Þar sem sumarið er tíminn í þeim skilningi að sumarið er tíminn þar sem ég vinn upp allar ferðaskuldirnar mínar er oftar en ekki grár íslenskur veruleikinn að drepa mig að innan. Sem betur fer fyrir einhverskonar lukku í ólukku er ég ekki mikil tropical kona, þoli hita afskaplega illa (þrátt fyrir að hafa eytt mörgum mánuðum í mínu lífi á suðrænum slóðum) og því hentar íslenska veðrið mér best.

Sem ljósmyndari eru kaldir fjallstindar, ský og þoka það sem grípur mig alltaf fyrst.

Ég lifi með þeim forréttindum að búa á Snæfellsnesinu. Hér er ég umvafin gígantískri fegurð alla daga og sturluð orkan úr Snæfellsjöklinum mikla smýgur inn í mig alla daga. Ég fer alla mína frídaga úr vinnunni sem gefur mér peninga í vinnuna sem gefur mér hamingju og ljósmynda í mínu nánasta umhverfi.

 

About The Author

Hjördís Eyþórsdóttir
Færsluhöfundur

Veganistinn sem er með stórkostlegt auga fyrir ljósmyndun. Hjördís hefur ferðast um allan heim þá allra helst um Asíu. Hjördís reynir að taka ekki öllu of alvarlega og leyfir sér að vera til og í núinu.

Related Posts

2 Responses

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.