Ég stalst í morgun til að kíkja á á Handverk og Hönnun sem opnaði formlega í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag kl 16:00.

Handverk og hönnun er sýning sem haldin hefur verið árlega frá árinu 2006. Í þetta sinn taka 55 aðilar þátt og selja íslenska hönnun af ýmsum toga.

Fyrir mér skiptir Íslensk (local) framleiðsla miklu máli og þessvegna finnst mér frábært að viðburðir eins og Handverk og Hönnun séu teknir alvarlega og að fólk nýti sér þann vettvang, bæði neytendur og hönnuðir.

Ég sá svo ótal margt í dag sem ég gæti hugsað mér að gefa í jólagjafir og ætla ég að hvetja alla sem færi hafa, að kíkja á sýninguna.  Á sýningunni er til sölu allt frá barnafötum upp í handgerðar töskur og furðulegt og fallegt stofustáss.

 

Sýningin opnar stundvíslega kl 11 í fyrramálið og er opin frá 11-19 dagana 23-27 nóvember 2017.
Mikið af hæfileikaríku fólki stendur vaktina og selur þér vöruna sína milliliðalaust.
Láttu sjá þig!
Íris.
Instagram

 

About The Author

Íris Ösp
Færsluhöfundur

Íris fer öðruvísi leiðir í lífinu og við höfum ótrúlega gaman af því! Ekki nóg með það að vera listamaður heldur bjó þessi reynslubolti á Grænlandi í um sex ár og lærði þar myndlist sem og ýmislegt annað. Hún lærði fatahönnun í lýðháskóla í Danmörku og stundaði ferðatengt starfsnám í Lapplandi. Íris hefur ferðast um víðann völl og þrátt fyrir að vera kuldaskræfa er hún algjör expert í ferðalögum um Grænland og kaldar slóðir.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.