Ég hef fengið margar spurningar hvert maður eigi að fara í New York til þess að fá “besta útsýnið yfir borgina”. Ég fór til New York í júní 2014 og prufaði bæði að fara í Empire State og Rockafeller Center. Hér fyrir neðan er smá umfjöllun um hvað mig líkaði vel/illa við og nokkrar myndir með!

Empire State

Empire State er eflaust ein þekktasta bygging New York borgar. Aftur á móti er það mjög tímafrekt að fara þangað upp, þó svo að þú sért með bókaðan miða. Röðin var í u.þ.b. tvo tíma á leiðinni uppá topp og þó nokkrar lyftur sem maður þurfti að fara í. Ég upplifði mikið skipulagsleysi en high season-ið gæti hafa verið ástæðan fyrir mannmergðinni. Miðinn kostar 32$. Útsýnið var samt magnað eins og oft er í stórborgum en mér fannst ég ekki fá nógu mikið fyrir peninginn miðað við biðina.Rockafeller Center

Skipulagið í Rockafeller var mjög gott. Við pöntuðum miða kl. 14:00 þar sem við fórum beinustu leið í eina lyftu og við vorum komin uppá topp kl. 14:05 liggur við. Mér fannst útsýnið mjög skemmtilegt, bæði yfir Central Park og svo gat maður séð Empire State bygginguna líka. Miðinn kostar 29$ dollara.

Til þess að summa þetta upp þá myndi ég frekar velja Rockafeller. Bæði útaf skipulaginu og útsýninu sem maður fær. Eg mundi einnig fara rétt fyrir myrkur, þannig að þú/þið getið notið bæði dagsins og kvöldsins!


Líkaðu við mig á Facebook –

About The Author

Guðfinna Birta
Ritstjóri og færsluhöfundur

Guðfinna er einn eigandi Gekkó með endalausa þörf fyrir ferðalögum og oftar en ekki með 3-4 ferðir í pokahorninu. Hefur ferðast mestmegnis í Bandaríkjunum og Asíu - en tekið ástfóstri við Mið-Austurlöndin síðastliðin ár. Guðfinna talar líka um ferðalög með börn, enda engin ástæða fyrir því að hætta ferðast til framandi landa þó það fjölgi í fjölskyldunni.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.