Bali er einn af mínum uppáhalds áfangastöðum. Ég hef núna farið tvisvar sinnum til Bali og held bara áfram að verða hrifinari af eyjunni, fólkinu og menningunni þar. Alveg sama hvert þú ferð og hvaðan þú kemur þá tekur fólk á móti þér með brosi og opnum faðmi.
En gaman að segja frá því að Bali hefur verið valið vinsælasti túrista áfangastaður í heiminum, 2017, sem kemur kannski ekkert á óvart. Held að flestir geti verið sammála því að Bali sé orðið mjög vinsæll áfangastaður hjá íslendingum.

En ég ætla að deila með ykkur stöðum á Bali sem ég tel vera ómissandi.

 

– Kanto Lampo waterfall –

Kanto Lampo er minn uppáhalds foss á Bali. Takið með ykkur sundföt og myndavél! (vatnsheld myndavél er ekki galið) Ég mæli með því að fá ykkur einka bílstjóra í heilan dag og láta hann fara með ykkur að fossinum. Kostar alls ekki mikið (eins og allt annað) og hann bíður eftir ykkur á meðan þið leikið ykkur í fossinum.

 

 

– Tanah Lot Temple –

Það eru þúsundir mustera á Bali og Tanah Lot er mitt uppáhalds. Það er líka ekkert venjulegt musteri. Tanah Lot er úti á sjó þannig þú þarft að vaða útí sjó til að komast að því. Svæðið í kring er einnig skemmtilegt, en ég ætla að leyfa myndunum bara að tala.

*Önnur musteri sem ég mæli með: Saraswati, Bedugul, Besakih og Uluwatu temple.

– Sacred Monkey Forest –

Auðvitað Monkey Forset í Ubud, það er ekki hægt að sleppa því ef þú ferðast til Bali. En hafið varan á, til að vera hreinskilin þá geta þessir krúttlegu apar verið frekar ágengir. Haldið ágætri fjarlægð frá þeim og passið að hafa ekkert laust á ykkur (t.d. sólgleraugu, derhúfu o.fl.) líkurnar að því verði rænt af öpunum eru miklar og þú ert ekki að fara hlaupa á eftir þeim með von um að fá það til baka!
Það er einnig mjög vinsælt að fá apa til að klifra uppá sig svo enn og aftur, passið dótið ykkar!

 

– Tegenungan waterfall –

Tegenungan er örugglega með vinsælustu fossunum á Bali en eins og ég sagði hér fyrir ofan þá mæli ég með því að fá einka bílstjóra til að fara með ykkur að fossinum. Ekki gleyma sundfötunum!

 

 

 

– Canggu –

Canggu er uppáhalds bærinn minn á Bali. Ef ég myndi flytja á Bali þá finnið þið mig örugglega þar!
Bærinn er mjög vinsæll meðal fólks sem er að surfa, stunda yoga og fleira.
Maður upplifir svolítið “sveita vibe” í Canggu, þú getur labbað nánast allt en ég mæli samt með því að leigja vespu og keyra um svæðið til að skoða meira. Í Canggu finnurðu fullt af góðum veitingastöðum sem bjóða uppá góðan mat og mjög auðvelt er að nálgast veitingastaði sem henta vel grænmetisætum eða vegan. Einnig er skemmtilegt næturlífið þarna og mæli ég með stöðunum Pretty Poison (sjá á myndinni), Old mans og Deus Ex Machina.

 

– Tegalalang rice terraces –

Grænu hrísgrjónaakrarnir einkenna svolítið Bali, þú getur fundið þá útum allt. En ég mæli með því að kíkja á þá sem eru í Tegalalang, þeir vinsælastu á Bali.

Vona að þetta gagnist ykkur eitthvað!

 

– Berglind Jóhanns –

About The Author

Berglind Jóhannsdóttir
Færsluhöfundur

Berglind er ljósmyndanemi og ferðalangur sem nær fallegum myndum hvert sem hún fer. Alla sína ævi hefur hún ferðast mikið um Ísland og er mjög kært um heimalandið en hún hefur einnig ferðast útum allan heim t.a.m S-Afríku, Indonesíu, Ástralíu, Nýja Sjálands og Californiu. Áhugamál hennar eru ljósmyndun, snjóbretti, surf, hjólabretti og auðvitað að ferðast.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.