Í eina mínútu var ég búin að gleyma reglunni minni, lífs reglunni! – að ég gef upplifanir í gjafir.
Ég spurði á því augnabliki bróðir minn hvað hann óskaði sér í 11 ára afmælisgjöf og var þess vegna að búast við því að hann myndi biðja mig um bók eða nýtt hjólabretti.

Hann var svo aldeilis ekki búinn að gleyma þessari hefð okkar (enda frábær hefð!) og bað mig um annaðhvort köfunarferð í Silfru eða eldfjalla-eitthvað.

Lestu líka: Besta jólagjöf í heimi

Ég lagði höfuðið í bleyti og skoðaði möguleikana í kring um okkur. Mig langaði að vanda valið sérstaklega í þetta skipti þar sem að þessi hefð getur auðveldlega farið úr böndunum með því að ég sé endaualst að reyna að toppa síðustu ferð. Mig langar að hafa gott jafnvægi í gjöfunum svo að þessi hefð geti enst sem lengst.

Þess vegna fannst mér tilvalið að bjóða honum á jöklasýningu í Perlunni og  halda þannig dálítið áfram með jöklaþemað en í jólagjöf fékk hann jöklaferð upp á Sólheimajökul.

Við röltum í góðu veðri í gegnum Öskjuhlíð að Perlunni – Hugi vissi ekkert hvert hann var að fara en fékk lítil hint á leiðinni. Hann hafði ekki komið í nýja og uppgerða Perlu og hélt þessvegna að við værum að fara á kaffihús og fá okkur ís, eins og við gerðum stundum þegar hann var lítill.
Þessvegna varð hann dálítið hissa þegar að við komum loks inn í Perluna og strax inn í jökla safnið.

Fyrri partur safnsins er almennt um undrið sem íslensk náttúra er, flekahreyfingu, eldgos og náttúrulíf.
Seinni parturinn og aðal aðdráttaraflið er síðan manngerður íshellir sem líkir eftir “the real deal”
Við vorum komin u.þ.b háltíma áður en leiðsögn um sjálfan íslhellinn hófst svo við höfðum nægan tíma í að skoða okkur um sem litla snillingnum honum bróðir mínum fannst mjög skemmtilegt.

Íshellirinn kom síðan algjörlega á óvart. Við fengum jakka því hellirinn er í raun kaldari en alvöru íshellir þar sem hann þarf alltaf að vera kældur niður til þess að hann bráðni ekki. Við fengum síðan alveg frábæra leiðsögn og fræðslu um jökla á Íslandi og annarsstaðar.

Eftir um rúman klukkutíma í safninu röltum við svo upp á efstu hæð og fengum okkur ís (að sjálfsögðu) og kaffi.

Hugi krútt var ekkert smá sáttur við þetta allt saman og gerði instastory á meðan við vorum í hellinum.
Þessi ferð er þessvegna “Hugi approved”  (Þið getið fundið hann á Instagram undir @hugi105)
og við mælum öll með!

 

Íris
instagram

Perlan: 11 ára afmælisgjöf
Í heildina var upplifunin frábær og fræðandi. Leiðsögukonan okkar virtist vita allt um íshella og gat svarað öllum spurningum og meira til.
Staðsetning
Verð
Fagleiki
Öryggi og aðbúnaður
Það sem okkur fannst frábært
  • Leiðsögukonan virtist vita allt og var sjálf mjög áhugasöm
  • Þar sem framkvæmdir eru í gangi í Perlunni er veittur mjög rausnarlegur afsláttur á meðan á því stendur
  • Við fengum yfir okkur vesti sem kom sér vel því það var ansi kalt innn í hellinum
Það sem okkur fannst minna frábært
  • Framkvæmdirnar geta verið truflandi og gefið manni þá tilfinningu að maður sé að missa af einhverju sem er ekki aðgengilegt á þeim tímapunkti en það gefur í staðinn góða ástæðu til að koma aftur.
4.7Overall Score

About The Author

Íris Ösp
Færsluhöfundur

Íris fer öðruvísi leiðir í lífinu og við höfum ótrúlega gaman af því! Ekki nóg með það að vera listamaður heldur bjó þessi reynslubolti á Grænlandi í um sex ár og lærði þar myndlist sem og ýmislegt annað. Hún lærði fatahönnun í lýðháskóla í Danmörku og stundaði ferðatengt starfsnám í Lapplandi. Íris hefur ferðast um víðann völl og þrátt fyrir að vera kuldaskræfa er hún algjör expert í ferðalögum um Grænland og kaldar slóðir.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.