“Afhverju gerði ég þetta ekki fyrr” er spurningin sem ég hef verið að spyrja sjálfan mig mikið undarfarnar vikur!

Þegar ég kynntist konunni minni á Íslandi fyrir 5 árum síðan sátum við oft langt fram eftir nóttu að dreyma um ferðalög framtíðarinnar. Það að eiga sér draum er byrjunin á ferðalaginu að mínu mati. Að ímynda sér staðina sem manni langar að fara á og plana hugsanlegar heimsreisur gerir síðan sjálft ferðalagið ennþá sérstakara. Þetta elskaði ég að gera. Ég skoðaði reglulega flugmiða hingað og þangað en lét aldrei verða af því að fara neitt. Gryfjan sem margir og þar með talinn ég sjálfur, detta oft í, er að taka drauminn ekki lengra. Allt of oft látum við aðstæður stjórna hugarfari okkar og framtíðarplönum í stað þess að stjórna aðstæðunum okkar útfrá draumum. Þetta er nefnilega alls ekkert flókið.

Sjá einnig: Ferðalag með ungabarn til Balí!

Síðast liðið haust fluttum við hjónin til Balí. Aðdragandinn var ekki langur, en við hittum vinkonu okkar í Álftaneslaug sem sagði okkur frá heimsókn sinni til Balí. Þegar við vorum komin uppúr fórum við að djóka með að flytja bara þangað. Í fyrstu var þetta bara grín, en tveimur vikum seinna vorum við búin að festa kaup á “one way ticket” til Balí. Ég veit raunverulega ekki hvernig okkur datt þetta í hug, kannski vorum við aðeins of lengi í heita pottinum, en undir flestum kringumstæðum myndi mér ekki finnast það rökrétt að hoppa bara upp í flugvél sem tæki mig hinumegin á hnöttin. En mikið er ég feginn að við gerðum það.

Sjá einnig: Fólkið á Balí

Þegar ég lít til baka sé ég að það eina sem þurfti til að uppfylla drauminn um að ferðast og búa erlendis var einfaldlega að taka meðvitaða ákvörðun um að gera það sem mig dreymdi um. Hljómar kannski einfalt, en sannleikurinn er samt sá að það eina sem stendur í vegi fyrir því að við gerum það sem okkur dreymir um erum við sjálf. Ég trúi því að framtíð mín sé í mínum eigin höndum, en ekki í höndum aðstæðna minna. Að dreyma er kannski byrjunin, en jafn mikilvægt er að setja sér markmið og keppast síðan við að ná þeim markmiðum. Að hlusta á hjartað og sækjast eftir draumunum sínum er fullkomin uppskrift að ævintýrum og frábærum sögum handa framtíðar barnabörnunum.

Byrjaðu að dreyma og settu þér markmið. Áður en þú veist af því ertu komin/n uppí flugvél að lifa út drauminn!

Aron Bjarnason
Ferða- og lífstílsbloggari
www.justus.is

 

About The Author

Gestabloggarar eru ýmsir aðilar sem hafa frumsent okkur greinarnar sínar eða leyft okkur að endurbirta greinar eftir sig af öðrum miðlum. Vilt þú birta færslu á Gekkó? Ýttu á umslagið í horninu eða sendu okkur póst á ritstjorn@gekko.is og við kíkjum á þetta saman!

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.