Apríl Harpa Smáradóttir, ein af stofnendum Gekkó sem nú í dag bloggar á bloggsíðu sinni um líf sitt og ferðalög á rvkgypsy.com fór fyrr á árinu í hálfsárs andlegt ferðalag inn á við. Hún fór meðal annars til Indlands þar sem hún lagði stund á jógakennaranám, til Filippseyja þar sem hún tók meistararéttindi í fríköfun og til Nepal þar sem hún sat mikið í hofum við hugleiðslu. Apríl spilaði ferðalag sitt svolítið á eyrunum og rambaði inn á pílagrímsgöngu í Indlandi þar sem 100 manns af búddískum munkum, nunnum og pílagrímum frá Taílandi gengu hundruði kílómetra og báðu fyrir heimsfrið. Við fengum góðfúslegt leyfi hennar Apríl til að endurbirta neðangreinda færslu en þar segir hún frá þessari mögnuðu upplifun í máli og myndum.

Gefum Apríl orðið…

Ókei ég er búin að skrifa þetta blogg svona fjórum sinnum núna. Í rauninni hef ég ekki hugmynd hvernig ég á að koma þessari upplifun í orð!

20170616_105711

En til þess að gera (mjög) langa sögu stutta, þá kláraði ég tveggja vikna pílagrímsgöngu með 50 thailenskum búdda múnkum meðfram og yfir Himalaya fjöllin á Indlandi. Þetta var algjörlega óplanað og ég skil varla enn þann daginn í dag  hvernig mér tókst að koma sjálfri mér í þetta ævintýri. Ég er ekkert smá þakklát fyrir röð þeirra atburða sem áttu sér stað og skiluðu mér í þessa göngu!

Við vorum þrjú útlendingarnir sem flæktust með en annars var þetta ca. 100 manna hópur allt í allt.

Screen Shot 2017-07-18 at 2.45.34 PM

Um gönguna

Tvisvar á ári koma 50 munkar og um 10 nunnur saman til þess að vekja athygli á heimsfrið. Fyrsta gangan á sér stað í Thailandi, en sú seinni á Indlandi. Gangan er einhverskonar “Walking meditation” þar sem munkarnir nota sérstaka núvitundaraðferð á meðan gengið er. Eitt skref í einu… eitt skref í einu… eitt skref í einu tókst okkur að covera yfir 250 km af stórkostlegri náttúru í gegnum Indland og enduðum síðan í Ladakh.

FB_IMG_1498541513332

Hvernig stuðlar þetta að heimsfrið?

Að mínu mati er epískasta og stórkostlegasta ferðalag sem þú getur einhverntíman farið á í raun innávið. Prófaðu að labba 250 km og upp 14.000ft með fulla núvitund í hverju einasta skrefi. Prófaðu að borða hvern einasta mat með fulla núvitund í tvær vikur. Prófaðu að lifa í veröld þar sem þú hefur enga stjórn á því hvar þú sefur eða ferð á klósettið. Prófaðu að hugleiða og biðja í tvo klukkutíma á morgnanna klukkan 05:30, aftur eftir hádegismat og loks aftur klukkan 19:00 í 2-3 klukkutíma.  Ég er nokkuð viss um að eitthvað breytist innra með manni eftir svona áskorun. Og, þegar botninum er hvolft þá sjáum við að við getum í rauninni ekki breytt neinum nema okkur sjálfum og ef við leggjum af stað í ferðalag til þess að finna friðin innra með okkur þá vonandi náum við að smita það út frá okkur. Þetta er svona beisikk hugmyndin.

Stundum er skrítið að hugsa hvernig friður “lítur út”, en það sem munkarnir vilja gera er að setja ákveðna mynd á hugtakið. Hvert sem við fórum var stoppað fyrir okkur, fólk staldraði við og horfði á og spurðist fyrir. Fyrir mér voru munkarnir í raun að planta fræjum til allra þeirra sem við mættum á leiðinni án þess að segja eitt einasta orð.

20170609_081523

Munkarnir og nunnurnar voru frá 17-75 ára. Þau klæddust varla neinu nema munkaklæðunum einum og margir hverjir gengu alla leiðina berfættir.  Við gengum upp fjöll og hæðir, fórum yfir ár og brýr og gistum á ótrúlegustu stöðum.  Þetta var mikil áskorun fyrir okkur öll, að helga sig að þessari göngu og fara í gegnum likamlega erfiðið, sérstaklega þegar við vorum byrju að fara mjög hátt. Fyrir mér er það hér þar sem hinn raunverulegi þroski liggur- þegar maður fer langt út fyrir þægindarammann sinn og kemur sjálfum sér í aðstæður sem maður er alls ekki vanur. Fuck instagram og filtera, ég mæli með því að allir leita svona fólk uppi- fólk eins og þessa munka- til þess að fá real life inspiration um lífið!

2U7A9106

2U7A3416

Processed with VSCO with c1 preset

Ég kem því ekki í orð hversu magnað þetta ævintýri var. Við gistum í stíflum, í tíbeskum munkahofum, á hæðum, í dölum, við ár og vötn, uppá fjalli og í skógum. Ég kynntist alveg glænýrri fjölskyldu sem ég get ekki beðið eftir að hitta aftur bráðum. Munkanir kenndu mér svo mikið um lífið, hugleiðslu, samkennd, mikilvægi þess að vera hjálpsamur og góður við menn og dýr og beisikklí allt sem ég hef verið að velta fyrir mér undanfarin ár.  Ég ætla klárlega aftur á næsta ári og í það sinn að prófa að ganga í Thailandi.

20170617_105550

Nokkrar skemmtilegar örsögur í þessari örsögu:

 • Mér og Chris tókst einusinni að TÝNA MUNKUNUM og eyddum hálfum degi í að reyna að þefa þá uppi. Við gáfumst siðan upp og ákvaðum að húkka far lengst upp í fjall: Fengum far hjá mega frægum bollywood leikara og fundum loks munkana sem héldu að við hefðum dottið í það kvöldið áður og leituðu af OKKUR í þrjá tíma áður en þau ákváðu að láta alheiminn sjá um að lýsa okkur leiðina til baka.  Mega funny. Hér er mynd sem var tekin af okkur rétt eftir að við fundum hvort annað ?
  20270076_1845854265424571_956174168_n
 • Í 15. þúsund feta hæðum var ÓTRÚLEGA erfitt að anda. Svo erfitt að það leið oft yfir munkana og nunnurnar. Mér tókst að brjóta símann minn í einum æsingnum þegar það leið yfir einn munkinn og ég þurfti að kveikja á einhverskonar loftþjöppunar reykelsi sem á endanum kom honum til. Fólk varð einnig mikið veikt á leiðinni og fæturnar fóru klárlega í rúst hjá mörgum okkar. En þess má geta að ég gékk alla leiðina í crocks skóm sem héldum mínum fótum í topp standi allan tímann.
20170617_141835
Hugsað vel um hvern annan þegar allskonar veikindi börðu á dyr!
FB_IMG_1498905914602
Þessi var með stærstu blöðru sem ég hef séð undir ilinni
munkar skór
Crock skórnir við enda göngunar
 • Á fjórðu nóttu gistum við í tíbesku hofi, það var magnað. Við hofið var fullt af flækingshundum og fundum við einn sem var sérstaklega veikur. Hann átti alls ekki mikið eftir og áttu sumir mjög erfitt með að horfa upp á það.  Munkarnir ákváðu að taka hundinn með áfram og hlúa að honum. Hann var fljótur að ná sér og fékk hann sinn eigin munka búning og nafnspjald! Í dag býr hann enn uppi hofi í Ladakh eftir að hafa gengið með okkur ca 150 km!
  FB_IMG_1498905669817FB_IMG_1499072700974
 • Chris, æðislega yndislegi kærastinn minn ( langar að skrifa heilt blogg um þennan mann, Im head over heels!)  er með einstaka nærveru, sérstaklega þegar hann sest niður og hugleiðir. Nærveran hans er svo einstök að flestir munkanir gátu ekki annað en tekið myndir af honum í hvert sinn sem hann sast niður til þess að hugleiða í friði. Í dag eigum við fullt album af honum að vera að hugleiða sem munkarnir tóku. Fannst það mega fyndið- og gaman að við vorum að inspæra hvort annað ❤
  IMG_3697munkar krisssmunkar krissi 2
 • Margir voru að sjá snjó í fyrsta skiptið á ævinni á þessari göngu. Mómentið þar sem við komum fyrst við snjó á göngunni var bókstaflega ómetanlegt að verða vitni af.
 • Trukkar sáu um það að ferja allt dótið okkar á milli staða. Þeir ferjuðu einnig allan mat. Í eitt skiptið í 14 þúsund fetum var einhver miskilningur í gangi og þeir fóru langt á undan okkur og auðvitað var enginn með síma. Þeir sumsé gleymdu okkur þarna uppi i sirka 6 klukkutíma og þarna vorum við án matar né skjóls í allan þennan tíma. Mér hefur ALDREI á ævinni verið jafn kalt á ævinni enda var ég ekki í neinu nema þunnu ponjói. En það var magnað og inspærandi að sjá hvernig munkarnir brugðust við- á meðan við útlendingarnir kvörtuðum og kveinuðum, heyrðist ekki múkk frá munkunum heldur sungu þeir og bjuggu til eld til þess að halda sér hita. Þetta var klárlega einn af mínum uppáhalds dögum !

munkar kuldi

20170617_181607

Fleiri æðisleg móment úr göngunni ❤

20170620_092523
4 munkar á Mars!

20170619_17491120170609_10464920170617_14493020170623_095250

20170613_0554382U7A9181

20170617_121942

munkar biðja

20170615_150836

20170611_110625

20271772_1845854218757909_94693112_n

FB_IMG_149864684477020170609_092607

Processed with VSCO with p5 preset

20170617_084156

20170613_180431

FB_IMG_1498560103260

20170618_164706

20170616_105711

20170612_191557

20170617_181756

20170613_130745

Þessi færsla birtist upphaflega á rvkgypsy.com

Endilega fylgstu með ævintýrum Apríl á Instagram!

 

About The Author

Gestabloggarar eru ýmsir aðilar sem hafa frumsent okkur greinarnar sínar eða leyft okkur að endurbirta greinar eftir sig af öðrum miðlum. Vilt þú birta færslu á Gekkó? Ýttu á umslagið í horninu eða sendu okkur póst á ritstjorn@gekko.is og við kíkjum á þetta saman!

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.