Ég fór á deitnight með mínum manni um daginn og ferðinni var heitið út að borða og á uppistand. Við ákváðum að fara aftur á Sumac eftir að hafa prófað hann á menningarnótt og vorum ekki fyrir einum einustu vonbrigðum

Staðurinn býður uppá matseðil með innblæstri frá Beirút í Líbanon og Marokkó. Ég er forfallinn miðausturlandaperri og ég elska menninguna en ég er sérstaklega hrifin af matnum. Ég hef sagt það áður en líbanskur matur hlýtur bara að vera vanmetnasti matur í heimi og var því mjög spennt að borða á Sumac og bragða loksins á góðum líbönskum mat á Íslandi.

Sjá Ætlið þið með barnið til Mið-Austurlandanna?!

Allavega, við pöntuðum okkur nóg af réttum á borðið og deildum síðan á milli okkar. Skammtastærðirnar eru vel útilátnar og jesús góður hvað allir diskarnir voru góðir og engu var leifað. Það sem stóð upp var klárlega grilluðu kjúklingaspjótin þeirra en það er must að panta þau! Hummusinn var einnig einstaklega ljúffengur… mmm.

 

 

Ég ætla bara að segja eins og er: Þetta er klárlega einn besti veitingarstaður sem ég hef borðað á í Reykjavík. Hann slær næstum því Al Hallab (í Dubai) við!  Ég mæli alveg hiklaust með matnum á Sumac Grill + Drinks sem og staðnum yfir höfuð.

Í heildina pöntuðum við okkur 7 rétti og drykki og borguðum 16.000 krónur fyrir allt. Ég læt það nú vera.

Takk æðislega fyrir mig Sumac Grill + Drinks.
Ég kem alveg pottþétt aftur.

(og nei ég fékk ekkert frítt heldur er þetta algjörlega einlæg grein frá mér til ykkar um einstaklega góðan mat í Reykjavík – believe it or not!)

 

Sjá einnig:

Markaðurinn Old Souk í Dubai

Brot af Berlín

Gott að borða í Köben

Veitingastaðurinn 5 Leaves í Brooklyn

Veitingastaðurinn the Ivy í Los Angeles

Væn og Dæn í Aberdeen

 

Sumac Grill + Drinks: Líbanskur matur á allt öðru level-i
Matur
Verð
Staðsetning
Fjölbreytileiki
Mitt álit!
  • Fjölbreyttur matseðill
  • Ferskur og góður matur
  • Sanngjarn í verði
4.6Meiriháttar!
Reader Rating: (0 Votes)

About The Author

Guðfinna Birta
Ritstjóri og færsluhöfundur

Guðfinna er einn eigandi Gekkó með endalausa þörf fyrir ferðalögum og oftar en ekki með 3-4 ferðir í pokahorninu. Hefur ferðast mestmegnis í Bandaríkjunum og Asíu - en tekið ástfóstri við Mið-Austurlöndin síðastliðin ár. Guðfinna talar líka um ferðalög með börn, enda engin ástæða fyrir því að hætta ferðast til framandi landa þó það fjölgi í fjölskyldunni.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.