**Uppfærð færsla** 

Ég hef fengið margar spurningar og fyrirspurnir um Kúbu og langar því að renna örlítið yfir það sem ég lærði úti, “do’s and dont’s” sem er kannski eitthvað sem segir sig ekki sjálft.

Cuban Peso / Convertible Peso

Hafðu í huga að tveir gjaldmiðlar eru í gangi á Kúbu og þeir heita báðir Peso (CUC & CUP).
Cuban Peso (CUP) er aðallega notað af heimamönnum á meðan Convertible Peso (CUC) er notað af bæði heimamönnum og ferðamönnum og er mun dýrara en CUP.
1 CUC (ca 100kr isk) jafngildir 25 CUP og 1 CUP jafngildir 0,04 CUC. (ca 5kr isk)

Venjulega fylgir kúbanska pesóið dollaranum svo fyrir þá sem þekkja dollara er alltaf hægt að styðjast við þá. 1 CUC = 1$

*Hafið í huga að ferjan frá Havana yfir til Casablanca kostar 1 CUP eða 5kr ISK – ekki 1 CUC (100 ISK) – þetta gildir um svo margt annað (til dæmis kókoshnetur og ávexti á götunni) og því eru ferðamenn oft rukkaðir mun meira en heimamenn eða þeir sem þekkja betur til*

Vindlar og varningur af götunni

Allsstaðar á götum Havana og annarra bæja og borga standa menn sem reyna að selja ferðamönnum varning af einhverju tagi (wifi, weed og vindlar eru það klassíska).
Oftast er óhætt að kaupa flest sem þeir selja en vindlar er eitthvað sem ég myndi bara kaupa á hótelum, búðum, börum eða beint af bónda.
Götuvindlarnir eru flestir seldir mun ódýrari en ástæðan fyrir því er að þeir eru ekki úr tobacco laufi heldur bananalaufum. Þeir virka eins og ekta vindlar í útliti og eru flottir sem punt en eru klárlega bara tourist scam. Venjulegt verð fyrir vindla er allt frá 5-15 CUC.

Allsstaðar á götunum er að finna ávaxta og grænmetisvagna/markaði og lúgusjoppur sem selja ódýrar samlokur og pizzur (mæli með, ekki vera hrædd við það!)  en allur matur fer í gegnum strangt eftirlit áður en það er selt svo það er í góðu lagi að borða það sem selt er á götunum.

 

Wifi

Hvað wifi kortið varðar er bara hægt að kaupa svoleiðis í þar til gerðum búðum og eru selt klukkutíma til þriggja tíma kort. Hver og einn getur keypt 8 kort.
Raðinar geta verið langar og tekið langan tíma en það þarf að fylla út allskyns upplýsingar til að mega kaupa kort. Hleypt er inn í búðirnar (sem eru flestar með góður aircon) í hollum. Það er alveg óhætt að kaupa wifi kort af götunni, svo lengi sem að silfurlitaða-skaf-dæmið sé enn yfir tölunum.
Verðið á götunni er örlítið dýrara en í búðunum en getur sparað hellings tíma. Farðu bara leynt með það : )

Wifi er að finna á flottustu hótelunum og einstaka í garði og veitingastöðum. Það er auðvelt að spotta wifi staði þar sem fólk hópast saman og allir stara á símann sem er annars óalgeng sjón á Kúbu.

Auðvelt að greina í sundur vinalegt fólk og tourist scam

Eins og ég kom inná í Borða & brasa í Havana eru Kúbanar afar vinalegt fólk. Það gerðist reglulega að við vorum stoppuð og oftast bara til að spjalla. Vinsælasti icebreakerinn var “Hey dude, cool tattoo, how much?”. Í flestum tilvikum voru þetta bara vinaleg spjöll fyrir forvitnis sakir. Þeir sem tala ensku eru spenntastir fyrir því að æfa sig að spjalla við ferðamenn. Það kom samt alveg fyrir að einhverjir reyndu að selja okkur varning af einhverju tagi en þá dugir að segja bara vinalega nei takk og þeir taka því gildu.

HINSVEGAR komu annaðslagið til okkar konur (eða.. í flestum tilfellum voru það konur) sem vildu að við keypum fyrir þær mjólk til að gefa börnunum. Mjólkin er alls ekki dýr og því ætti það að vera minnsta mál að splæsa í eina og eina mjólk. En því miður er þetta bara trikk sem þær nota til að græða peninga því þær geta skilað mjólkinni og fengið meiri pening til baka. Ríkið sér um að skaffa þeim mat fyrir börnin og því eiga þær flestar nægilegt magn til að gefa börnunum sínum. Okkur var sagt að ef við vildum hjálpa, sem að er auðvitað bara sjálfsagt, að gefa þeim frekar pening. 0,50 CUC ætti að duga.

Gulu leigubílarnir eru dýrastir!

Gulu leigubílana þekkjum við öll. Hvort sem það sé úr sjónvarpinu eða af reynslu og oftast eru þeir góð lausn fyrir transport frá A til B. En á Kúbu eru þeir dýrastir. Fyrir stuttar ferðir er hagkvæmast að taka hjóla-taxa: mann á hjóli með farþegavagn fyrir sirka þrjá. Okkur var sagt að borga aldrei meira en 3CUC en þeir byrja á því að bjóða vel háa upphæð fyrir stutta vegalengd. Fyrir aðeins lengri ferðir eru coconut taxarnir líka flippaður ferðamáti, svona eins og tuk-tuk í grímubúning. Það er frekar fyndið að sjá ökumennina alla í gulum havanaclub bolum og á coconut vespu. Ég gerðist ekki svo fræg að taka coconut taxa svo ég get ekki sagt til um verð. Fyrir utan hjólataxana er ódýrast að taka collectivo. Það eru leigubílar sem koma þér frá A til B innan miðbæjar Havana en með nokkrum stoppum. Eins og nafnið gefur að kynna, geta ókunnugir þurft að deilt taxa fyrir 0,50CUC, en hann stoppar fyrir farþegum  svo lengi sem það er pláss í bílnum. Collectivos eru allir með gult taxa merki í glugganum og eru flestir allir að detta í sundur og þekkjast þannig.
Bílarnir á Parqe Central eru svo líka leigubílar þótt þeir bjóði uppá túra í kring um borgina. Mundu bara að semja um verð áður en þú sest upp í hvaða leigubíl/hjól sem er. Þessi regla gildir fyrir allt sem þú kaupir eða gerir reyndar.

ROMM

Romm er mjög ódýrt á Kúbu og kokteilarnir innihalda flestir meira romm en allt annað. Flaska af rommi kostar á milli 4 og 10 CUC, fer eftir stað og tíma kaups. Allsstaðar er hægt að frá Romm, enda er það ódýrara en vatn. Á einhverjum tímapunkti munt þú sennilega rekast á kúbana úti á götu að spila domino og drekka romm í litlum svala fernum. Frekar fyndið. Romm”svali” kostar í kring um 1 CUC.

 

Íris

instagram

About The Author

Íris Ösp
Færsluhöfundur

Íris fer öðruvísi leiðir í lífinu og við höfum ótrúlega gaman af því! Ekki nóg með það að vera listamaður heldur bjó þessi reynslubolti á Grænlandi í um sex ár og lærði þar myndlist sem og ýmislegt annað. Hún lærði fatahönnun í lýðháskóla í Danmörku og stundaði ferðatengt starfsnám í Lapplandi. Íris hefur ferðast um víðann völl og þrátt fyrir að vera kuldaskræfa er hún algjör expert í ferðalögum um Grænland og kaldar slóðir.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.