[fusion_builder_container hundred_percent=”no” equal_height_columns=”no” menu_anchor=”” hide_on_mobile=”small-visibility,medium-visibility,large-visibility” class=”” id=”” background_color=”” background_image=”” background_position=”center center” background_repeat=”no-repeat” fade=”no” background_parallax=”none” parallax_speed=”0.3″ video_mp4=”” video_webm=”” video_ogv=”” video_url=”” video_aspect_ratio=”16:9″ video_loop=”yes” video_mute=”yes” overlay_color=”” video_preview_image=”” border_size=”” border_color=”” border_style=”solid” padding_top=”” padding_bottom=”” padding_left=”” padding_right=””][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=”1_1″ layout=”1_1″ background_position=”left top” background_color=”” border_size=”” border_color=”” border_style=”solid” border_position=”all” spacing=”yes” background_image=”” background_repeat=”no-repeat” padding=”” margin_top=”0px” margin_bottom=”0px” class=”” id=”” animation_type=”” animation_speed=”0.3″ animation_direction=”left” hide_on_mobile=”small-visibility,medium-visibility,large-visibility” center_content=”no” last=”no” min_height=”” hover_type=”none” link=””][fusion_text]

Kosta Ríka er land í Mið- Ameríku og á landamæri við Nicaragua og Panama. Þar eru fallegar strendur, töfrandi bæir, regnskógar og fjölbreytilegt dýralíf. Ef þetta er fyrsta skiptið þitt í Kosta Ríka og þú hefur aðeins takmarkaðan tíma en vilt rjómann af því besta sem er í boði í Kosta Ríka þá mælist sérstaklega með eftirfarandi.

Ziplining í Monteverde

Fljúgðu í gegnum skóginn á línu í allt að 100 metra hæð. Nýtt og spennandi sjónarhorn til að upplifa náttúru Kosta Ríka.  Ef þú finnur fyrir lofthræðslu skaltu íhuga hvort þú þorir að skella þér en ef þú ert til í smá áskorun þá geturu smellt þér í ofurhetjubúning og flogið eins og Súperman á lengstu línunni sem er 750 metrar.  Adrenalín sparkið er svakalegt og það skemmir ekki að eftir ziplining stendur þér til boða að skella þér í teygjustökk.

Kvöldganga í regnskóginum í Monteverde

Smelltu þér í göngu eftir myrkur með náttúru leiðsögumanni og sjáðu öll dýrin sem fela sig á daginn.  Upplýsta sporðdreka, tarantúlur í göngutúr, krúttlegu letidýrin, furðulega fugla sem þú mannst ekki nöfnin á skrefinu lengri því að hey, þarna er annar furðufugl.

La Fortuna foss

75 metra hár foss við rætur eldfjallsins. Fossinn fellur ofan í stóra laug þar sem hægt er að baða sig í köldu vatninu. Það er þó algjör draumur þar sem hitinn getur verið ótrúlegur, hvað þá ef þú gekkst eða hjólaðir 6 km metra löngu og bröttu brekkuna frá bænum. Það kostar eitthvað smotterí inn en það er alveg þess virði að líta við ef þú hefur nægan tíma. Það er líka alveg ábyggilegt að það verður krúttlegur hundur til að taka á móti þér og mikið úrval af ís.

Rafting frá La Fortuna til San Jose

Til hvers að sitja í rútu í marga klukkutíma þegar þú getur farið á bát og siglt á leiðinni í rafting. Áin er kraftmikil en samt er nægur tími til að dást að ótrúlegri náttúrufegurðinni, hlusta á fuglana syngja, niðinn í ánni og horfa á köngulær spinna risa stóra vefi í trjánum. Töfrandi dásemd. Vá.

Manuel Antonio National Park

Þessi þjóðgarður er fallegri en myndirnar sýna- og það gerist nú ekki oft. Ótrúlegt landslag ef þú leggur á þig smávegis göngu en dásamleg strönd með hvítum sandi og tærbláum sjó ef þú nennir því ekki. Þú hittir apa í návígi og passaðu þig á því að hafa ekki bakpokann þinn opin eða of langt frá þér- því þá munu þvottabirnir stela dótinu þínu.

Maturinn

Njóttu þess að raða í þig taco, burrito og öðru mið -amerísku góðgæti og njóttu sólarinnar (að minnsta kosti þegar það er ekki rigningartímabil). Prófaðu ógrinni af götu mat- en veldu samt götustandana þína vel. Þú vilt ekki þurfa að eyða ferðadögunum þínum í veikindi.


RAKEL RÓS

[/fusion_text][/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

About The Author

Gestabloggarar eru ýmsir aðilar sem hafa frumsent okkur greinarnar sínar eða leyft okkur að endurbirta greinar eftir sig af öðrum miðlum. Vilt þú birta færslu á Gekkó? Ýttu á umslagið í horninu eða sendu okkur póst á ritstjorn@gekko.is og við kíkjum á þetta saman!

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.