Ég fór í óvissuferð um Norðurland eystra í júlí. Það vill svo oft gleymast að njóta þess sem maður á og hefur, og muna að perlurnar eru oft beint fyrir framan nefið á okkur.
Náttúran er svo mikil og falleg hér á Íslandi og það er svo gaman að leyfa sér að vera ferðamaður í sínu eigin landi. Við féllum þó ekki alveg inn í ferðamannahópinn, klædd gallabuxum og strigakóm. En við nutum okkar þó mjög vel!

 

Ásbyrgi

Ásbyrgi er náttúruparadís sem er örstutt frá heimahögum okkar en við höfðum þó ekki heimsótt síðan við vorum börn. Það mun svo sannarlega ekki líða svo langt á milli aftur því þetta er ótrúlegur staður!

 

Dimmuborgir

Það er sama með Dimmuborgir og Ásbyrgi. Við förum oft þarna framhjá á leiðinni okkar um landið en höfðum hvorug stoppað við síðan við vorum börn. Dimmuborgir er eins og önnur veröld. Önnur pláneta! Það eru nokkrar gönguleiðir í boði og náttúrufegurð hvert sem litið er.

 

Grjótagjá

Á 18 öld bjó útlaginn Jón Markússon og notaði Grjótagjá sem baðstað. Þar til um 1970 var Grjótagjá vinsæll baðstaðurinn, en í jarðhræringum frá Kötlu sem áttu sér stað á árunum 1975 – 1984 hækkaði hiti vatnsins yfir 50°C, en hefur þó lækkað síðan. Fólk er þó beðið um að baða sig ekki í Grjótagjá í dag þar sem vatnshitinn er talinn óúteiknanlegur.

Hverir

Þetta er sá staður á landinum sem gefur mér alltaf aukaslag í hjartað. Mér finnst hann algjörlga ótrúlegur og þegar ég keyri þarna um fæ ég alltaf staðfestingu á því að veröldin er gjörsamlega yfirnáttúruleg!

Hótel Laxá

Nóttinni eyddum við síðan á Hótel Laxá.
Guðdómlegt hótel  við Mývatn þar sem hugað er að hverju einasta smáatriði í innanhúshönnun.
Þar er algjörlega hægt að mæla með kvöldmatseðlinum og morgunverðarhlaðborðinu.
Rúmin eru virkilega þægileg og stærð herbergja mjög passleg. Þar var tekið virkilega vel á móti okkur með einn mjög virkann 1.5 árs með í för og passað upp á allt fyrir hann – bæði inn í herbergi og í matsalnum.
Ekki skemmir fyrir setustofan frammi með útsýni sem þessu, sem var alveg unaðslegt að eyða kvöldinu. Slaka á öll með sinn drykk eins og sjá má á myndinni…

 

 

About The Author

Linda Sæberg
Færsluhöfundur

Linda býr fyrir austan á Egilsstöðum með fjölskyldu sinni og er eigandi vefverslunarinnar unalome.is. Hún elskar að ferðast og eyddi fæðingarorlofinu sínu á ferðalagi með fjölskylduna, þar sem þau eyddu mestum tímanum búsett á Balí. Hún veit ekki alveg hvað hún ætlar að verða þegar hún verður stór, en hefur lokið námi í félagsráðgjöf og lýðheilsuvísindum. Linda hefur einstakann hæfileika í að njóta lífsins, grípa augnablikið, meta litlu hlutina, gera ógeðslega mikið mál úr litlum hlut (hvort sem það er jákvætt eða neikvætt mál), og í raun bara vera til. Hún reynir að taka myndir af sem flestu sem hún gerir og ætlar að deila því skemmtilega með ykkur.

Related Posts

One Response

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.