Áður en lagt er af stað í bakpokaferðalag fer mikill tími í að skipuleggja hin ýmsu atriði; hvað á að vera lengi? Hvert á að fara? Hvað þarf ég að áætla mikinn pening? og að lokum, það erfiðasta að mínu mati, hvað á að taka með sér?

Sjálf var ég í miklum vandræðum þegar kom að því að pakka fyrir mína reisu, enda ekki vön því að lifa á nokkrum flíkum og græjum til lengri tíma.

Ég ákvað því að kynna mér ýmsar vörur sem gætu komið sér vel á langtímaferðalagi þar sem plássið er afar takmarkað. Ég ætla því að deila með ykkur þeim hlutum sem ég fjárfesti í og hafa reynst ómetanlegir á mínu bakpokaferðalagi.

ÐUR BAKPOKI – OSPREY AETHER

Þar sem þú ert bókstaflega að fara að búa í bakpoka” næstu mánuðina þá vilt þú klárlega fjárfesta í hágæða poka. Ég eyddi miklum tíma og vinnu í að finna hvaða bakpoki myndi henta best. Eftir að hafa lesið um ótal mismunandi merki og reynslusögur frá notendume þeirra komst ég að einni niðurstöðu: Osprey bakpokarnir eru með þeim bestu sem þú finnur í dag!

Osprey er fyrirtæki frá Ástralíu sem hefur sérhæft sig í bakpokum og ferðatöskum. Þeir hafa eytt 40 árum í þróun bakpoka og tekist þannig að mæta þörfum flestra ferðalangra svo sem jafvægi, öndun í baki, innbyggðri vatnshlíf og mörgu fleira. Einnig fylgir þeim ævilöng alþjóðleg ábyrgð

Sjálf fjárfesti ég í Osprey Aether 70 lítra poka. Sú stærð hentaði mér passlega á langtímaferðalagi, hvorki of stór né lítill. Hægt er að fá pokann í minni og stærri stærðum. Bakpokinn opnast á þremur mismunandi stöðum til að líkja eftir venjulegri ferðatösku í stað þess að vera einungis með eitt op að ofan (eins og margir bakpokar eru). Burðargrindin er sterkbyggð en létt og liggur vel að beygjum og fettum baksins. Einnig er þróað baköndunarkerfi með mjúkum púðum og loftgötum sem heldur bakinu þurru þrátt fyrir mikla áreynslu. Auk þess getur þú fengið söluaðilla pokans til að móta mjaðmabeltið að þinni líkamsbyggingu til þess að þyngdin dreifist rétt. 

Bakpokinn er hannaður til að bera þyngd til lengri tíma. Ef þú ætlar þér einungis að ferðast úr einni stórborg í aðra, þá er þetta kannski ekki rétti bakpokinn fyrir þig en ferðataska á hjólum gæti hentað betur. Hins vegar ef þú ætlar að ferðast utan malbiksins felst mikið frelsi í því að geta hent farangrinum á axlirnar og mæli ég þá eindregið með Aether línunni frá Osprey. 

Osprey bakpokarnir fást á Íslandi hjá GG Sport. Af eigin reynslu mæli ég sterklega með þeim, þeir bjóða upp á fagmanlega og persónulega þjónustu og hjálpa þér að finna bakpoka sem hentar þínu ferðalagi. Þeir mæla á þér bakið “bak og fyrir” og finna þína réttu stærð. 

OSPREY AIRPORTER

Osprey framleiðir ekki einungis hinn fullkomna bakpoka heldur hafa þeir hugsað fyrir öllum mögulegum fylgihlutum sem þér gæti vantað með. Ég fjárfesti í “Airporter” bakpoka-hlíf sem er sérstaklega hugsuð til þess að vernda pokann þinn fyrir hnjaski og óhreinindum þegar ferðast er með flugvélum eða rútum. Einnig gerir hann þjófum erfiðara fyrir þar sem hægt er að læsa þeim eina rennilás sem lokar hlífinni. 

SPORK

Hvaða snillingi datt þetta í hug? Spoon-Fork-Knife allt í einni og sömu græjunni SPORK. Þessi litli en einfaldi hlutur hefur komið sér afar vel á mínu ferðalagi. Sérstaklega í Indlandi þar sem engin hefð er fyrir hnífapörum. Heimafólkið borðar með fingrunum og gerir oft ráð fyrir því sama hjá þér hvort sem það er á veitingarstöðum eða heimahúsum. Þá er ekki slæmt að vera með sporkinn meðferðis í veskinu.

SILKISVEFNPOKI FRÁ SEA TO SUMMIT

Það er fátt sem mér þykir meira vænt um í augnablikinu en silkisvefnpokann minn frá Sea to Summit. Á langtímaferðalögum er óumflýjanlegt að þurfa að sofa á óhreinum og oft vafasömum stöðum. Svefnpokinn er léttur og andar vel. Hann hentar því vel í heitu loftslagi og silkið verndar þig frá skordýrum og moskítóbitum. Hann er teygjanlegur í hliðunum sem gerir það að verkum að þú getur breitt úr þér eins og þú vilt. Þar að auki er hann ekki nema í lófastærð og tekur því afar lítið pláss í töskunni þinni. 

POWER BANK

Þessa snilldar græju uppgötvaði ég nýlega. Power bank er utanáliggjandi rafhlaða sem hægt er að nota til að hlaða USB-tengd raftæki hvar sem er og hvenær sem er. Fyrst þarftu að hlaða rafhlöðuna sjálfa með venjulegri innstungu, eftir það dugar hún til þess að hlaða mikilvægustu raftækin 4 – 6 sinnum. Það getur komið sér afar vel að vera með fullhlaðinn smartsíma eða myndavél í lengri rútuferðum eða jafnvel nokkurra daga göngu í óbyggðunum. Ég valdi power bank frá iTek, hann er höggheldur, með innbyggðu vasaljósi og getur hlaðið tvenn raftæki samtímis. 

MÍKRÓFÍBER HANDKLÆÐI FRÁ SEA TO SUMMIT

Sum farfuglaheimili bjóða ekki upp á handklæði með herbergjum og hefur því reynst vel að ferðast með sitt eigið. Handklæði geta verið óþarflega plássfrek og lengi að þorna. Enn og aftur hefur Sea to Summit línan fundið lausnina við þessu og hannað “míkrófíber” handklæði. Þökk sé þessu sérstaka efni þá dregur það vel í sig raka en þornar mjög fljótt. Hægt er að fá handklæðin í nokkrum stærðum en öll eru þau fyrirferðarlítil og auðveld að pakka saman. Þú færð Sea to Summit vörurnar í Fjallakofanum. 

GÓРMYNDAVÉL

Þegar árin líða munt þú njóta þess að fletta í gegnum myndir af ævintýrunum þínum og rifja upp kunnuleg andlit sem gerðu ferðina minnistæða. Sjálf fjárfesti ég í Sony RX100 og ég gæti ekki verið ánægðari! RX100 línan frá Sony hefur ítrekað unnið til verðlauna sem besta stafræna myndavélin í flokki minni véla. Helstu kostir vélarinnar er hve fyrirferðarlítil hún er en þrátt fyrir það tekur hún afburða góðar ljósmyndir. Auk þess fjárfesti ég í GoPro sem er ómetanleg í bakpokaferðalögum, sérstaklega fyrir spennufíklana. GoPro nær augnablikum sem aðrar myndavélar ná ekki, hvort sem þú ert að kafa, sörfa, í river rafting eða fallhlífarstökki, allt minningar sem þú vilt eiga.

HLJÓÐEINANGRANDI HEYRNATÓL

Þegar maður er umkringdur óþægilegum bakgrunnshljóðum svo sem í flugvélum, lestum eða rútum er fátt betra en að setja upp hljóðeinangrandi heyrnatólin frá Bose. Þau eru marglofuð fyrir hljóðgæði og bassa og ekki er hægt að kvarta undan hljóðeinangruninni sem Bose á upphaflega heiðurinn af. 

ÐIR SKÓR

Áður en þú leggur af stað í bakpokaferðalag viltu vera viss um að fjárfesta í góðum skóm. Mikilvægt er að kynna sér ýmis merki og mismunandi eiginleika þeirra, ef þú ert á leið í heitt loftslag geta hlaupaskór komið sér vel. Gakktu úr skugga um að skórinn andi vel, sé með góðan ökklastuðning og fjaðrandi botn. Nike Free skórnir hafa verið vinsælir meðal bakpokaferðalanga, sjálf fjárfesti ég í Nike Flyknit þar sem þeir eru léttir, fyrirferðalitlir og lofta vel. Yfirbyggingin á skónum er gerð úr einum þræði sem myndar net og loft flæðir auðveldlega í gegnum þá og hefur kælandi áhrif. Skórnir minna einna helst á sokka sem þægilegt er að klæða sig í en þvi miður á kostnað ökklastuðnings. 

VASAHNÍFUR

Það á eftir að koma þér á óvart hve oft vasahnífur getur komið sér vel t.d. í neyðartilvikum, útilegum, veiðiferðum eða til þess að opna ýmsar umbúðir. Ég nota þó minn einna helst til að skera niður vatnsmelónur og aðra ávexti sem eru keyptir á mörkuðum í stað veitingastaða. Þessi litla græja inniheldur einnig upptakara, tappatogara, naglaklippur og skæri, allt hentug ferðatól. 

HARÐUR DISKUR 

Það er nokkuð líklegt að tölvan þín fyllist fljótt á löngum ferðalögum. Þá er gott að vera með utanáliggjandi harðan disk til að geyma ljósmyndir úr ferðinni eða annað afþreyingarefni svo sem þætti og bíómyndir til að grípa í á rólegum kvöldum.

Vatnshelt smartsímahulstur

Í flestum hitabeltislöndum er mikill raki sem getur auðveldlega skemmt dýr raftæki á borð við smartsíma. Monsún regnið skellur oft skyndilega á og gerir þig og allan þinn búnað gegnblautan á örskotsstundu. Þá kemur sér vel að vera með vatnshelt farsímahulstur frá Sea to Summit.


Höfundur: Ása Steinarsdóttir

About The Author

Ása Steinarsdóttir
Ritstjóri og færsluhöfundur

Ása er ein af þremur eigendum Gekkó og rekur einnig ferðabloggið FromIceToSpice Ása er þekkt fyrir að flakka um allan heim og grípa ótrúlegustu augnablikin á filmu, hvort sem það er í ævintýraferð í Mongólíu eða af náttúruperlum Íslands.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.