[fusion_builder_container hundred_percent=”no” equal_height_columns=”no” menu_anchor=”” hide_on_mobile=”small-visibility,medium-visibility,large-visibility” class=”” id=”” background_color=”” background_image=”” background_position=”center center” background_repeat=”no-repeat” fade=”no” background_parallax=”none” parallax_speed=”0.3″ video_mp4=”” video_webm=”” video_ogv=”” video_url=”” video_aspect_ratio=”16:9″ video_loop=”yes” video_mute=”yes” overlay_color=”” video_preview_image=”” border_size=”” border_color=”” border_style=”solid” padding_top=”” padding_bottom=”” padding_left=”” padding_right=””][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=”1_1″ layout=”1_1″ background_position=”left top” background_color=”” border_size=”” border_color=”” border_style=”solid” border_position=”all” spacing=”yes” background_image=”” background_repeat=”no-repeat” padding=”” margin_top=”0px” margin_bottom=”0px” class=”” id=”” animation_type=”” animation_speed=”0.3″ animation_direction=”left” hide_on_mobile=”small-visibility,medium-visibility,large-visibility” center_content=”no” last=”no” min_height=”” hover_type=”none” link=””][fusion_text]

Á ferð okkar Stefáns sumarið 2014 um Bandaríkin er óhætt að segja að San Francisco hafi staðið uppúr. Borgin er svo vinaleg, hlý og stútfull af menningu. Ég verð því að gefa ykkur smá tips um fimm MUST DO hluti í þessari frábæru borg!

1. Cable car

Ég elska að fara í eitthvað sem er búið að vera í menningunni í mörg ár. Eins og flestir vita er mestmegnis af samgönguleiðunum lestar og þær eru keyrðar af rafmagni. Þessvegna var svo gaman að fara í gamaldags cable car. Ferðin var frábær og við stoppuðum beint fyrir utan Lombard Street. Fargjaldið er að vísu frekar dýrt eða 6$ fyrir single fare ride. Klárlega þess virði samt!

2. Haight

Þar sem að við gistum hjá fólki í gegnum airbnb vorum við svolítið út úr. Engu að síður vorum við í frábæru hverfi sem nefnist Haight, eða hippahverfið. Staldrið við í hálfan dag í Haight, fáið ykkur kaffi og njótið – Það er líka svo dásamlegt að kíkja við í Vintage búðir! Eins er þrælsniðugt að fara með fötin sem þið eruð löngu hætt að nota og ,,selja” 2nd hand búðum 🙂 Bjó allavega til fullt af plássi hjá mér.

3. Ike’s

Bella.. Því öll nöfn eru auðveldari en Guðfinna - Bella.. Því öll nöfn eru auðveldari en Guðfinna –

Aldrei hvarflaði að mér að einhver samlokubúlla yrði á topp 5 listanum yfir San Francisco must do – en viti menn, hér er það! Þetta hljóta bara að vera bestu samlokur sem til eru. Úrvalið er endalaust og það er svo skemmtilegt hvað þessi staður er heimilislegur. Svo fá allir sleikjó í eftirrétt. Mæli svo hiklaust með að skola samlokunni niður með límonaði. Yeez, það gerist ekki betra! Ike’s er staðsett í Castro hverfinu.

4. China Town

San Francisco er svo mikið multicultural borg. Þar má meðal annars finna stærsta Chinatown í heimi (fyrir utan þau í Asíu auðvitað). Það er hægt að eyða heilum degi þarna og maður nær samt ekki að fara í gegnum allt! Ég gerði að vísu dauðaleit af bekk með tveimur öpum sem átti að vera þarna. Aparnir sem segja ‘See no evil, hear no evil, speak no evil’ en það er því miður búið að fjarlæga þann bekk – svona ef að einhver var í sömu pælingum og ég 😉

5. Að lokum… Farið á hafnaboltaleik!

Ok. Þó að hafnabolti sé ekkert skemmtilegasta íþrótt í heimi að mínu mati, þá snýst þetta fyrst og fremst um upplifun. Að gera þetta ,,týpíska bandaríska”. Fara og kaupa sér foam finger, nachos og bjór. Það er ákveðin stemmning í því. Ég mæli allavega með því – Og hvet ykkur eindregið til þess að prufa að kíkja á einn leik.

Vonandi höfðuð þið gaman að þessu – ég er allavega komin með smá útlandaþrá.

[/fusion_text][/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

About The Author

Guðfinna Birta
Ritstjóri og færsluhöfundur

Guðfinna er einn eigandi Gekkó með endalausa þörf fyrir ferðalögum og oftar en ekki með 3-4 ferðir í pokahorninu. Hefur ferðast mestmegnis í Bandaríkjunum og Asíu - en tekið ástfóstri við Mið-Austurlöndin síðastliðin ár. Guðfinna talar líka um ferðalög með börn, enda engin ástæða fyrir því að hætta ferðast til framandi landa þó það fjölgi í fjölskyldunni.

Related Posts

One Response

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.