Við fórum í 8 daga Road Trip um austurrísku, þýsku og ítölsku alpana með smá stoppi í Slóvaníu um páskana. Það er ein besta ferð sem við höfum bæði farið í á ævinni og við mælum klárlega með þessari leið. Hér fyrir neðan er leiðin sem við fórum með plani fyrir hvern dag og gistingu og svo getið þið fengið ferðaplanið okkar beint í æð HÉR og bókað! Inn á instagraminu okkar er líka “story” í “highlights” sem við settum inn á meðan við vorum í ferðinni.

 

Tips;

  • Ekki bóka allt strax! Við t.d breyttum planinu okkar alveg nokkrum sinnum, við vorum bara með gistingu bókaða fyrstu tvo dagana þannig að við gátum ráðið ferðinni alveg eftir það.
  • Notið google maps til að merkja inn staðina sem ykkur finnst áhugaverðir og búið síðan til leið eftir því. Þið getið gert það með því að ýta á Your places → Maps → Create Map.

 

Dagur 1

Obertraun

Við gistum í pínulitlum bæ sem heitir Obertraun fyrstu nóttina okkar í Austurríki. Þessi bær er staðsettur við Hallstätter See sem er rosalega fallegt vatn umkringt fjöllum. Við mælum með því að gista í Obertraun frekar en Hallstatt afþví það er ekki eins troðið og tekur bara 10 mínútur að keyra á milli. Stutt frá er líka útsýnispallurinn “5 fingers” sem er vinsæll meðal ferðamanna, við stoppuðum hins vegar ekki þar.
Gisting; Airbnb

 

Hallstatt

Hallstatt er rosalega fallegur bær hjá Hallstätter See. Húsin í bænum eru í skemmtilegum gamaldags stíl og byggð svolítið inn í fjallið. Það var æðislegt að labba í gegn um bæinn og margt að sjá.

 

Dagur 2

Königsee

Þetta var frábær dagur! Við ákváðum að keyra yfir landmæri Þýskalands og skoða Königsee, en það er ótrúlega fallegt vatn og algjör paradís fyrir útivistarfólk. Það eru margar skemmtilegar gönguleiðir þarna í kring og útsýnið er engu líkt, síðan er líka hægt að taka ferju yfir í hinn enda vatnsins. Margir möguleikar í boði fyrir alls konar ferðalanga.

 

Innsbruch

Við keyrðum aftur til Innsbruck og gistum í tjaldi á tjaldsvæði sem heitir Ferienparadies Natterer See. Það var ííííískalt! Mælum ekki með að gista í tjaldi í austurísku Ölpunum að vetri til!

Dagur 3

Eibsee og Plansee

Hjá landamærum Austurríkis og Þýskalands eru tvö önnur mjög falleg vötn. Eibsee er í Þýskalandi en það var frosið þannig við gátum labbað alla leið að eyju sem er í miðju þess. Til þess að vera hreinskilin vorum við smá svekkt yfir því að það hafi verið frosið en skemmtileg upplifun samt sem áður. Plansee er í Austurríki og sem betur fer var það ekki frosið! Það er fallega grænt á litinn og mikið af háum fjöllum í kring.

 

Highline 179

Við rákumst á Highline 179 á leiðinni til Plansee en það er hengibrú í 114 m hæð sem tengir saman rústir Ehrenburg kastala við Claudia virkið. Sögulegur staður með smá tvisti, mælum með fyrir þá sem eru ekki lofthræddir!

Gisting; Hótel í Innsbruck.

 

Dagur 4

Heitur pottur með útsýni

Á fjórða degi keyrðum við til Ítalíu og fundum Hotel & Chalets Edelweiss af einskærri tilviljun, vá hvað við vorum heppin! Eftir mikla keyrslu fyrstu dagana ákváðum við að taka smá slökunardag og reyna að finna spa, eftir smá leit fundum við hið fullkomna spa nálægt húsinu sem við gistum í. Við nutum þess í BOTN, oh hvað það var næs!

Gisting; Airbnb.

 Sundbolurinn er gjöf frá Secret of Iceland

Dagur 5

Karersee

Eitt fallegasta útsýni yfir hinu frægu Dolomites fjöll í Ítalíu eru frá Karersee. Karersee er í um 1500 metrum yfir sjávarmáli þannig vatnið var frosið sem var aftur smá svekkelsi en samt sem áður magnað að sjá fjöllin frá vatninu!

 

Cortina d’Ampezzo

Við kíktum við í Cortina d’Ampezzo sem er lítill krúttlegur bær hjá Dolomites fjöllunum, þar er líka mjög fallegt útsýni yfir fjöllin.

Starlight room

Fimmtu nóttina gistum við í litlum kofa í um 2500 m hæð. Á þessum kofa eru rúður allan hringinn og tilfinningin er eins og að vera sofandi undir berum himni. Því miður var þoka þegar við gistum þar sem var mjög leiðilegt afþví þetta er örugglega mögnuð upplifun þegar það er heiðskírt. Innifalið í gistingunni er fjögurra rétta máltíð með víni. Hér bókuðum við þennan pakka.

 

Dagur 6

Garda Lake

Við ákváðum að reyna að flýja þokuna svo við breyttum planinu okkar og héldum leið okkar að Garda vatni. Þegar við komum þangað var ennþá þoka þannig við ákváðum að vera bara róleg, fá okkur eitthvað gott að borða og bíða til morguns.

Gisting; Airbnb.

Dagur 7

Feneyjar

Það var ekki á dagskránni hjá okkur að fara til Feneyja en við kíktum á veðurspána og sáum að besta veðrið var þar. Feneyjar er mjög vinsæll áfangastaður meðal ferðamanna þannig búið ykkur undir mikinn fjölda á litlu svæði ef þið farið þangað. Staðurinn er samt sem áður virkilega fallegur, gondólar út um allt og vatnsvegir á milli húsa. Mjög rómantísk upplifun.

Gisting; Gistihús í Bled. 

 

Dagur 8

Bled

Leigið ykkur árabát ef þið farið til Bled! Bled er fallegt vatn en í miðju þess er lítil eyja og á eyjunni er kirkja sem hægt er að skoða. Það var mjög mikil rigning þegar við vorum þar en það gerði ekkert til, það var jafnvel bara skemmtilegra. Á hæð við hliðina á vatninu er síðan Bled kastali en það kostar að skoða hann.

Gisting; Airbnb í Budapest.

 

Þetta var 8 daga ferðin okkar og við erum virkilega ánægð með hana þrátt fyrir leiðilegt veður nokkra daga og frosin vötn. Við mælum með því að fara frekar að sumri til eða allavega aðeins eftir Páska. Ef það vakna einhverjar spurningar eða þið viljið sjá fleiri myndir erum við mjög virk á Instagram og svörum öllum þar! Við viljum líka endilega sjá ykkar myndir eða heyra ykkar upplifun af stöðunum sem við höfum nefnt hér þannig endilega sendið okkur skilaboð! Trip planner er svo algjör snilld og góð leið til að búa til og skipuleggja ferðina!

Hér er smá myndband sem við bjuggum til frá ferðinni:


Tanja og Sverrir
Instagram @icelandic_travelers

 

 

Lesið líka;

Ódýrir staðir í Evrópu til að skoða í sumar!

Hvernig á að taka flottar myndir sem par?

Besta jólagjöf í heimi

Ferðaöryggi og hagnýtir linkar

Þrjátíu ferðahökk beint í æð fyrir 2018

About The Author

Tanja og Sverrir eru ferðaglatt par sem finnst fátt skemmtilegra en að skoða nýja staði saman. Frá því þau byrjuðu saman hafa þau ferðast mikið um Ísland jafnt og aðra staði í Evrópu. Þau hafa mikinn áhuga á ljósmyndun og reyna að fanga öll þeirra dýrmætustu augnablik á filmu. Auk þess að blogga hér eru þau með Instagramið @icelandic_travelers þar sem hægt er að fylgjast nánar með ævintýrum þeirra.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.