tími til að uppfæra ferðahakklistann. Hér kynni ég uppfærð þrjárítu ferðahökk beint í æð fyrir árið 2018. Skemmtilegur hakklisti fyrir ferðalanga sem vilja ferðast á sem þægilegastan og áhrifaríkastan hátt. Það er alltaf eitthvað nýtt sem maður lærir á ferðalögum sem maður myndi aldrei annars spá í! 

1. Notaðu “Private Browsing” þegar þú leitar að flugi og gistingu á veraldarvefnum. Mörg ferðafyrirtæki fylgjast með hverjir hafa heimsótt sig og hækka verðin einfaldlega vegna þess að viðkomandi hefur heimsótt síðuna áður.

2. Rúllaðu fötunum þínum í ferðatöskuna í stað þess að brjóta þau saman. Það skapar auka pláss. Toppaðu það síðan með því að setja fötin í lofttæmandi og vatnsheldan poka sem fer ofan í bakpokann þinn.

Sjá einnig: Staðalbúnaður útivistargarpsins

3. Pillubox virka vel sem skartgripabox.

4. Gleraugnabox eru fullkomin fyrir snúrur og heyrnatól! Svo er líka alveg hægt að kaupa eitthvað fancy – eins og sér box fyrir snúrur og heyrnatól…

5. Þykk bréfaklemma er fullkomið lok fyrir rakvélina.

6. Pakkaðu sápustykkinu þínu í handklæði.

7.  Notaðu Dr. Bronners alhliða sápuna fyrir handsápu, baðsápu, sjampó og uppþvottasápu. Hún er VEGAN!

8. Settu ömmuspennurnar í gamlar TicTac umbúðir.

9. Vertu umhverfisvænn. Gerðu Móður Náttúru greiða og eigðu þína eigin vatnsflösku eða endurnýttu plastflöskuna þína með því að fylla á þar sem vatnstankar eru aðgengilegir eða kranavatn er drykkjarhæft. Reyndu að sniðganga keypt vatn í einnota plastflöskum. Svo mæli ég líka með að hafa með sér fjölnota innkaupapoka, einangrandi nestisbox fyrir take-away, spork og fjölnota kaffimál.

10. Fyrir stelpurnar: Kaupið og notið Álfabikarinn! Umhverfisvænasta, þægilegasta og pottþéttasta eign í heimi þegar kemur að tíma mánaðarins hvar sem þið eruð staddar í heiminum. Það dugar að þrífa hann með góðri sápu sem má nota á sílíkon… t.d. sápu sem notuð er til að þrífa svona fullorðinsleikföng… 🙂

Sjá einnig: Umhverfisvæn ferðamennska: Heilræði og góð ráð

11. Notaðu gorminn úr penna til að vernda USB snúruna þína.

12. Skrifaðu “ok maps” til að vista svæðið fyrir “offline” aðgang í Google Maps.

13. Þegar bókað er sæti fyrir tvær manneskjur, þá er sniðugt að bóka gluggasætið og sætið við ganginn. Líkurnar á að einhver setjist á milli eru þá ekki eins miklar, og ef einhver sest á milli þá bara að spyrja manneskjuna um að svissa.

14. Ef klóin gleymdist eða passar ekki þá eru oft USB tengi aftan á sjónvörpum sem hleður tækið þitt.

15. Taktu rafrænt afrit af vegabréfinu þínu, ökuskírteini, tryggingu og öðrum mikilvægum gögnum og hafðu á tölvupóstinum þínum eða inn á gagnaskýi til að létta þér lífið ef eitthvað fer úrskeiðis.

Sjá einnig: Gátlistinn

16. Þú þarft ekki að eiga brjálæðslega góða myndavél til að festa ferðalagið þitt á filmu. Myndavélar á nýlegum snjallsímum í dag eru oft vopnaðar afar góðum gæðum og skila myndum í góðri upplausn. GoPro er ótrúlega næs eign fyrir ýmislegar athafnir, og svo er geggjað kúl að eiga polaroid vél og gefa ferðalöngum og heimafólki instant myndir sem þið takið af þeim á förnum vegi. Annars á ég alveg mjög góða Sony A6000 myndavél sem ég eeeelska. Svo eru enn aðrir sem elska dróna. Bottom line: Þið þurfið ekki að kaupa mörg hundruð þúsund króna búnað til að festa minningar. Hver hefur sinn smekk.

17. Notaðu kommentin Foursquare til að komast að Wifi leyniorðum á veitingastöðum

18. Vertu snillingurinn og hetjan með fjöltengið ásamt aðeins einum adapter! Þetta mun færa þér vinsældir á hostelinu.

19. Safnaðu klinkinu þínu saman og gefðu til þeirra sem minna mega sín síðasta daginn þinn í landinu sem þú ert í.

20. Í staðinn fyrir að gefa betlandi börnum pening, prófaðu að gefa þeim penna/liti og blað og kenndu þeim jafnvel að teikna og lita ef þú hefur tíma. Líkurnar á að þú munt lýsa upp daginn þeirra eru afar miklar. Annað sem þú getur gert að bjóðast til að taka myndir af þeim. Þú getur prentað t.d. eina mynd og gefið þeim. Polaroid er tilvalin eign fyrir svona athafnir. Síðan er líka sniðugt að gera eitthvað sem að styður menntun barna í hverfinu. Bottom line: Ekki bara gefa börnum eitthvað bara af því að þau rétta út hendurnar og biðja um pening. Það gerir þau ósjálfbjarga og ýtir undir barnaþrælkun.

21. Settu “complementary” sápustykkið af hótelinu í óhreinatauið þitt til að koma í veg fyrir lykt.

22. Eigðu SARONG og notaðu sem handklæði. Hægt er að nota þau sem handklæði, sjal, klút, teppi, mátunarklefa, pils, kjól og bara sem kósíflík. Þornar eins og skot í sólinni og er snilld fyrir bæði kynin.

Sjá einnig: Kúnstin að pakka fyrir flug með ungabarn

23. SVARTAR Dri-fit, harem buxur eða leggings virka við hvaða tilefni sem er.

24. Finndu universal töfrakremið þitt sem virkar á varir, þurra húð og bara hvað sem er. Þessi tiltekna tegund fæst í Costco! Persónulega elska ég Eucerin Aquaphor kremið sem fæst í öllum apótekum heima.

25. Farðu í þyngstu og fyrirferðarmestu fötunum þínum í flugið. Sparar pláss og léttir á, auk þess geturu notað aukafötin sem kodda ef þér verður of heitt. Betra er að geta klætt af sér hita en að vera kalt!

Sjá einnig: Fatnaður til útivistar

26. Settu tannburstann þinn, eitt fatasett til skiptana og nokkrar nærbuxur í handfarangurstöskuna. Það er aldrei hundað prósent öruggt að stóra taskan skili sér á áfangastað á sama tíma og þú.

27. Taktu “complementary” vörur í góðum handhægum smáumbúðum af hótelinu og fylltu alltaf á þær. Ég tek bara ALLTAF complimentary vörurnar… nema þær lykti eins og gólfhreinsiefni. Og pssst… þú getur stolið sápum og sjampóum í stórum umbúðum í sundlaugum, á hótelum, hostelum osfrv. ef þú ert á löngu ferðalagi.

28. Hafðu snyrtitöskuna þína (og bara allt dótið þitt) ávallt 99% tilbúna kvöldið fyrir brottför til að koma í veg fyrir panikk og tímaþjófnað.

29. Eigðu góða mittistösku. Can’t stress this one. Ég fer ekkert ekki með mittistöskuna mína.

30. Þráðlaus Bluetooth heyrnartól með aux möguleika er algjört möst fyrir lífið bara. Minni líkur á að stór heyrnartól týnist frekar en þessi litlu. Ef þú átt ekki heyrnartól en er á leiðinni til t.d. Asíu þá mæli ég með að kaupa heyrnatól í Bangkok. Hægt að fá stórfín heyrnartól á c.a.3000 kr sem myndu kosta 20.000 heima.

Hvað er uppáhalds hakkið þitt?

Elín Kristjáns

Instagram: elinkristjans

 

About The Author

Elín Kristjánsdóttir
Ritstjóri, vefstjóri og færsluhöfundur

Án Elínar væri Gekkó ekki til. Hún er stofnandi og einn af eigendum Gekkó, og nýtur hvert tækifæri sem gefst til að pakka í tösku og fara í ferðalag eða einhverskonar ævintýri. Einnig er hún líka mikið úthafs og náttúrubarn og hefur gaman að öllu sem viðkemur vatnasporti og fjallamennsku. Elín spáir mikið í mannlega þættinum og tilgangi lífsins og elskar að vinna með fólki. Hún hefur m.a. lært að kenna þerapíuna Lærðu að elska þig eftir Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur og er því viðurkenndur kennari í Þerapíunni. Elín hjálpar fólki að öðlast sjálfstraust til að lifa lífinu á eigin forsendum.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.