Louvre Safnið er stórkostlegt.

Louvre Safnið er stórkostlegt.

5metra há stytta af David eftir Michelangelo í Flórens, Uffizi

5metra há stytta af David eftir Michelangelo í Flórens, Uffizi

Pietá eftir Michelangelo inn í aðalsal Péturskirkju í Vatikaninu.

Pietá eftir Michelangelo inn í aðalsal Péturskirkju í Vatikaninu.

Varmeer í Amsterdam

Varmeer í Amsterdam

Picasso, Guernica í Prado safninu í Madrid

Picasso, Guernica í Prado safninu í Madrid

Sixtine Chapel. Vaticaninu

Sixtine Chapel. Vaticaninu

Gyðingasafnið í Berlín. ein magnaðasta bygging samtímans

Gyðingasafnið í Berlín. ein magnaðasta bygging samtímans

Akrapolishæð í Aþenu

Akrapolishæð í Aþenu

Hermitage í Rússlandi er í glæsilegri byggingu.

Hermitage í Rússlandi er í glæsilegri byggingu.

Metropolitian í New York

Metropolitian í New York

Orsay Safnið í París

Orsay Safnið í París

Það er alltaf troðningur fyrir framan Monu Lísu

Það er alltaf troðningur fyrir framan Monu Lísu

Víðast hvar eru listasöfn helsta aðdráttarafl ferðamanna. Hér tók ég saman lista yfir 12 listasöfn sem þú verður að sjá!

 1. Louvre, Frakklandi: Þarf að kynna Louvre?, stolt Parísarborgar. Hýbýli konunga í Frakklandi fyrr á öldum áður en Versalir risu, Í Louvre er að finna mörg ótrúleg menningarverðmæti og þar ber hæst Mona Lisa eftir Leonardo da Vincy. Venus(Afrótíta) eftir Miro frá 150-100 F.kr er stórkostleg. Skúlptúrarnir af Parþenon á Akrapólíshæ í Grikklandi, ránsfengur frá stíðum fyrr á tímum, Höfuðlausa Nike í stiganum og mun mun fleiri stórkostleg listaverk príða safnið. Louvre listasafnið er á allann hátt ótrúlegt, það er gömul höll byggð á 12.öld, varð að listasafni 1793 4 árum eftir byltinguna og nú nýlega var byggt við safnið forsal undir Píramída. Þetta er must see safn. ókosturinn við það er þó að alltaf er verulega fjölmennt á safninu.
 2. The British Museum, Englandi. Í London eru mörg glæsileg söfn. þar á meðal British museum. Safnið er gríðarstórt en þó er oft mjög fjölmennt þar inni. En mörg af mestu gersemum lista í heiminum hafa raðað þangað. Verk eftir Leonardo da Vincy(t.d. Virgin of the rocks), höggmyndir úr Parþenon, Rósettu steinninn, Brúðkaup Arnolfini eftir van der Eyck og fl og fl. 
 3. Orsay, Frakklandi, Oray safnið í París fellur oft í risa skugga Louvre, það breytir því ekki að Oray er númer 3 á þessum lista. Orsay safnið er safn utan um verk  frá tímum impressionisma, expressionisma og nýrra efni. þar er að finna mörg bestu verk Money, Maney, van Gogh, Renoir og Cezanne svo einhverjir séu nefndir. ótrúlega skemmtilegt safn sem mun auðveldara er að skoða en t.d. Louvre. Ath að fleiri mögnuð söfn eru í París sem vert er að skoða eins og Rodin safnið og Picasso safnið.
 4. Vatican museum, Ítalíu(Vatíkaninu), Í Vatican museum er að finna endalaust af ótrúlegum hlutum, glæsilegustu styttur páfadóms, glæsilegustu málverk sem páfar fortíðarinnar hafa verslað, Sixtine Chapel þar sem málað er yfir 5.000fm af veggjum og lofti eftir Michelangelo, grafhýsi páfanna. Péturstorgið, Piatá styttan, það er erfitt að byrja og erfitt að enda að tala um dýrgripi páfagarðs. En eitt er víst að það er mikil upplifun að koma inn í Péturskirkju og safnið. 
 5. National Gallery of Arts, Washington, Bandaríkin, Stórkostlegt safn í höfuðborg Bandaríkjanna. Rjóminn af evrópskri list fyrri tíma, Money, Rembrandt, Raphael, Da Vincy, Degas og af 19. og 20. aldar list er helst að geta verk Picasso, Matisse, Salvador Dali ásamt fleiri verkum eftir Bandaríska höfunda, t.d. Jackson Pollock. Þetta safn er yfirgripsmikið safn af list vesturheims frá USA og Evrópu.
 6. Hermitage, St Petersburg, Rússlandi, Eitt stærsta safn í heimi, Hefur að geyma glæsilegann sal tileinkuðum Egypskri list. Í Hermitage er einnig stór Ítölsk endurreisnar verk eftir Titian. Da Vincy og Raphael. Einnig er þar að finn verk eftir spánverjana El Greco, Valaquez og Goya. Eins og segir að ofan er safnið eitt það stærsta í heimi með stór verk eftir alla helstu listamenn Evrópu frá endurreisnatímanum til dagsins í dag. Það er einnig mjög áhugavert að skoða Rússnesku listina í Nicholas salnum en í honum eru tímabundnar sýningar.
 7. Uffizi safnið, Flórens, Ítalíu, Flórens er vagga endurreisninnar á Ítalíu. Í Flórens var hin sögufræga fjölskylda de Medici allsráðandi um langt skeið. Medici fjölskyldan var mjög auðug og listhneigð og stofnuðu til að mynda fyrsta banka heims. Medici keyptu gíðalegt magn af list og margir helstu listamenn Ítalíu þess tíma fóru þangað að vinna. Michelangelo, Donatello, Da Vincy, Boticelli og fl. eru þessara á meðal. Í Uffisi safninu er að finna verk þessara manna. helsta verk safnsins er þó án efa David eftir Michelangelo. 5m há stytta af David konungi í marmara. Einnig er að finna í borginni David eftir Donatello í bronsi sem er ekki síður áhugaverð, Dómkirkjan í Flórens er einnig stórglæsileg. Allir listunnendur verða að heimsækja Flórens.
 8. Amsterdam The Rijksmuseum (National Museum), Stórkostlegt safn með ótrúlegann metnað. Í safninu eru verk eftir t.d. Rembrandt, Vermeer, Dirick Hals og van Gogh. En í safninu er helst að nefna verkin, næturvörðurinn eftir Rembrandt of tvö verk Vermeer, Stelpan með perlueyrnalokkana og Milkmate. Amsterdam á mörg  mögnuð söfn eins og Van Gogh safnið og Stedelijk safnið.
 9. Metropolitian í  NYC, Bandaríkjunum, Í dag er New York orðin mikilvægasta borg listarinnar í heiminum og þar er Metropolitian í lykilhlutverki. Öll stærstu nörn listheimsins í dag sýna í safninu. Í Metropolitian er einnig fastar sýningar Egypskrar listar, Íslamskrar listar, Afrískrar, Sögulistar Evrópu og miklu fl. Metropolitian á eitt stærsta safn einstakra verka í heiminum.
 10. Gyðingasafnið í Berlín, Fer inn á þennann lista fyrir ótrúlegann arkitektúr. Daniel Libeskind teiknaði þessa mögnuðu byggingu til minningar um alla þá sem létust í helför nasista. byggingin er staðsett í miðborg Berlínar. Í safninu sjálfu er mikið gert úr óraunveruleika stríðsins og tilfinning og sjónræn áhrif innan sem utan í safninu eru einstök. 
 11. Prado í Madrid, safnið er samansett úr hlutum úr eigu konungsfjölskyldu Spánar og geymir besta safn spænskrar myndlistar í heiminum. í safninu finnur þú verk, Goya, Valaquez, Míró, Salvador Dali og Picasso. á meðan verka á safninu er Guernica sem er trúlega frægasta verk Picassos.
 12. Acropolis museum í Aþenu. Er staðsett um 200 m frá hinni sögufrægu Akrapolishæð þar sem Parþenon hofið er. Parþenon hofið er eins og viðmið fyrir allann arkitektúr sem á eftir kom. í gullinsniði og dórískum stíl gnæfir hofið yfir Aþenu tignarlega. Á Acrapolis safninu er að finna fornleifar úr akrapolishæð. Safnið var fyrst á hæðinni sjálfri en flutti sig um set 2007 niður af hæðinni.

About The Author

Gestabloggarar eru ýmsir aðilar sem hafa frumsent okkur greinarnar sínar eða leyft okkur að endurbirta greinar eftir sig af öðrum miðlum. Vilt þú birta færslu á Gekkó? Ýttu á umslagið í horninu eða sendu okkur póst á ritstjorn@gekko.is og við kíkjum á þetta saman!

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.