Ég hef eiginlega aldrei misst mig jafn mikið á götumörkuðum Bangkok líkt og ég gerði nú á dögunum. Það er örugglega af því að ég þekki orðið hvar ég get fengið það sem ég er að leita að. Til að geta verslað eins og götumarkaðsprofessional þá þarf maður svolítið að þekkja orðið götumarkaðsmenninguna sjálfa. Hún kemur ekki eins og skot, enda var ég frekar lengi að þjálfa þessa tækni. Auðvelda leiðin og jafnframt dýrari leiðin er að fara bara í mollin og versla í H&M. Ég er ekkert á móti því, enda mæli ég með því að fólk geri það sem er í tímaþröng. En ef þú hefur alvöru tíma til að skoða þig um í þessari verslunarparadís þá myndi ég teygja úr mér. Ég ætla að nefna hér mínar uppáhalds verslunarparadísir.

CHATUCHAK HELGARMARKAÐURINN

Því miður þá er þessi markaður eingöngu opinn um helgar og frá morgni til eftirmiðdags. Þetta er hinsvegar einn stærsti götumarkaður heims. Hérna finnurðu gömul sem ný föt af öllum gerðum ásamt öllum andskotanum af mublum fyrir heimilið, uppstoppuðum sem og lifandi dýrum og svo lengi mætti áfram telja. Þetta er uppáhaldsmarkaðurinn minn í öllum heiminum og mæli ég með því að fara þangað snemma morguns, mæta með opinn hug og rölta bara um í rólegheitunum allan daginn. Ef þú færð illt í fæturna þá eru nuddstofur hér og þar um svæðið sem taka þreytta sjoppara í fótanudd svo þeir geti ótrauðir haldið missioninu áfram með endurnærðar lappir. vo er ekkert mál að setjast niður og sötra einn ískaldan og fá sér smá snarl og fylgjast með litríkum sjoppurum labba framhjá. Þú ættir að geta verslað af þér allt vit án þess að finna sérstaklega fyrir buddunni. Fyrir litlar 20.000 kr íslenskar ættirðu að fara heim með a.m.k. fjóra fulla poka af fötum. Það eru þarna föt fyrir hvaða árstíðir sem er, enda er Chatuchak paradís erlendra atvinnusjoppara sem koma þangað að versla til að selja síðan heima.

TALAT ROD FAI

Þetta er einstaklega nettur hipster markaður. Þó maður færi tómhentur heim þá væri upplifunin einstök útaf fyrir sig. Þarna sá ég nettasta véladrifna hjól sem ég hef nokkurn tímann séð á ævinni. Þetta er frekar listrænn hipstermarkaður sem selur föt og vintage muni. Þessi markaður er frekar langt í burtu en maður verður að taka taxa á Sri Nakarin Road Soi 51 til að komast þangað og hann er opinn fimmtudaga til sunnudaga. Heimasíðu Talad Rod Fai má finna hér. 

ASIATIQUE Riverfront bangkok

Þetta er svona skemmtimarkaður við Chao Praya ánna. Þarna er fallegt útsýni og markaðurinn sjálfur er mjög fallega settur upp. Hann er samt ekki sá ódýrasti. Mér finnst Asiatique samt sem áður alltaf skemmtilegur staður til að eyða kvöldstund á. Þarna finnst góður matur og það er vel hægt að gera góð kaup fyrir fataskápinn sem og heimilið. Þetta er kvöldmarkaður og er opinn alla daga.

SIAM CENTRE OG MBK

Þarna finnast allar helstu verslunarstöðvarnar í Bangkok. Ef þið hafið ekki mikinn tíma til aflögu þá mæli ég með að taka panic shopping í iam Paragon, Siam Centre og Central World. Ef þið viljið gera góð gadget kaup þá mæli ég með MBK en þarna er hægt fá snjallsíma og aðrar tech vörur á flottu verði. MBK er þó ekki aðeins með Tech vörur heldur bara allskonar vörur. Þetta er svona básamoll. Ég fékk þarna tvær ferðatöskur á 12.000 kr og geðveikan ferðahátalara á 4000 kr. Ég hefði fengið þetta á 4-5x hærra verði heima.

PRADUNAM

Ekki langt frá iam Centre svæðinu er annað verslunarsvæði sem heitir Pradunam. Þarna er risastór heildsölumarkaður sem stendur mest utandyra eða inn í skemmum og síðan er þarna verslunarmiðstöð sem heitir Platinum Fashion Mall, stærsta tísku-heildsölu verslunarmiðstöð Taílands. Þetta er básamoll, en ef þú ert með opinn huga, þá geturu gert einstaklega góð kaup hér. Í göngufæri við Platinum Fashion Mall er Tech verslunarmiðstöð sem heitir Pantip Plaza. Þetta er eingöngu gadget moll. Ég lét meðal annars skipta um batterí á tölvunni minni þarna fyrir 12.000 kr á macbook air, það tók aðeins 20 mínútur en heima kostar 40.000 að skipta svona um batterí og bíður tölvan á versktæðinu alla jafna í nokkra daga. Ég mæli því að taka tölvuna með til Bangkok ef þú þarft að gera við hana!

 

About The Author

Elín Kristjánsdóttir
Ritstjóri, vefstjóri og færsluhöfundur

Án Elínar væri Gekkó ekki til. Hún er stofnandi og einn af eigendum Gekkó, og nýtur hvert tækifæri sem gefst til að pakka í tösku og fara í ferðalag eða einhverskonar ævintýri. Einnig er hún líka mikið úthafs og náttúrubarn og hefur gaman að öllu sem viðkemur vatnasporti og fjallamennsku. Elín spáir mikið í mannlega þættinum og tilgangi lífsins og elskar að vinna með fólki. Hún hefur m.a. lært að kenna þerapíuna Lærðu að elska þig eftir Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur og er því viðurkenndur kennari í Þerapíunni. Elín hjálpar fólki að öðlast sjálfstraust til að lifa lífinu á eigin forsendum.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.