Í kvöld var mér boðið í opnunarpartý og sýnisferð í Raufarhólshelli en hellirinn hefur verið lokaður almenning frá því um áramót.

Þann fyrsta júní síðast liðinn var hellirinn opnaður á ný eftir að hafa verið endurgerður og síðan hafa um 15.000 gestir skoðað hellinn við góðar undirtektir.

Hellirinn er um 5200 ára gamall og er á náttúruminjaskrá. Hann liggur í Leitarhrauni í Ölfusi og er í um 30 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík. Hann er fjórði stærsti hraunhellir landsins.
Hellirinn var farinn að láta á sjá eftir mikin umgang ferðamanna og var því mikið verkefni að taka til og hreinsa út allskyns rusl og drasl sem safnast hafði í hellinum síðustu ár og er þetta því ekki síður frábært umhverfisverkefni en markmið eigenda fyrirtækisins er að geta skilað af sér hellinum í sama, ef ekki betra ásigkomulagi.

Aðkoman og aðstaðan almennt fannst mér alveg til fyrirmyndar og er öryggi gesta og starfsmanna að sjálfsögðu sett í fyrsta sæti. Við fórum inn í hellinn í þrjátíu manna hópum og fengum öll hjálm með ljósi og gadda undir skóna okkar.

Leiðsögufólk hellisins hafa öll fengið góða öryggis- og jarðfræði kennslu og fannst mér ég fá mikið af upplýsingum um hellinn og sögu hans.

 

Upplifunin að fara í hellinn, skoða og sjá ummerki eftir mörg þúsund ára eldgos og jarðhræringar fannst mér mögnuð. Litirnir og mynstrin í hellinum voru líka svo ótrúlega fín fyrir minn litla kreatíva haus og ekki skemmdi það fyrir að upplifa allgjört myrkur og þögn þegar við komum inn að miðjum helli og allir slökktu á ljósunum sínum og lokuðu munninum í nokkrar sekúndur.

Tvennskonar ferðir eru í boði. Annarsvegar Standard Lava Tour, sem er um klukkutíma ferð og fróðleikur um hellinn. Extreme Lava Tunnel Tour er síðan þriggja til fjögurra tíma ferð alla leið að endistöð en sú leið er um 1 km en krefst klettaklifurs í myrkri með aðeins höfuðljós. Ég eginlega verð að fara aftur fljótlega og prufa extreme túrinn!

Ferð í Raufarhólshelli er skemmtileg og fræðandi afþreyging.
Klárlega eitthvað sem ég mæli með að allir prufi og er eitthvað sem hentar fólki á öllum aldri.

 

Takk kærlega fyrir mig Raufarhólshellir! 

 

Raufarhólshellir
Mjög áugavert og fróðlegt.
Verð58%
Fagleiki95%
Aðbúnaður og öryggi95%
Skemmtun85%
Hvað fannst mér gott?
  • Fagmannlega er staðið að hverju einasta smáatriði.
  • Starfsfólkið er skemmtilegt og tilbúið að svara öllum þeim spurningum sem gestirnir kunna að hafa.
  • Aðstaðan er góð. Húsið fellur inn í náttúruna og bílastæði rúma marga bíla sem og rútur.
Hvað mætti bæta?
  • Á meðan ég skil vel að hellirinn er alls ekki ódýr í rekstri miðað við umgjörð og fagmannleika myndi ég vilja sjá verðið lækka í það minnsta örlítið.
83%Overall Score

About The Author

Íris Ösp
Færsluhöfundur

Íris fer öðruvísi leiðir í lífinu og við höfum ótrúlega gaman af því! Ekki nóg með það að vera listamaður heldur bjó þessi reynslubolti á Grænlandi í um sex ár og lærði þar myndlist sem og ýmislegt annað. Hún lærði fatahönnun í lýðháskóla í Danmörku og stundaði ferðatengt starfsnám í Lapplandi. Íris hefur ferðast um víðann völl og þrátt fyrir að vera kuldaskræfa er hún algjör expert í ferðalögum um Grænland og kaldar slóðir.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.