Ég er svo æst og ör, verð alltaf að vera að brasa eitthvað og fyrir mér hljómar helgi í Reykjavík jafn sjarmerandi og að læra undir próf. Samt bý ég í miðbænum og hef því úr miklu að velja í kringum mig, menningarlega séð -ég verð bara að minna mig á það reglulega. Stundum gleymi ég því neflilega að ég bý líka í “útlöndum”.

En á laugardaginn lagði ég nú heldur betur land undir fót (nei segi svona) og tók strætó í Hafnarfjörðinn. Þar varði ég deginum með fjórum örðum frábærum konum,  þetta var konudagurinn og sumardagurinn fyrsti, soðinn saman í eitt.

Við byrjuðum “borgarferðina” á einu af mínum uppáhalds kaffihúsum Brikk í súpu og brauð. Þar vorum við svo aldeilis heppnar að geta setið úti og notið sólarinnar svona á fyrsta degi sumars.

Því næst spókuðum við okkur niður strandgötuna og kíktum í allar helstu búðir Hafnarfjarðar, þar á meðal mína uppáhalds concept búð, Litlu hönnunarbúðina og fékk ein fín flothetta að koma með heim í bréfpoka.

Lestu líka:  Listasafn Íslands, vanmetin afþreyging

Eftir langt og strangt búðarráp í hönnunar og second hand búðir var kominn tími á smá hressingu og lá því beinast við að stoppa við á Krydd, nýja veitingastaðnum í Hafnarborg. Þar var borin á borð Prosecco flaska en við hötum það nú ekki svona á sólríkum júróvisjon degi! Við vorum með önnur kvöldverðarplön svo við stoppuðum nú ekki í mat en matseðillinn og staðurinn sjálfur lofaði heldur betur góðu og sýnist mér á öllu að ég þurfi að gera mér aðra ferð í Hafnarfjörðinn fljótlega í kvöldmat.

Síðasta stopp á dagskrá var Von – ekki nema von, topp 5 bestu veitingastaðir Höfuðborgarsvæðisins! Þangað hef ég farið við hin ýmsu tilefni og líkar alltaf vel. Kokkurinn hann Einar er hinn mesti snillingur og árstíð eftir árstíð hefur hann pússlað saman frábærum matseðli og kokteilum en þar er alltaf gengið að húskokteilnum “Von á krana” sem er svo dásamlega góður og alltaf í takt við tíðirnar.

Lestu líka: Sumac grill + drinks

Í lok ferðar vorum við svo ótrúlega heppnar að eiga boð í Íshús Hafnarfjarðar þar sem að fjöldin allur Íslenskra hönnuða hafa bækistöðvar og framleiða allskyns góss og gersemar. Þar fengum við leiðsögn um húsið og stuttar kynningar á hönnuðunum sem eru þar til húsa og þeirra vinnu. Íshúsið er venjulega lokað almenningi, enda vinnustofur hönnuða, en það er auðvelt að koma sér í samband við húseigendur nú eða bara einn af hönnuðunum til að fá að kíkja í heimsókn og ég mæli sko með!

Við vorum svo æstar yfir þessu öllu saman að við rétt náðum heim í tæka tíð fyrir júróvisjon!
Þessi vel heppnaði dagur kostaði mig ekki mikið en ég var alveg endurnærð (já! þrátt fyrir alla þessa kokteila, það er eitthvað við vodkað í Hafnarfirði!) eftir þessa dásemdar heimsókn í Hafnarfjörðinn og alveg þokkalega innblásin til að leyfa mér að njóta mín líka í Reykjavík svona einu sinni og einu sinni.

………..það leið nú samt ekki langur tími þar til ferðaþráin ólæknanlega fór að gera vart við sig svo fyrir kvöldmat í kvöld var ég búin að panta mér ferð til Parísar. Svo ég blogga þaðan næsta sunnudag.

Þangað til þá,

Íris
instagram

About The Author

Íris Ösp
Færsluhöfundur

Íris fer öðruvísi leiðir í lífinu og við höfum ótrúlega gaman af því! Ekki nóg með það að vera listamaður heldur bjó þessi reynslubolti á Grænlandi í um sex ár og lærði þar myndlist sem og ýmislegt annað. Hún lærði fatahönnun í lýðháskóla í Danmörku og stundaði ferðatengt starfsnám í Lapplandi. Íris hefur ferðast um víðann völl og þrátt fyrir að vera kuldaskræfa er hún algjör expert í ferðalögum um Grænland og kaldar slóðir.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.