Þessi færsla er unnin í samstarfi við Hrím Hönnunarhús. Þessi færsla er ekki kostuð. Stjörnumerkta hluti fékk höfundur að gjöf. 

Já þið lásuð rétt! Hrím er með fullt af flottum hlutum fyrir ferðasjúkt fólk eins og mig. Við höfum verið í samstarfi við Hrím og þaðan kynnst Regnpokanum sem okkur finnst algjör skyldueign. Ég ákvað að taka saman smá lista fyrir ykkur, til þess að kynna fyrir ykkur úrvalið og sýna ykkur hvað er margt fallegt til þarna! Ég myndi segja að vörurnar henti öllum sem hafa áhuga á ferðalögum. Vörurnar hér fyrir neðan eru allar á mjög góðu verði en Hrím hefur alltaf verið mjög sanngjörn í verði.

  1. Tropical taska frá Wouf (tilvalin undir ýmis konar drasl sem fylgir manni á ferðalaginu) 3.790,- 
  2. Heimskort er mjög eiguleg gjöf og ég elska að hafa allt tengt heiminum í kringum mig. 4.490,-
  3. Hitabrúsi frá The Adventure Begins. Skyldueign!  4.290,-
  4. *Regnpoki frá Hrím – Vatnsheldur og hefur endalaus notagildi. Tvær stærðir 3.990-4.990,-
  5. *My bucket list – Mjög sniðug bók til þess að skrifa niður alla þá hluti sem manni alngar að afreka í lífinu. Heldur manni svo sannarlega við efnið 😉 5.690,- 
  6. Tryllt sólgleraugu frá Spitfire 7.990,-
  7. Survival kit – Maður veit aldrei á hverju maður þarf á að halda í löngum ferðalögum og óvæntum ævintýrum 2.990,- 
  8. Weekend away kit – Mjög sniðugt kit sem má taka með í handfarangur 4.490,- 
  9.  Glósubók frá Wouf. Því það er nauðsynlegt að hafa glósubók til að skrifa niður hluti sem maður vill muna úr ferðalögunum. Kostar litlar 1.890,- 

Vonandi leynist eitthvað af þessum vörum í jólapakkanum ykkar!

Jólakveðja

Guðfinna Birta

About The Author

Guðfinna Birta
Ritstjóri og færsluhöfundur

Guðfinna er einn eigandi Gekkó með endalausa þörf fyrir ferðalögum og oftar en ekki með 3-4 ferðir í pokahorninu. Hefur ferðast mestmegnis í Bandaríkjunum og Asíu - en tekið ástfóstri við Mið-Austurlöndin síðastliðin ár. Guðfinna talar líka um ferðalög með börn, enda engin ástæða fyrir því að hætta ferðast til framandi landa þó það fjölgi í fjölskyldunni.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.