Útivist og ferðalög geta verið kostnaðarsamt áhugamál, oft á tíðum þarf maður hinar ýmsu græjur í ferðalagið. Hér að neðan koma nokkrar hugmyndir um hvernig þú getur glatt fjölskyldumeðliminn sem er alltaf á ferðinni, hvort sem það er á ferðalögum erlendis eða í útivist!

Processed with VSCO with c1 preset

Sjálf langar mig í allt sem er á þessum lista, sem ég hef ekki fjárfest nú þegar í, þannig vonandi auðveldar þetta einhverjum jólainnkaupin.

1. Góðir Gönguskór

Góðir gönguskór eiga alltaf eftir að slá í gegn í jólapakkanum. Yfirleitt eru gönguskór eitthvað sem maður tímir ekki að fjárfesta í sjálfur en er svo fegin þegar maður fær þá í gjöf. Auk þess reynast þeir oft vera framtíðareign og halda löppunum hlýjum um ókomin ár. Persónulega nota ég skó frá Scarpa sem ég er hæstánægð með og hafa oft haldið mér þurri á hálendinu. Scarpa gönguskór fást í Fjallakofanum og þú getur verslað þá hér.

scar_kinesis_gtx_smoke-shark

 

2. Canon EOS M6 Silver 

Að eiga góða myndavél er yfirleitt ansi mikilvægt á ferðalögum. Það er mikilvægt að fanga augnablik og og fegurðina umkringd manni.
Sjálf fjárfesti ég í Canon EOS M6 Silver m/ 15-45 og ég gæti ekki verið ánægðari með hana. Helstu kostir vélarinnar er hve fyrirferðarlítil hún er en þrátt fyrir það tekur hún afburða góðar ljósmyndir. Þar að auki er hún með wifi kerfi sem getur flutt myndirnar beint úr vélinni yfir á símann minn. Hægt er að versla vélina hér. 

3. Literal Streetart

Virkilega falleg hönnun á kortum af uppáhalds borginni þinni á frábæru verði! Literal Streetart myndirnar eru eitthvað sem á klárlega heima uppi á vegg hjá ferðalanganum. Sjálf lét ég búa til kort af Dubai þar sem ég hef mikla tengingu við borgina, myndin kemur ótrúlega skemmtilega út þar sem að allar skrítnu manngerðu eyjurnar sjást vel. Þær eru svo stílhreinar og passa vel upp á vegg. Þú getur hannað þína mynd hér og ég mæli með að panta snemma fyrir jólin.

14333655_1727544734132993_5017930040950535261_n

4. Power Bank

Power bank er nauðsynleg græja á ferðalögum. Það getur komið sér afar vel að geta hlaðið símann og myndavélina í lengri rútuferðum eða jafnvel nokkurra daga göngu í óbyggðunum. Ég valdi power bank frá iTek, hann er höggheldur, með innbyggðu vasaljósi og getur hlaðið tvenn raftæki samtímis. Þessa snilld getur þú nælt þér í hjá ELKO hér. 

5. The Adventure Begins Bolli

Skemmtilegur bolli sem er skreyttur með alvöru ferðaslagaorði til að koma manni í ferðagírinn. Auk þess eru þeir á fínu verði!
Þeir fást í mismunandi stærðum og gerðum hjá Hrím Hönnunarhúsi hér.

ci2wkgiwoaa4ei0

6. Góð húfa

Húfa er ein af þessum flíkum sem maður virðist aldrei gefa sér tíma í að kaupa sjálfur.
Manni vantar alltaf góða húfu, hún gerir lífið einfaldlega betra á fallegum vetrardögum.
Ég er mikill aðdáandi af þessum klassísku húfum frá 66 Norður, þú getur fengið þær hér. 

983726_10152959126384186_3557700486710605270_n-620x620

7. Þrífótur

Þessi nytsamlega eign er frábær á ferðalaginu um landið og gerir þér kleyft að ná hreyfingum á fallegan hátt án þess að bakgrunnurinn fari úr fókus t.d. þegar mynda á fossa. Einnig er frábært að vera með þrífót í lélegum birtuskilyrðum eða einfaldlega þegar þú ert ein/nn á ferð og villt ná sjálfum þér mynd. Þrífótarnir fást í Nýherja hér. 

t-005-3-colors

8. Lopapeysa

Íslensk lopapeysa fer aldrei úr tísku. Þetta er tímalaus eign og ullinn verður bara betri og þéttari með aldrinum.
Það er sjaldan sem ég fer út á land án þess að taka ullarpeysuna með.
Persónulega finnst mér peysurnar sem fást í handknitting association of iceland á Skólavörðustíg lang fallegastar. Þær eru alveg ekta íslenskar og lausar við stílbrot. Þú getur verslað þær hér. 

icelandic-sweater-traditional-pullover

9. Hnöttur

Mér finnst alltaf gaman að skoða heimskort og velta því fyrir mér hvert ég eigi að fara næst. Í stað þess að vera með kort uppi á vegg getur hnöttur með fallegu ljósi verið falleg viðbót við vinnuborðið eða stofuna heima. Hnötturinn minnir mann alltaf á hvað heimurinn er lítill og hvetur mann til þess að finna sér næsta áfangastað. Þessir gullfallegu Hnettir fást í EPAL, hægt er að fá þá í silvur eða gull! Þú getur verslað þá hér. 
Þeir eru tú dæ for!

silver-globe

10. Unnur, úlpa

Unnur er ótrúlega flott úlpa frá Cintamani. Hún er einstaklega klæðileg gerð úr sérlega slitsterku vatnsvörðu efni. Innaní úlpunni er hlýtt og létt vesti með Prima Loft einangrun sem hægt er að hneppa úr. Hún er hönnuð með bæði kynin í huga og er frekar víð í sniðinu.

11. Fjallraven Bakpoki

Fyrir þá sem vantar dagsferðar eða handfarangursbakpoka – þá mæli ég með þessum. Einfaldir, léttir og svo fylgir með frauðseta sem er algjör snilld og hægt að nota á skítugum/blautum stöðum. Það eru margir sem að vita það ekki og henda þessu en í guðs bænum geymið þetta – setan kemur eflaust að góðum notum á ótrúlegustu tímum! Bakpokarnir fást í Geysi.

fjallraven-red-fjallraven-kanken-backpack-product-3-3326264-630230799

12. Spork

Hvaða snillingi datt þetta í hug? Spoon-Fork-Knife allt í einni og sömu græjunni SPORK. Þessi litli en einfaldi hlutur hefur komið sér afar vel á mínu ferðalagi. Sérstaklega í Indlandi þar sem engin hefð er fyrir hnífapörum. Heimafólkið borðar með fingrunum og gerir oft ráð fyrir því sama hjá þér hvort sem það er á veitingarstöðum eða heimahúsum. Þá er ekki slæmt að vera með sporkinn meðferðis í veskinu. Spork kemur sér einnig vel í lengri gönguferðum um Ísland og fæst í Fjallakofanum. 

spork

13. Hljóðeinangrandi Heyrnatól frá BOSE

Þegar maður er umkringdur óþægilegum bakgrunnshljóðum svo sem í flugvélum, lestum eða rútum er fátt betra en að setja upp hljóðeinangrandi heyrnatólin frá Bose. Þau eru marglofuð fyrir hljóðgæði og bassa og ekki er hægt að kvarta undan hljóðeinangruninni sem Bose á upphaflega heiðurinn af. Þú getur verslað þau hjá Nýherja. 

bose

14. Míkrófíber handklæði frá Sea To Summit

Handklæði geta verið óþarflega plássfrek og lengi að þorna. Enn og aftur hefur Sea to Summit línan fundið lausnina við þessu og hannað “míkrófíber” handklæði. Þökk sé þessu sérstaka efni þá dregur það vel í sig raka en þornar mjög fljótt. Hægt er að fá handklæðin í nokkrum stærðum en öll eru þau fyrirferðarlítil og auðveld að pakka saman, sem er einmitt sem manni vantar á ferðalögum eða gönguferðum. Þú færð Sea to Summit vörurnar í Fjallakofanum.

seatosummit

Vonandi aðstoðar listinn við jólagjafirnar í ár!
kveðja,
Ása Steinars

About The Author

Ása Steinarsdóttir
Ritstjóri og færsluhöfundur

Ása er ein af þremur eigendum Gekkó og rekur einnig ferðabloggið FromIceToSpice Ása er þekkt fyrir að flakka um allan heim og grípa ótrúlegustu augnablikin á filmu, hvort sem það er í ævintýraferð í Mongólíu eða af náttúruperlum Íslands.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.