Norður-Kórea hafði verið á ferðalistanum mínum í langan tíma. Ég var þó með nokkuð blendnar tilfinningar um að heimsækja landið, þar sem ég vissi að eina leiðin til að komast þangað er að fara með fararstjóra. Það er bæði dýrt og auk þess mun hann ákveða hvað gestirnir fá að sjá og hvað ekki. Þar að auki er líklegt að gróðinn endi í vasanum hjá Kim.

Þrátt fyrir háan kostnað og blendnar tilfinningar, þá yfirbugaði sú tilhugsun að heimsækjasta eitt einangraðasta land í heiminum í dag. Ég skráði mig í ferð sem kostaði 500 Evrur fyrir þriggja daga ferð. Ferðin var farin í Október þegar eini stjórnmálaflokkur landsins fagnaði 70 ára afmæli sínu. Það þýddi að heimafólk myndi fara fagnandi út á götur, klædd í sínu fínasta pússi, flugeldasýningar, dansar og fleira skemmtilegt.

Ferðin byrjaði í bænum Dandong sem er staðsettur við landamæri Kína og N-Kóreu. Áður en ferðin hófst naut ég þess að ganga um þennan skrítna bæ þar sem augljóslega voru mikil áhrif frá N-Kóreu, enda ekki nema einn lítill lækur sem skilur þessi tvö lönd að.

Loks rann upp ferðadagurinn og steig ég upp í lest sem átti að fara með mig til höfuðborg N-Kóreu, Pyongyang. Lestarferðin tók 7 klst og keyrði í gegnum sveitir landsins þar sem ég sá marga litla bæi og fólk að vinna úti á ökrum.

Að ferðast til N-Kóreu var ólíkt öllu öðru sem ég hef upplifað. Hér fyrir neðan ætla ég að leyfa myndunum að tala sínu máli.

Lesa einnig:
25 staðreyndir um Norður Kóreu sem þú vissir ekki

Áin sem aðskilur Kína og N-Kóreu. Algengt er að ferðamenn skelli sér í bátsferðir og fylgist með íbúum N-Kóreu vinna á ökrum. Á myndinni sést lítill bátur þar sem sölumaður frá N-Kóreu reynir að selja Kínverskum bát ýmsan varning.

Kvöldið áður en lagt var að stað yfir landamærin. N-Kórea sést þarna á bakvið ásamt “vináttu” brúna milli Kína og N-Kóreu.

Kona klæðist Þjóðfatnaðnum sem kallast Hoejang Jogori

Ég fékk að máta klæðnaðinn þeirra

Mætt til höfuðborgarinnar, Pyongyang. Hér sjást Mansudae gosbrunnurinn fyrir framan eina af höllum borgarinnar

Virðulegir hermenn setja blím hjá styttum af leiðtogunum

Það vantar ekki veggmyndir og styttur af leiðtogunum

Lestarstöðin í Pyongyang

Einn af íbbum Pyongyang. Hann ber nælu með mynd af leiðtogunum eins og flestir íbúar borgarinnar

Íþróttahöllin í Pyonyang

Íbúar borgarinnar lesa fréttablaðið á lestarstöðinni

Lestarstöðvar í borginni eru einstaklega fallegar

Borgin notar ekki umferðarljós. Því sjáft umferðarlögreglur á hverju horni

Merki eina stjórnmálaflokks landsins: Hamar, sigð og ljá

Norður-Kórea hefur staðið frammi fyrir matvælaskort og hungursneyð á undanförnum tveimur áratugum, áhrifin eru sýnileg á mörgum íbúum landsins

Konur landsins voru klæddar í sín fínustu föt á afmæli stjórnmálaflokksins

Afi og barnabarn fylgjast með flugeldasýningunni

Kim Il-Sung torgið er afar stórt í miðri höfuðborginni og er nefnt eftir fyrrum leiðtoga landsins: Kim Il-Sung

Fjölskylda snyrtilega klædd fyrir framan minnisvarðann á Mansu Hill

Hermaður hjólar framhjá áróðursskilti

Nemendur votta fyrrum leiðtogum virðingu

Enn annar “vinalegur” hermaður

Augnablik eins og þessi lét manni líða eins og maður hafði ferðast 60 ár aftur í tímann

Faðir og sonur skemmtu sér á hátíðarhöldunum

Ég fékk að heimsækja stærstu íþróttahöll í heimi: The Rungnado 1st of May Stadium. Hún getur tekið á móti 150.000 manns og rúmar því helming íslensku þjóðarinnar… Ekki slæmt það!

Flott móment: Hermenn undirbúa sig fyrir lestarferð

Stærsti rúllustigi sem ég hef nokkurntíman séð! Hann gekk niður í metrókerfi borgarinnar

Hermenn veifa borgarbúum

Herþotur flugu um himininn og skutu ótt þjóðarlitunum

Frannvaxinn maður forvitinn um ferðamennina

Umferðarlögreglan afar mikilvæg eins og sést

Flottur skemmtigarður – Mangyongdae Funfair

Hermenn fara með bóm á fæðingarstað Kim Jong-Un

80% þjóðarbúa heita “Kim” sem fyrsta nafn. Bæði stelpur og strákar! Áhugaverð staðreynd!

Herþotur fljúga framhjá

Þau fá allavega verðlaun fyrir flott klæddustu umferðarlögreglurnar!

Í N-Kóreu sjást hvergi auglýsingaskilti en þó eru áróðursskilti ansi víða í N-Kóreu

Hermenn vel útbúnir

Kona fylgist með ferðamönnunum

Ung kona sem vann á lestarstöðinni

Tekið úr lestinni: Börn í litlu þorpi fylgdust með lestinni keyra framhjá

Ansi fornaldarlegar aðferðir við akuryrkju

Í sveitunum sjást hvergi bílar, einungis hjól

Íbúar í sveitum N-Kóreu

Hvergi sjást bílar

Alltaf jafn mikið að gera hjá umferðarlögreglunni…

Eitt af torgum borgarinnar

Séð yfir ánna í höfuðborginni

Áróður á hverju horni

Mynd af leiðtogum í sveitinni

About The Author

Ása Steinarsdóttir
Ritstjóri og færsluhöfundur

Ása er ein af þremur eigendum Gekkó og rekur einnig ferðabloggið FromIceToSpice Ása er þekkt fyrir að flakka um allan heim og grípa ótrúlegustu augnablikin á filmu, hvort sem það er í ævintýraferð í Mongólíu eða af náttúruperlum Íslands.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.