Í gamla bænum í Dubai er svokallaður ,,Old Souk” eða gamli markaðurinn. Souk er tegund af arabískum mörkuðum.

Það skemmtilega við að fara þangað er ferðalagið að mínu mati.  Við fengum vin okkar til þess að skutla okkur niður á höfn. Hann sagði að við ættum að hafa klink meðferðis því að það kostaði í bátinn yfir. Það ánægjulega var, að það kostaði 1 Dirham, eða um 40 krónur. Þar fór maður yfir á árabát með litlum mótor og viðtók öðruvísi hlið af Dubai.

Þarna var hægt að nálgast hvað sem er, minjagripi, fatnað, húsgögn, skart og sængurföt. En það sem stóð uppúr hjá mér var kryddamarkaðurinn. Það var hægt að kaupa allskyns tegundir af kryddi og í eins miklu magni og þú vildir.

Þetta var góð pása frá venjulegu Dubai. Ég mæli með!

Ýtið á myndirnar til þess að skoða fleiri:


Líkaðu við mig á Facebook

About The Author

Guðfinna Birta
Ritstjóri og færsluhöfundur

Guðfinna er einn eigandi Gekkó með endalausa þörf fyrir ferðalögum og oftar en ekki með 3-4 ferðir í pokahorninu. Hefur ferðast mestmegnis í Bandaríkjunum og Asíu - en tekið ástfóstri við Mið-Austurlöndin síðastliðin ár. Guðfinna talar líka um ferðalög með börn, enda engin ástæða fyrir því að hætta ferðast til framandi landa þó það fjölgi í fjölskyldunni.

Related Posts

One Response

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.