Á löngum ferðalögum finnst mér nauðsynleg og endurnærandi iðja að taka einn dag í þögn og áhorf.

Slökkva á símanum, tæma hugann og draga andann.

Leyfa mér bara að vera.

Setjast niður og horfa.

Leyfa heiminum að gerast fyrir framan mig og bara fylgjast með.

Á þessum kalda en sólríka degi í Peking, heimsótti ég vinsælasta hof borgarinnar, Temple of Heaven. Sem ljósmyndari ákvað ég að snúa baki í hofið og fá mér sæti. Leyfa sólinni að blinda mig og loka svo augunum. Síðan sat ég bara og fylgdist með fólki koma, skoða og fara.
Þetta hof er einstaklega fallegt að sjá. Róleg orka ríkir yfir því þótt margar milljónir manna skoði hofið á hverju ári.
Ég vildi ekki taka orku úr hofinu og festa á filmu svo ég skaut einungis götumyndir í þessari heimsókn. Þvílík hugleiðsla og orkugjafi sem þessi heimsókn var.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

About The Author

Hjördís Eyþórsdóttir
Færsluhöfundur

Veganistinn sem er með stórkostlegt auga fyrir ljósmyndun. Hjördís hefur ferðast um allan heim þá allra helst um Asíu. Hjördís reynir að taka ekki öllu of alvarlega og leyfir sér að vera til og í núinu.

Related Posts

One Response

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.