Dularfulla eyjan Lombok, í Indonesíu. Eyjan sem allir heyra talað um en vita lítið sem ekkert um.

Ég heyrði talað um eyjuna og varð að fara til að sjá hvað fólk væri að tala um. Fólk talaði um að hún væri falleg, róleg og ódýr. Ég get staðfest allt þrennt.

Fyrir þá sem ekki vita þá er Lombok staðsett við hlið eyjunnar Bali. Hinar frægu Gili eyjar eru hluti af Lombok, en það tekur einungis 20 mínútur að fara með bát á milli Gili eyjar og meginlands Lombok. Ef þú villt ferðast frá Bali til Lombok þá mæli ég með því að taka flug frá Denpasar til Lombok, tekur einungis 20-30 mínútur að fljúga og þá mæli ég með því að fljúga með Garuda Indonesia. Kynnið ykkur allavega flugfélögin áður en þið bókið miðann.

Ríkir mikil fátækt.

Lombok er ekki orðið eins mikill túristastaður eins og Bali og það finnst vel að mínu mati. Eyjan er ekkert lík Bali, þarna finnur þú fyrir meiri fátækt og enskukunnáttan hjá fólki kannski ekki eins góð og á Bali.
En þarna finnurðu fullt af náttúruperlum, góðan mat og gott surf ef þú ert að leitast eftir því.

Ég er nokkuð viss um að Lombok eigi eftir að verða jafn mikill túristastaður og Bali eftir kannski 5 ár.
Túristar eru svo nýlega farnir að týnast til eyjunnar og því eru miklar framkvæmdir í gangi núna. Sem er vonandi jákvætt því það ríkir rosaleg fátækt þarna. En eyjan verður líklega aðgengilegri á næstu árum.

 

Þegar ég fór og heimsótti eyjuna gisti ég á suður eyjunni. Þar er umhverfið einstaklega fallegt. En það má búast við svolitlu menningarsjokki þar, ég fann mikið fyrir fátækt í hverfinu sem ég var. En þar sem áður finnurðu mikið fyrir hamingju og gleði.

Þarna vinnur fólk rosalega mikið. Alveg sama hvað það er gamalt, 5 ára eða 90 ára, allir eru að vinna til að sjá fyrir ættinni.

Þarna tíðgast það mikið að fólk veiði sér til matar, eins og má sjá á myndinni hér til hliðar, þar sést fólk vera að leita eftir krækling og fleiru til matar í fjörunni. Þarna eyddu þau mörgum klukkutímum í að skanna yfir alla ströndina.

Surf.

Ef þú villt fara að surfa á Lombok þá ferðu suður, til Kuta og þar í kring. Þar er auðvelt að finna einhvern með bát sem er tilbúinn að fara með þig út í öldurnar og bíða eftir þér til að skutla þér til baka á meginlandið. Einnig er auðvelt að leigja allan nauðsynlegan búnað svosem surf kennara ef þú þarft á honum að halda.

En ef þú ert að leita að einhverju eins og rólegu umhverfi, ekki þessum típíska túristastað, flottum ströndum, fossum eða skógum, þá mæli ég með Lombok.

– Berglind Jóhanns –

About The Author

Berglind Jóhannsdóttir
Færsluhöfundur

Berglind er ljósmyndanemi og ferðalangur sem nær fallegum myndum hvert sem hún fer. Alla sína ævi hefur hún ferðast mikið um Ísland og er mjög kært um heimalandið en hún hefur einnig ferðast útum allan heim t.a.m S-Afríku, Indonesíu, Ástralíu, Nýja Sjálands og Californiu. Áhugamál hennar eru ljósmyndun, snjóbretti, surf, hjólabretti og auðvitað að ferðast.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.