Þegar að við fórum til Qatar síðustu jól fórum við í stutt stopp yfir til Dubai. Við ákváðum svo að kíkja til Abu Dhabi í eina nótt. Leiðin frá Dubai til Abu Dhabi eru c.a. tveir og hálfur tími. Ég var mest spenntust fyrir að sjá risastóru hvítu moskuna sem ég hef séð svo oft hjá þeim ferðabloggurum sem ég fylgist með. Ég var svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum en byggingin er sú glæsilegasta með ótrúlegum smáatriðum. Við tókum nóg af myndum sem ég deili hér með ykkur.

Nokkrir hlutir sem gott er að vita:

Þetta er stærsta moskan í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum. Hún er nefnd í höfuðið á fyrsta fursta UAE sem hét Sheikh Zayed. Þess má til gamans geta að hann er jarðaður þarna. Það kostar ekkert inn í moskuna en það eru þó nokkrar mikilvægar reglur sem þarf að framfylgja. Það er skylda fyrir konur að hylja líkamann og höfuð og maður fær slá á staðnu. Karlmenn þurfa líka að vera snyrtilegir til fara. Ekki vera taka með ykkur mikið af dóti. Það fer allt í gegnum gegnumlýsi og það getur tekið sinn tíma.

 

Ekki fara þegar að það er sem heitast. Mitt ráð er að fara rúmri klukkustund fyrir sólsetur og fáið að upplifa moskuna bæði dags og kvölds! Sólsetrið þarna er engu líkt.

Góða skemmtun í Abu Dhabi!

Guðfinna Birta

Ég er á Instagram !xx

 

 

 

About The Author

Guðfinna Birta
Ritstjóri og færsluhöfundur

Guðfinna er einn eigandi Gekkó með endalausa þörf fyrir ferðalögum og oftar en ekki með 3-4 ferðir í pokahorninu. Hefur ferðast mestmegnis í Bandaríkjunum og Asíu - en tekið ástfóstri við Mið-Austurlöndin síðastliðin ár. Guðfinna talar líka um ferðalög með börn, enda engin ástæða fyrir því að hætta ferðast til framandi landa þó það fjölgi í fjölskyldunni.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.