Tvennt er það sem við íslendingar erum óvanir en mætum víða í Asíu og öðrum þriðja heims ríkjum en það er að greiða þjórfé og prútta um verð. Við erum vön skýrt framsettu verði sem innifelur alla þjónustu.

Þjórfé

Það er ekki auðvelt að veita ráð í þessum efnum Það þykir sjálfsagt en er samt ekki skylda
samkvæmt ótrúlega lágum taxta að skilja eftir smá aukalega fyrir þjóna á veitingastöðum og jafnvel að gauka nokkrum aurum aukalega að leigubílstjórum sem aka samviskusamlega eftir gjaldmæli. Eins er gott að hafa smáseðla við hendina og rétta burðarmönnum sem aðstoða við að ferja farangur á hótelum.

Prútt

Ekki er heldur auðvelt að veita ráð um prútt. Helst er þó að benda á að þar sem verðmiðar eru skýrir, t.d. í hefðbundnum verslunum er ekki viðeigandi að prútta. Helst er prúttað á götu- og næturmörkuðum. Ágætt að byrja á að fella verðið um helming og skiptast svo á verðtillögum við kaupmanninn með bros á vör og sættast við 70-90% af upphaflegu verði. Ef þú ert sátt/ur við verðið þá er það rétta verðið. En mikilvægasta lexían í þessum efnum er að halda jafnaðargeði og taka prúttinu ekki persónulega.

About The Author

Elín Kristjánsdóttir
Ritstjóri, vefstjóri og færsluhöfundur

Án Elínar væri Gekkó ekki til. Hún er stofnandi og einn af eigendum Gekkó, og nýtur hvert tækifæri sem gefst til að pakka í tösku og fara í ferðalag eða einhverskonar ævintýri. Einnig er hún líka mikið úthafs og náttúrubarn og hefur gaman að öllu sem viðkemur vatnasporti og fjallamennsku. Elín spáir mikið í mannlega þættinum og tilgangi lífsins og elskar að vinna með fólki. Hún hefur m.a. lært að kenna þerapíuna Lærðu að elska þig eftir Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur og er því viðurkenndur kennari í Þerapíunni. Elín hjálpar fólki að öðlast sjálfstraust til að lifa lífinu á eigin forsendum.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.