Jæja þá er ég komin heim eftir langa helgi í Prag. Það er ótrúlegt hvað svona stutt frí getur gert fyrir sálina og mér finnst alveg nauðsynlegt að skella sér í eina helgarferð á ári!

En Prag var mjög næs borg. Allar byggingarnar þarna eru náttúrulega stórkostlegar og sagan sem þessi borg á er ótrúleg. Við flugum með Wizz air en ég hafði aldrei flogið með þeim áður. Þeir fljúga beint til Prag og tekur flugið um 3 og hálfan tíma. Við gistum í Airbnb íbúð í 20 mínútna göngufæri við miðbæinn sem okkur fannst mjög þæginlegt. Gistingin þarna kostaði mjög lítið eða um 5.000 krónur nóttin á mann.

Nokkrir hlutir sem ég mæli með:

Old town square

Einn vinsælasti túristastaðurinn. Afskaplega fallegar byggingar, búðir, veitingastaðir og söfn. Þarna mæli ég með að eyða sem mestum tíma. Það eru ferlega sætar hliðargötur sem hægt er að labba og svo er Karlsbrúin rétt hjá. Þarna er líka hægt að fá ljúffent Trdelník sem er bakkelsi að hætti Tékka. Mjög gott! Ég fékk mér með ís í miðjunni þar sem hitinn var óbærilegur og ég þurfti að kæla mig niður.

Karlsbrúin

Karlsbrúin liggur yfir Vltava ánna í Prag. Alls eru um 17 brýr sem fara þarna yfir en Karlsbrúin er eina göngubrúin. Þarna var mikil mannmergð en samt gaman að labba yfir brúnna, skoða listaverk og taka myndir. Það er stutt frá gamla bænum að fara að brúnni og þegar að maður er kominn yfir hana er stutt í dómkirkjuna.

Strahov Monastery

Þarna fórum við á veitingarstaðinn Bella Vista sem er með fáránlega flottu útsýni yfir borgina. Ég get ekki mælt með matnum en þetta er fullkominn staður til þess að fá sér drykk (þeir voru í lagi) og njóta útsýnisins. Það er mjög gaman að labba frá Bella Vista og að St. Vitus dómkirkjunni.

Smá samantekt…

Kostir
  • Prag er mjög ódýr borg. Leigubílar/Über eru alls ekki dýrir.
  • Bjórinn er ódýrari en vatnið
  • Það má drekk vatn úr krananum
  • Maturinn er mjög ódýr
  • Falleg borg og hægt að ganga allt
Gallar
  • Mér fannst maturinn ekkert spes (jújú ódýr en ekki nógu bragðgóður) – Stefán er mjög ósammála mér en ég er lítið fyrir steikur og þannig mat.
  • Þjónar á veitingarstöðum á túristasvæðum komnir með miiikið leið á ferðamönnum

 

Guðfinna

Ég er á Instagram!

 

About The Author

Guðfinna Birta
Ritstjóri og færsluhöfundur

Guðfinna er einn eigandi Gekkó með endalausa þörf fyrir ferðalögum og oftar en ekki með 3-4 ferðir í pokahorninu. Hefur ferðast mestmegnis í Bandaríkjunum og Asíu - en tekið ástfóstri við Mið-Austurlöndin síðastliðin ár. Guðfinna talar líka um ferðalög með börn, enda engin ástæða fyrir því að hætta ferðast til framandi landa þó það fjölgi í fjölskyldunni.

Related Posts

2 Responses

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.