Það virðist eins og flest öllum langi að læra á brimbretti í dag, enda ein skemmtilegasta íþrótt sem þú getur prófað! Hér förum við yfir nokkur heilræði fyrir þá sem langar að fara út fyrir landsteinanna til þess að leggja  stund á brim með saltið í hárinu og sand á milli tánna á Balí!

1. Finndu þér skóla

Mörgum langar til þess að vera góðir á brimbretti og það strax. Með því að velja sér góðan skóla munt þú fá mesta árangurinn á sem skemmstum tíma. Einnig getur svo margt farið úrskeiðis enda sjórinn öflugur, rifin beitt og brettin þung. Mikilvægt er að fá einhvern sem getur sagt þér til um þau atriði sem þarf að hafa í huga til þess að stunda íþróttina á sem öruggastan máta. Eyddu smá tíma í að bera saman skóla og fá góða tilfinningu fyrir honum.

Nokkrar hugmyndir að sörfskólum á Balí! Við mælum eindregið með Rapture…
Pro surf school                                         TNT Surfschool

Rapture Surf School                                                Lapoint Surf School

2. Fáðu kennslu hjá Balíbúum

Balíbúar eru líklegast með bestu sörfurum heims, enda byrja margir í íþróttinni til þess að halda sér frá vandræðum eða til þess að afla sér tekna á skemmtilegan máta. Á öllum ströndum getur þú fundið Balíbúa sem býður upp á kennslu og mælum við eindregið með því að fólk taki tíma hjá þeim. Þeir þekkja öldurnar sínar manna best og einnig er þetta ódýrasta leiðin til þess að fá kennslu!

3. …En ekki festast í skólanum!

Eftir nokkur skipti þarftu að sleppa takinu og fara sjálfur, en þannig lærir maður sem allra best. Finndu þér bretti í réttri stærð sem að hentar þér. Finndu þér síðan strönd þar þar sem öldurnar eru litlar og hægar. Þegar sjálfstraustið hefur aukist getur þú fikrað  þig áfram með stærri öldum og minni brettum.  Frábærar strendur til þess að byrja æfa sig á Balí eru Padang-Padang ströndin, Kuta strönd og í Canggu. Fyrir þá sem vilja aðeins meira þá mælum við með Green Balls, Bingin, Nusa Dua ( Black Stone) Balangan eða Seminyak!

3. MUNDU að þessi íþrótt reynir mikið á þolinmæðina

Sörf reynir alveg afskaplega mikið á þolinmæðina – þessvegna er hún svo frábær. Ekki vera reiður/reið út í sjálfa/n þig ef þú nærð ekki öldu, nærð ekki að standa upp, dettur eða ef að aðstæðurnar eru flatar. Þú getur ekki ímyndað þér hversu mikið og oft bestu sörfarar heims hafa verið á barmi þess að gefast upp. Þeir sem halda áfram og gefa sér góðan tíma í íþróttina munu ná mjög langt í henni!

5. Ekki gleyma sólavörninni!

Við erum öll einróma um það að sörf er fáranlega sexí íþrótt og það er fallegt að vera brúnn og útitekinn, en EKKI VANMETA SÓLINA. Vatn, salt og bert skinn fer ekki vel saman og því er gríðarlega mikilvægt að setja nóg af vörn. Þið munið sjá að allir reglulegir sörfarar taka þessu sem því heilagasta og bera á sig sink sem er 100% þekjandi vörn. Það er ekkert grín að frá alvarlegan sólbruna og þurfa að gjalda þess að vera frá vatninu í marga daga. Okkur gæti ekki verið meira alvara með þennan faktor.

6. Vertu í réttum fatnaði

Ekkert er meira pirrandi en að ná öldu en vera síðan með allt niðrum sig. Strákar ættu að fjárfesta í stuttbuxum sem haldast vel, teygjast og sjúga ekki í sig mikið af vatni. Fyrir stelpur er sterkur leikur að vera í sundbol og bol yfir eða íþrótta bíkíní sem ræður við öflugar öldurnar. Bíkinitoppar með spöng er mjög slæm ákvörðun þar sem þeir munu ekki  (trúið okkur) halda vinkonunum í skefjum og einnig getur verið sárt að liggja á spöngunum til lengri tíma. Einnig eru til margir bolir, stutterma og síðerma, sem hannaðir eru fyrir brimbrettamennsku og innhalda vörn gegn sólinni í sér. Við mælum eindregið með þessum bolum, enda þægilegir, praktískir og flottir!

7. Njóttu!

Sörf er ekki bara íþrótt, heldur lífstíll. Fólk sem fær æði fyrir þessu talar hreinlega ekki um neitt annað enda mikið frelsi sem fylgir íþróttinni í samspili við náttúru og sál.  Endilega eyddu tíma þínum á meðan þú hrærist í íþróttinni með því að kynnast félagsskapnum í kringum hana og afslöppuninni sem fylgir því að vera sörfer!

 

About The Author

Gestabloggarar eru ýmsir aðilar sem hafa frumsent okkur greinarnar sínar eða leyft okkur að endurbirta greinar eftir sig af öðrum miðlum. Vilt þú birta færslu á Gekkó? Ýttu á umslagið í horninu eða sendu okkur póst á ritstjorn@gekko.is og við kíkjum á þetta saman!

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.