Allir sem hafa ferðast til Nepal eiga það sameiginlegt að bera hlýhug til landsins, þá sérstaklega vegna gestristni og glaðlyndi heimamanna. Nepal er fátækt land og á tímum sem þessum er mikilvægt að allir standi saman og aðstoði fólkið sem er að upplifa hörmungar vegna jarðskjálftans sem reið yfir landið.

Ljósmyndari: Dhilung Kirat Ljósmyndari: Dhilung Kirat

Það eru örugglega margir sem vilja aðstoða og viljum við benda á nokkrar leiðir til að leggja málefninu lið.

Fjölmargir íslendingar hafa sett gott fordæmi og hafið mismunandi fjáraflanir. Ævintýrafyrirtækið Arcitc Adventures hefur tekist að safna nokkuð hundruð kílóum af hlýjum fatnaði til þess að senda út. Fjöldi Íslendinga hafa lagt leið sína á skrifstofu fyrirtækisins og gefið úlpur, svefnpoka og annan nytsamlegan varning. Auk þess er einn í þeirra hóp á leið til Nepal 1.maí í hjálparstarf. Sjálfur er hann frá Nepal og hefur meðal annars komið að mörgum góðgerðarstörfum þar í landi.

Styrktarreikningur hefur verið stofnaður fyrir för hans og mun hann ásamt öðrum meta það hvar neyðin er mest og fjármunum og fatnaði best varið. Hægt er að kynna sér málið betur hér. Ef þið viljið styrkja þetta göfuga málefni er hægt að leggja inn á eftirfarandi reikning:

Kennitala: 010177-3679
Reikningsnúmer: 0130-05-060479

Ljósmyndari: Imad HADDAD Ljósmyndari: Imad HADDAD


Hvalaskoðunarferð með Whale Safari

Hvernig væri að bjóða mömmu, ömmu, kærastanum eða litlu frændsystkynunum í hvalaskoðun á Laugardaginn og styrkja gott málefni í leiðinni?

Á laug­ar­dag­inn ætl­ar hvala­skoðun­ar­fyr­ir­tækið Whale Safari að standa fyr­ir æv­in­týra-fjár­öfl­un. Það er kjörið tækifæri að gera sér góðan dag og styrkja hjálparstarfið í Nepal í leiðinni. Siglingarnar verða á klukkutíma fresti núna á laugardag frá klukkan 9 um morgun til 4 síðdegis. Venjulega kostar siglinging 15.000 kr en nú verður hún seld að lámarki 5.000 kr en fólki gefst tækifæri á frjálsu framlagi umfram það. All­ur ágóði renn­ur milliliðalaust og beint til styrkt­ar Nepal.

Bóka þarf fyr­ir­fram í ferðina með vef­póst á nepal@whales­afari.is, og er fólk beðið um að til­taka tíma og fjölda þeirra sem vilja fara. Hægt er að greiða á staðnum. Hægt er að fá frekari upplýsingar um atburðinn hér. 

Ljósmynd: Whale Safari Ljósmynd: Whale Safari


Rauði Krossinn

Rauði krossinn hefur hafið styrktarsöfnun. Þú getur annað hvort hringt í síma 904 1500, 904 2500 eða 904 5500, þar sem hvert símanúmer táknar mismunandi fjárhæð. Auk þess getur þú styrkt rauða krossin beint í gegnum vefsíðu þeirra með greiðslukorti.

Þú kemst inn á styrktarsíðuna hér. 


Styrktartónleikar Alvogen, UNICEF og Rauða Krossins

Lyfjafyrirtækið Alvogen hefur ákveðið að halda styrktartónleika í Hörpu þann 6. júní næstkomandi í samstarfi við UNICEF og Rauða krossinn. Alvogen mun bera allan kostnað vegna tónleikanna þannig að aðgangseyrir renni óskertur til samtakanna.

Auk þess mun Alvogen leggja 4 milljónir króna í beinum fjárstuðningi til UNICEF fyrir aðstoð í Nepal. Með stuðningi Alvogen og beinu fjárframlagi er stefnt að því að 9 milljónir króna renni til UNICEF og Rauða krossins vegna neyðaraðstoðar í Nepal.

Nokkrir af vinsælustu tónlistarmönnum á Íslandi í dag hafa ákveðið að leggja verkefninu lið og munu spila á tónleikunum sem haldnir verða í Silfurbergi í Hörpu þann 6. júní næstkomandi. Retro Stefson, Amabadama og Ylja hafa öll boðað komu sína og búist við að fleiri bætist við á næstu dögum. Stefnt er að því að selja 1.100 miða á tónleikana og safna þannig 5 milljónum króna. Miðasala mun hefjast á næstu dögum.

Meira um tónleikana mun birtast á heimasíðu UNICEF. 


Það eru eflaust ótal fleiri fjáraflanir í gangi eins og er. Minnum okkur bara á að hver króna getur skipt máli í aðstæðum sem þessum. Við ættum öll að geta lagt málefninu lið á einhvern hátt. Auk þess þegar hægt er að gera sér góðan dag í leiðinni með að skella sér á tónleika eða í skemmti siglingu.

Hjálpum Nepal!

 

About The Author

Ása Steinarsdóttir
Ritstjóri og færsluhöfundur

Ása er ein af þremur eigendum Gekkó og rekur einnig ferðabloggið FromIceToSpice Ása er þekkt fyrir að flakka um allan heim og grípa ótrúlegustu augnablikin á filmu, hvort sem það er í ævintýraferð í Mongólíu eða af náttúruperlum Íslands.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.