Þessi grein er unnin í samstarfi við Hótel Frost og Funa.

 

Hótel Frost og Funi er einstaklega fallegt hótel staðsett í Hveragerði, aðeins 40 mínútur frá Reykjavík. Við vorum svo heppin að fá að gista eina nótt á hótelinu og fórum svo sannarlega heim endurnærð og virkilega ánægð með þá aðstöðu og þjónustu sem þau bjóða upp á.

Herbergið

Herbergið sem við gistum í var mjög bjart og fallegt. Það sem okkur fannst sérstaklega flott var að það var mjög hátt til lofts í herberginu og þar af leiðandi virkaði það mjög stórt. Rúmið var einnig mjög þægilegt og við sváfum alveg sérstaklega vel þessa nótt!

 

Aðstaðan

Aðstaðan í kring er virkilega falleg, en hún var megin ástæða þess að við vorum svona spennt að gista á hótelinu. Í garðinum er sundlaug og bak við húsið eru tveir heitir pottar en þar var virkilega notarlegt að slaka á eftir ferðalagið okkar fyrr um daginn. Eftir pottinn skelltum við okkur svo í yndislega heita og góða saunu og komum út algjörlega endurnærð. Umhverfið í kring er líka einstakt og fullt af litlum hverum upp hlíðina.

Veitingastaðurinn Varmá

Á hótelinu er veitingastaðurinn Varmá, þar fengum við sjö rétta máltíð og drukkum vínflösku með. Réttirnir sjö samanstóðu af humarsúpu, hörpuskel, túnfisk, þorski, lambi, nautakjöti og súkkulaði- & gulrótarköku í eftirrétt. Maturinn var ljúffengur og matsalurinn mjög fallegur.

 

Morgunverðarhlaðborð

Innifalið með herbergjunum er morguverðarhlaðborð og þar voru alls konar gómsætar kræsingar t.d vöfflur með súkkulaði og hverabrauð sem er bakað í hver í 24 klst.

 

Fallegir staðir í kring

Það er mikið af fallegum náttúruperlum nálægt hótelinu en t.d er hægt að ganga upp Reykjadalinn og skella sér í heita lækinn þar. Við ákváðum að skoða Kerið, Rauðu hólana að leiðinni að Búrfelli, Gullfoss og Geysir.

Þetta var algjörlega yndisleg ferð í alla staði og við mælum klárlega með rómantískri gistingu á
Hótel Frost og Funa.

Endilega kíkið á @icelandic_travelers á instagram til þess að sjá fleiri myndir og myndbönd frá ferðinni!

Tanja og Sverrir

@icelandic_travelers

 

Lestu líka

Besti dróninn fyrir ferðalög!

Norðurland eystra: Perlurnar mínar

Múrinn í kína – china highlights

 

 

About The Author

Tanja og Sverrir eru ferðaglatt par sem finnst fátt skemmtilegra en að skoða nýja staði saman. Frá því þau byrjuðu saman hafa þau ferðast mikið um Ísland jafnt og aðra staði í Evrópu. Þau hafa mikinn áhuga á ljósmyndun og reyna að fanga öll þeirra dýrmætustu augnablik á filmu. Auk þess að blogga hér eru þau með Instagramið @icelandic_travelers þar sem hægt er að fylgjast nánar með ævintýrum þeirra.

Related Posts

One Response

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.