googleb4b60998f2a4fbdf.html

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Regnpokinn og Hrím Hönnunarhús.

Við bloggararnir á Gekkó fengum að prófa Regnpokann frá Hrím. Pokinn er frábær fyrir allskonar útivist. Hann er vatnsheldur og mjög sterkur. Hann er tilvalinn poki til að hafa meðferðis í hverskyns vatnasport útivist sem krefst mikillar vatnsheldni til að halda búnaði óhultum frá vatns- og rakaskemmdum. Auk þess nýtist hann ágætlega sem poki undir blautan búnað. Þar má nefna blautan neoprene fatnað og sundföt því hann hann getur einnig einangrað bleytu innanfrá.

Við bloggarnir á Gekkó prófuðum pokann undir mismunandi aðstæðum og fyrir neðan er það sem við höfum að segja.

Berglind Jóhanns

5 lítra Regnpokinn hentar mér mjög vel í dagsferðir. Ég geymi myndavélina mína í pokanum ásamt þeim fáu hlutum sem maður þarf yfirleitt í dagsferðir. Ég get vel mælt með því að fjárfesta í Regnpoka! þú kemur fyrir öllu því nauðsynlega og þarft ekki að hafa neinar áhyggjur á því að dótið þitt blotni á meðan þú ert að njóta, þó það komi allt í einu rigning eins og við þekkjum vel á Íslandi.
Vil einnig taka það fram að hann er fullkominn í dagsferðir í heitu laugar landsins og hann er smart!

Elín Kristjáns

Ég hef mikið notað pokann þegar ég fer í sjósund í Nauthólsvík. Mér finnst algjör snilld að setja blauthanskana og skóna ásamt sundbolnum ofan í Regnpokann eftir sundsprettinn. Mér finnst hann einstaklega hentugur ef ég kemst ekki heim strax til að hengja dótið mitt upp. Blauta dótið er þá bara ofan í Regnpokanum meðan allt annað er í annarri tösku alveg óhullt frá bleytu!

Ég prófaði pokann líka á SUP-i eða Stand up paddle boarding á Hafravatni og var því með pokann úti á vatni með mér. Ég hafði tvo síma og myndavélina mína ofan í pokanum. Það var hanki á brettinu sem ég var á og gat því smellt pokann fastan við brettið ef ske kynni að ég dytti af brettinu. Ég prófaði ekki að henda pokanum ofan í vatnið en hann var vel loftþéttur, sem þýðir að ef ég lokaði honum án þess að lofttæma hann þá flýtur hann alveg 100% ef ske kynni að hann dytti ofan í vatnið. Það sem mér finnst algjör snilld við þennan poka er smellan + axlarböndin ef mig langar að hafa hann á bakinu. Enda eru það í raun axlarböndin sem skera Regnpokann frá Hrím frá öðrum pokum með svipaða eiginleika.

Selma Kjartans

Mér finnst Regnpokinn æði og þá sérstaklega af því hann er alveg vatnsheldur og hentar fullkomlega fyrir íslenska verðurfarinu. Það er snilld að geta geymt allar græjur og dót á bakinu, án þess að þurfa að troða öllu fyrst ofan í plastpoka og krossa svo fingur um að ekkert blotni þegar mesta demban skellur á! Pokinn er mjög léttur og hentar því vel í stuttar ferðir, sem og í bæjarröltið, enda töff! Ef um lengri ferðir er að ræða, er hægt að rúlla Regnpokanum saman og stinga ofan í annan stærri bakpoka, til að halda öllu því mikilvægasta alveg þurru.

Þetta er því tilvalinn poki fyrir allskyns útivist!

Guðfinna Birta

Ég hef notað bakpokann minn mikið í sumar. Hann kom sér mjög vel þegar að við ákváðum að stoppa í náttúrulaugum á Vestfjörðum. Það sem kom mér helst á óvart var hversu miklu drasli er hægt að troða í þennan poka! En ég notaði pokann líka bara sem ferðapoka (án þess að láta reyna á vatnsheldni hans eða þess háttar). Mér finnst hann mjög þæginlegur, flottur og svo er hann líka sanngjarn í verði. Hann er fullkomin í hvaða ferð sem er, hvort sem þið eruð að fara í köfun, kayak, fjallgöngu eða sund. Þessi poki fær öll mín meðmæli, í 100% einlægni.

Íris

Það sem Regnpokinn minn hefur komið að góðum notum. Ég valdi mér 10L poka sem ég sé svo alls ekki eftir. Hann virkar mjög vel sem handfarangurspoki þar sem hann virðist vera einhverskonar afbrigði af Mary Poppins tösku. það er endalaust hægt að troða! Eins og stelpurnar hafa komið inná hérna að ofan kemst hann sér afskaplega vel hérna heima til að halda blautu frá þurru eða öfugt.

Ég notaði minn mjög mikið í 5 vikna ferð minni um Kúbu og Hondúras og kom hann að góðum notum þegar ég þurfti að flytja mitt allra nauðsynlegasta út í grenjandi rigningu, korter í fellibyl. Ég tók hann með mér á hverjum degi að kafa í Hondúras til að halda fötunum mínum, myndavélabúnaði og öðru þurru og stóðst hann algjörlega væntingar. Hann hélt dótinu heilu og þurru í moldugum og blautum reiðtúrum í vestur-Kúbu og kom sér vel á ströndinni og svo var mjög auðvelt að þrífa hann eftirá.
Fyrir ævintýra apa eins og mig, sundfólk og náttúrulauga unnendur er hann fullkominn. Hann er ekki bara töff heldur agalega handy líka. Ég mæli klárlega með!

Við þökkum kærlega fyrir okkur og hvetjum ykkur til þess að næla ykkur í þessa snilld sem allra fyrst!

Gekkó

 

Regnpokinn frá Hrím Hönnunarhús: Skyldueign fyrir ferðalangann
Mjög góður poki sem nýtist vel í útivist af öllu tagi.
Verð90%
Gæði85%
Notagildi80%
Það sem er gott
  • Sterkur
  • Alveg vatnsheldur
  • Flottur
Það sem mætti bæta
  • Mættu framleiða stærri poka en 10L
  • Vonumst til að sjá aðrar útfærslur t.d. fyrir stærri hluti eins og tölvur og bækur
85%Regnpoki

About The Author

Guðfinna Birta
Ritstjóri og færsluhöfundur

Guðfinna er einn eigandi Gekkó með endalausa þörf fyrir ferðalögum og oftar en ekki með 3-4 ferðir í pokahorninu. Hefur ferðast mestmegnis í Bandaríkjunum og Asíu - en tekið ástfóstri við Mið-Austurlöndin síðastliðin ár. Guðfinna talar líka um ferðalög með börn, enda engin ástæða fyrir því að hætta ferðast til framandi landa þó það fjölgi í fjölskyldunni.

Related Posts

One Response

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega