Ertu að fara í Asíureisu? Langar þig að upplifa meira en nýja menningu? Hvað með að upplifa nýjan heim
líkt og hægt er að finna neðansjávar? Þá er köfun algjörlega málið! Köfun er ekki bara skemmtilegt sport og félagslíf frá fyrstu köfun er hætt við því að verða alveg húkt á fallega heiminum sem þarna býr. Náttúrulífið er alveg gullfallegt og það að fljóta um í algjörri þögn fyrir utan andardráttinn þinn er jafn slakandi og hugleiðsla.

En hvað þarf að huga að þegar farið er í Open Water námskeiðið?

Fyrst af öllu þarf að ákveða staðsetninguna. Asía býður upp fjöldan allan af fallegum köfunarstöðum og er sniðugast að velja stað sem samsvarar ferðaplaninu. Sportið getur verið dýrt og oft getur fylgt töluverður aukakostnaður að taka detour frá ferðaleiðinni.
Næst þarf að velja fyrirtækið sjálft og er það jafnframt mikilvægasti punkturinn því fyrirtækinu fylgir kennarinn og sá aðili þarf að einhver sem lætur þér líður vel með og að þú finnir fyrir öryggi. Mörg fyrirtæki í Asíu eru nokkurskonar færibandaframleiðsla á köfunarréttindum og er kennt í stórum hópum. Það getur vel hentað sumum en ef þú ert í einhverjum vafa hvort köfun sé fyrir þig og þú finnur fyrir kvíða að fara neðansjávar að þá gæti verið betra að fara til minna fyrirtækis þar sem kennslan er mun persónulegri og náin. Þar sem langt flestir velja Koh Tao í Taílandi sem fyrstu kynni við sportið eru hér nokkur dæmi um stærð á fyrirtækjum þar.

Köfunarskólar á Koh Tao

Stórir Köfunarskólar:
Bans
Big Blue
Buddha View
Crystal.

Hentar þeim sem finna fyrir miklu sjálfsöryggi yfir því að fara neðansjávar og munu líklega ekki þurfa neina persónulega auka aðstoð. Fyrir þá sem vilja læra í stórum hóp af fólki og kynnast því fullt af nýjum vinum.

Meðalstórir Köfunarskólar:
New Way
Scuba Junction
Simple Life.

Hér má finna gullna milliveginn
nógu stór hópur af kennurum og fólki til þess að kynnast nýjum vinum en kennslan fer ekki fram í eins stórum hópi af fólki og er því meiri tíma til þess að fara á sínum hraða í gegnum námskeiðið.

Litlir Köfunarskólar:
Sairee Hut
Roctopus.

Fyrir þá sem vilja taka námskeiðið á sínum hraða og í rólegra umhverfi. Annar kostur við smærri fyrirtæki að það er hægt að lenda betri tilboðum á námskeiðum og gistingu.

Ekki er nauðsynlegt að kafa á Koh Tao þrátt fyrir að eyjan sé þekktust fyrir köfunarmenningu. Hægt er að læra kafa og/eða kafa á Krabi, Phuket, Koh Phi Phi, Koh Samui og Koh Phangan, ásamt flest öllum eyjum í Suður Taílandi. 

Kostnaður og undirbúningur

Flestir sem eru í Asíureisu eru á budget og geta kannski ekki eytt öllum ferðapeningunum í þetta eina námskeið. Flest fyrirtæki á Koh Tao til dæmis bjóða upp á gistingu með námskeiðinu og fer kostnaðurinn frá 7.500 baht upp í 9.500 baht, hvað þú velur veltur aðallega á budgetinu. Innifalið í verðinu er 3-4. daga námskeið á sumum stöðum gisting og réttindin til þess kafa hvar sem er í heiminum! Á öðrum en Koh Tao getur verðið farið upp undir 13.000 baht fyrir Open Water Diver námskeiðið. En þá er pick-up til og frá gististað alla kennsludagana og fullt fæði á meðan námskeiðinu stendur innifalið í verðinu, einnig getur gott orðspor og vinsældir skóla spilað inn í kostnað námskeiða.

Skipulagið á námskeiðinu er mismunandi eftir stöðum og er hægt að skipuleggja þetta eftir þínum þörfum en yfirleitt byrjar námskeiðið á vídeói sem fer yfir öryggisstaðala og upplýsingar. Því fylgir svo smá bóklegt verkefni þar sem þú lærir öll helstu atriði sem viðkoma köfun. Því næst er svo kennsla í sundlaug þar sem kennarinn fer yfir og kennir helstu atriði sem þarf að kunna að gera neðansjávar. Þar fer fram fyrsti andardrátturinn í kafi sem er stórkostleg upplifun! Fleiri æfingar eru til dæmis að hreinsa köfunargrímuna, taka hana af,  regulator removal and recovery out of air hovering og fleira. Mæli með því að skoða þessar æfingar á youtube-inu góða og þar með undirbúa þig betur undir æfingarnar.

Komið inn í annan heim

Því næst er komið að alvörunni! Köfun 1 og 2 fer fram á öðrum eða þriðja degi fer eftir því hvort sundlaugaræfinginn fer fram strax sama dag og námskeiði hefst eða daginn eftir. Í köfun 1 og 2 eru gerðar sömu æfingar og í sundlauginn og allt fer fram undir leiðsögn kennarans og aðstoðarkennara. Hér er gott að hafa í huga hvort það henti þér betur að vera í stórum hóp sem fylgja yfirleitt stóru og vinsælu fyrirtækjunum eða hvort þig langi frekar að hafa færra fólk í kringum og þar með meiri möguleika á persónulegri hjálp ef þú finnur fyrir óþægindum. Þá eru smærri fyrirtæki betri.

Eftir að hafa lokið æfingum þá er alltaf kafað smá til þess að fá fólk til þess að finna jafnvægið í því að fljóta um án hjálpar frá kennara. Erfiðasta tæknin er einmitt jafnvægið og kemur það bara á sjálfu sér með því að finna hvernig andardrátturinn þinn stjórnar því hvort þú ferð upp eða niður ásamt loftinu í vestinu þínu. Æfingin skapar meistarann!

Næsta dag er farið í þriðju og fjórðu köfun. Í þriðju köfun er farið yfir frekari æfingar eins og taka köfunargrímuna og þyngdarbeltið af og BCD removal til að nefna dæmi. Fjórða köfun er svo fríköfun þar sem þú getur notið þín almennilega og skoðað sjávarlífið!
Yfirleitt er hægt að ráðstafa þessu aðeins eftir eigin hentusemi og bjóða flest fyrirtæki upp á það að taka þetta á þremur dögum
sumir vilja fimm daga til að fara betur yfir bóklega hlutann og einnig er hægt að taka þetta í pörtum.

Fyrirvari um heilsufar

Til þess að fá yfir höfuð að taka köfunarréttindi þarf að uppfylla ýmsa heilsustaðla sem útfylltir eru við fyrstu kynni þín og kennarans. Í grunninn er lykilatriðið bara að vera við góða heilsu en ef tekin eru lyf að staðaldri kljást er við einhvers konar hjartagalla astma eða því um líkt þarf að fara í læknisskoðun sem úrskurðar hvort köfun sé hættulaus fyrir þig. Og reglan er sú að kafa aldrei með slæma flensu kvef og eymsli í lungum.

Þrátt fyrir haf af upplýsingum hér fyrir ofan að þá er hægt að hafa þetta mjög einfalt:
Ef löngunin fyrir köfun er til staðar kýldu þá á það og kafaðu! Það mun enginn fara svikinn frá undrum Móður Náttúru Hafsins!


Innsend Grein: Inga Margrét Jónsdóttir
Heimshornaflakkari og Divemaster í Víetnam

Elín Kristjánsdóttir lagfærði

 

About The Author

Gestabloggarar eru ýmsir aðilar sem hafa frumsent okkur greinarnar sínar eða leyft okkur að endurbirta greinar eftir sig af öðrum miðlum. Vilt þú birta færslu á Gekkó? Ýttu á umslagið í horninu eða sendu okkur póst á ritstjorn@gekko.is og við kíkjum á þetta saman!

Related Posts

One Response