Okkar loforð

Frá því árið 2015 hefur Gekkó fyrst og fremst verið gjaldfrjáls upplýsingamiðill um allt sem tengist ferðalögum. Árið 2017 fékk Gekkó leyfi frá Ferðamálastofu til að starfa sem Upplýsingamiðstöð og Bókunarþjónusta. Gekkó starfrækir rafræna bókunarþjónustu (e. affiliate marketing) til almennings, fyrir ferðaskipuleggjendur og ferðaskrifstofur innanlands og erlendis. Með því að nýta þér bókunarþjónustu Gekkó styður þú frjálsan og fróðlegan ferðamiðil sem á sér engan líkan á Íslandi.

  • Þar sem Gekkó selur eingöngu ferðatengda þjónustu sem þriðji aðili og tengiliður, þiggur Gekkó söluprósentur sem eru misháar og fara eftir reglum ferðaþjónustuaðila sem Gekkó er í samstarfi við.
  • Gekkó leggur aldrei álag er á ferðir eða athafnir sem seldar eru á vefsíðu Gekkó.
  • Gekkó setur hvorki reglur, né stjórnar ferðum eða athöfnum sem Gekkó selur sem þriðji aðili.
  • Gekkó fer eftir settum reglum samstarfsaðila sem Gekkó er í samstarfi við.
  • Gekkó leggur sig upp úr því að veita upplýsingar, ferðaráðgjöf og þjónustu sem er ávallt almenning fyrir bestu.

Lesa einnig: Siðareglur Gekkó


Við gefum til baka

Gekkó hefur ávallt lagt mikið upp úr ábyrgri, mannúðarmiðaðri og umhverfisvænni ferðamennsku og því rennur hluti ágóða seldra ferða og þjónustu til góðgerðamála. Eins og stendur höfum við ekki ákveðið hverja á að styrkja í ár.
Tilkynning mun berast þess efni þegar það hefur verið ákveðið. Hafir þú góðar hugmyndir um góð málefni sem vert er að styrkja þá viljum við endilega heyra frá þér á ritstjorn@gekko.is

Skráðu þig á póstlista Gekkó til að fá fréttir mánaðarlega [mc4wp_form id="11909"] 

 


Bókunarþjónustur sem Gekkó er í samstarfi við

Trip-Planner frá Inspirock

Við höfum innleitt inspirock bókunar og ferðaskipulagningarhugbúnað sem gerir ferðalöngum kleift að plana og bóka ferðir í nokkrum smellum. Hægt er að búa til sjónrænt ferðaplan og bóka allskonar skoðunarferðir, gistingu og flug í gegnum Trip Planner.
Gekkó deilir söluþóknun af seldum ferðum í Trip-Planner með Inspirock sem er milli 5-15%

 

 

 

 

 

 


TourDesk

Við seljum íslenskar skoðunarferðir og skemmtilegar athafnir í gegnum TourDesk. ÁTourDesk er mikið úrval fjölbreyttra ferða sem hægt bóka hratt og örugglega.
Gekkó deilir söluþóknun af seldum ferðum í TourDesk með TourDesk sem er milli 10-15%

 

 

 

 

 

 


Cookly

Cookly er einskonar þak yfir menningarbundin matarnámskeið sem hægt er að taka víðsvegar um heiminn. Við hjá Gekkó viljum styðja fjölbreytileika og fjölmenningu. Lesendur Gekkó geta bókað sér matreiðslunámskeið hvar sem er í  heiminum, og fer úrvalinu svo sannarlega fjölgandi.

Gekkó fær 7-10% söluþóknun á seldum matreiðslunámskeiðum hjá Cookly.