Gekkó sem ferðamiðill

Gekkó hefur ávallt haft það að leiðarljósi að vera heimasíða sem deilir reynslu af ferðalögum. Gekkó á traustan markhóp og leggur uppúr því að vera trúverðugur miðill fyrir ferðalanga.

Gekkó vinnur eftir eftirfarandi viðmiðum

  • Bloggarar Gekkó starfa sjálfstætt og er efnið því óritskoðað.
  • Bloggurum er frjálst að fjalla um hvað sem er, svo lengi sem að það ýtir ekki undir dýraníð, fordóma og/eða lítilækkun á minnihlutahóp.
  • Gekkó bloggar ekki um hjálparstörf í þriðja heimslöndum
  • Séu vörur fengnar að gjöf frá fyrirtæki eða um kostaða færslu sé að ræða er bloggurum skyldugt að gera grein fyrir því í færslunni. Þetta er unnið eftir lögum Neytendastofu nr. 57/2005.

Sjá lesendur brot á þessum reglum er þeim bent að hafa tafarlaust samband á ritstjorn@gekko.is

Gekkó sem bókunarþjónusta og upplýsingamiðstoð

Sem skráð bókunarþjónusta hefur Gekkó tilskilin leyfi til þess að starfa sem bókunarþjónusta fyrir almenning og ferðaskrifstofur hvort sem er innanlands eða erlendis. Sem skráð upplýsingamiðstöð veitir Gekkó hlutlausa upplýsingagjöf til almennings.

  • Gekkó er á skrá yfir skráða aðila bókunarþjónustu og upplýsingamiðstöðvar skv. lögum nr. 73/2005 um skipan ferðamála hjá Ferðamálastofu.  Skilgreining bókunarþjónustu annarsvegar og sem upplýsingamiðstöð hinsvegar hjá Ferðamálastofu er sem segir:
  • Bókunarþjónusta merkir starfræksla hvers kyns bókunarþjónustu til almennings, fyrir ferðaskipuleggjendur og ferðaskrifstofur, hvort sem er innan lands eða erlendis, þar með talin rafræn bókunarþjónusta.”
  • Upplýsingamiðstöð merkir aðili sem stundar hlutlausa upplýsingagjöf til almennings. Upplýsingamiðstöð hvorki setur saman, býður til sölu né auglýsir ferðir eða aðra ferðatengda starfsemi.”

Lesa einnig: Samstarfsaðilar