[fusion_builder_container hundred_percent=”no” equal_height_columns=”no” menu_anchor=”” hide_on_mobile=”small-visibility,medium-visibility,large-visibility” class=”” id=”” background_color=”” background_image=”” background_position=”center center” background_repeat=”no-repeat” fade=”no” background_parallax=”none” parallax_speed=”0.3″ video_mp4=”” video_webm=”” video_ogv=”” video_url=”” video_aspect_ratio=”16:9″ video_loop=”yes” video_mute=”yes” overlay_color=”” video_preview_image=”” border_size=”” border_color=”” border_style=”solid” padding_top=”” padding_bottom=”” padding_left=”” padding_right=””][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=”1_1″ layout=”1_1″ background_position=”left top” background_color=”” border_size=”” border_color=”” border_style=”solid” border_position=”all” spacing=”yes” background_image=”” background_repeat=”no-repeat” padding=”” margin_top=”0px” margin_bottom=”0px” class=”” id=”” animation_type=”” animation_speed=”0.3″ animation_direction=”left” hide_on_mobile=”small-visibility,medium-visibility,large-visibility” center_content=”no” last=”no” min_height=”” hover_type=”none” link=””][fusion_text]

Fyrir nokkrum vikum tók ég þátt í leik Icelandair Hotels og Höfuðborgarstofu um að vera ferðamaður í eigin borg. Maður átti að nefna þrjá uppáhaldsstaðina sína í Reykjavík og þá fór maður í pott og gat unnið hótelgistingu á Icelandair hóteli og aðgang á vinsæla ferðamannastaði í Reykjavík. Ég datt svo sannarlega í lukkupottinn en ég vann í þessum leik og eyddi því nóttinni á Reykjavík Natura á sumardaginn fyrsta.

Óvænt ánægja

Við innritun býður starfsmaðurinn í móttökunni mér að upgrade-a í betra herbergi því það væri laust. Ég tók því nú fagnandi og ég og kærastinn minn enduðum á að gista í einni af svítu hótelsins! Ég var eins og barn á jólunum. Hljóp útum alla svítuna og leið eins og algjörri prinsessu. Já.. ég skammast mín bara ekkert fyrir það!

Reykjavík City Card

Það sem kom mér á óvart var hversu skemmtilegt program Icelandair hotels eru með fyrir ferðamenn. Þar á meðal eru svokölluð Gestakort sem heita Reykjavík City Card. Ég vissi t.d. ekki að slík væru til en auðvitað mjög sniðugt að vera með svoleiðis og að bjóða ferðamönnum uppá þau.  Gestakortin veitir frían aðgang inná eftirfarandi staði: allar sundlaugar Reykjavík, Þjóðminjasafnið, Listasöfn Reykjavíkur & Listasafn Íslands (Hafnarhúsið, Kjarvalstaði og Ásmundarsafn), Borgarsögusöfnin (Árbæjarsafn, Víkina, Landnámssýninguna og Ljósmyndasafn Reykjavíkur), Fjölskyldu og húsdýragarðinn og í ferjuna til Viðeyjar. Einnig er frítt í strætó á svæði 1 og ég sé að með áframhaldandi ferðamannstraum inn í landið að strætóverðið fari lækkandi og að almenningssamgöngur verða notaðar miklu meira en þær eru gerðar.

Reykjavík City Card kostar 3.000 fyrir fullorðna í einn sólahring og einnig er fullt af afsláttum með þessu korti sem hægt er að skoða inná http://www.visitreykjavik.is/travel/reykjavik-city-card. Þetta er þrælsniðugt fyrir þá sem að hafa ekki tíma til þess að fara erlendis í sumar og/eða vilja eyða tímanum í höfuðborginni.

Takk fyrir mig Icelandair Hotels og Höfuðborgarstofa 🙂

[/fusion_text][/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

About The Author

Guðfinna Birta
Ritstjóri og færsluhöfundur

Guðfinna er einn eigandi Gekkó með endalausa þörf fyrir ferðalögum og oftar en ekki með 3-4 ferðir í pokahorninu. Hefur ferðast mestmegnis í Bandaríkjunum og Asíu - en tekið ástfóstri við Mið-Austurlöndin síðastliðin ár. Guðfinna talar líka um ferðalög með börn, enda engin ástæða fyrir því að hætta ferðast til framandi landa þó það fjölgi í fjölskyldunni.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.