Kóngur alla jökla, orkugjafi vesturlands, og snilldar sunnudagsafþreying.

Snæfellsjökull

Snæfellsnesið eins og það leggur sig hefur lengi verið minn ,,go to” staður á Íslandi. Það er í svo þægilegri fjarlægð frá mér, mitt á milli beggja móðurskipa, Ísafjarðar og Reykjavíkur.

Það er einhver óútskýranleg orka sem treður sér inní mig við hverja heimsókn og þangað finnst mér best að fara til að hlaða batteríin.

Í byrjun Júní gáfum við Kaali okkur loksins tíma til að hlunkast uppá toppinn með snjóbrettin okkar og bruna niður! Ó Frelsið!

Nú er ég ekki göngukona að atvinnu og geng ekki fjöll daglega, þótt mér finnist skemmtilegt að reyna að toppa sem flest fjöll sem á vegi mínum verða.
En hér er listi yfir það sem mér fannst ágætt að hafa með mér upp á jökulinn:

Nesti (auðvitað!)

Það er betra að taka meira með en minna. Við reiknuðum með 8 tíma ferð og tókum nesti miðað við að við myndum borða á ca tveggja tíma fresti (teljum keyrsluna frá Reykjavík með).

Súkkulaði

…………..Afþví súkkulaði.

Vatn (sjálfgefið, er það ekki?)

Tveir lítrar á mann – nauðsynlegt. Við enduðum meira að segja á því að bæta út í það snjó á leiðinni niður.

Góðir gönguskór (að sjálfsögðu)

Skór sem styðja vel við öklann og halda vatni – afþví snjór er blautur. Da!

Göngubroddar og exi

Við fórum upp þar sem er alveg brattast til þess að leiðin niður væri sem skemmtilegust. Þá kom það sér afskaplega vel að vera með brodda undir gönguskóna og exi til að stiðja við. Á þessum tíma árs er snjórinn á toppinum líka dálítið harður svo við sáum ekki eftiri auka kílóunum sem þetta bætti á töskurnar okkar.

En ég veit nú samt alveg til þess að fólk sé að komast þarna upp án þess, en okkur fannst snilld að hafa þetta með. Í byrjun sáum við reyndar dálítið eftir því að hafa ekki tekið með okkur snjóþrúgur.

Góður bakpoki með bakstuðning og belti yfir maga og bringu

Alltaf gott að taka með í lengri og styttri gönguferðir – Þarna komu þeir samt að extra góðum notum afþví við gátum hengt snjóbrettin á án þess að finna mikið fyrir þeim.

Skór til að fara í eftir að komið er niður

Því það er óþolandi að vera í blautum skóm og að kafna úr egin táfýlu!

Kaldur bjór í kæliboxinu eða ísskápnum heima

Í verðlaun!

Það sem er gott að hafa á bakvið eyrun

Það er ágætt að reyna ganga eftir gönguförum annarra, því nýrri för því betra. Því þetta er jú jökull og það geta leynst sprungur hér og þar.

Svo er fínt að athuga veðurspá áður en lagt er í hann, better safe than sorry : ) Það er alveg ömurlegt að þurfa að snúa við vegna veðurs eða vera komin á toppinn og fá ekki það snilldar útsýni sem Snæfellsjökull hefur uppá að bjóða

Að lesa sig aðeins til um jökulinn og ráðfæra sig við aðra, því þrátt fyrir að Snæfellsjökull sé þokkalega auðveldur í göngu getur hann samt verið smá trikkí.

 

Íris

Instagram

 

About The Author

Íris Ösp
Færsluhöfundur

Íris fer öðruvísi leiðir í lífinu og við höfum ótrúlega gaman af því! Ekki nóg með það að vera listamaður heldur bjó þessi reynslubolti á Grænlandi í um sex ár og lærði þar myndlist sem og ýmislegt annað. Hún lærði fatahönnun í lýðháskóla í Danmörku og stundaði ferðatengt starfsnám í Lapplandi. Íris hefur ferðast um víðann völl og þrátt fyrir að vera kuldaskræfa er hún algjör expert í ferðalögum um Grænland og kaldar slóðir.

Related Posts

One Response

  1. Ferðaannáll 2017 | Gekkó

    […] ekki í fyrsta, ekki í tíunda og heldur ekki síðasta skiptið. Ég drattaðist loksins upp á Snæfellsjökul og renndi mér niður á snjóbretti og keyrði um Snæfellsnesið tvisvar. Ég innréttaði jeppan […]

    Svara

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.