Á hverju ári eiga sér stað hákarlaárásir víðsvegar að í heiminum og hafa þær aukist síðastliðna áratugi með auknum vinsældum strandarferða og ýmissa sjóathafna svo sem brimbrettamennsku og köfun. Þegar við sólum okkur á hvítum ströndum og hlaupum spennt út í sjóinn til að kæla okkur, fara margir að  velta fyrir sér þessu grimmilega rándýri sem gæti leynst í kringum okkur. Ég veit þó ekki um neinn mann sem hræðist þá meira en ferðafélagi og kærastinn minn hann Andri. Hann er einn af þeim sem strappar hníf við lærið á sér til að vera viðbúinn að mæta þessum drápsvélum. Því tileinka ég þessa færslu honum og öllum þeim sem vilja almennt forðast að enda í maga hákarls

Heimsókn í Antalya Aquarium – í Tyrkland

Ekki synda með skartgripi

Áður en þú setur upp sundgleraugun og snorkl-pípuna, vertu þá viss um að vera búin að fjarlæga alla skartgripi. Þeir eiga það til að glitra og þannig sömu áhrif og fiskibeita á veiðistöng. Hákarlarnir dragast að hlutum sem eru fallega glansandi – það villt þú ekki!

Forðastu að synda í gruggugum sjó

Það eykur líkurnar á að hákarl rugli þér saman við fisk eða aðra bráð.

DCIM166GOPRO

Ekki busla

Þú villt halda hreyfingum þínum yfirveguðum og fáguðum – eins og lipur fiskur. Um leið og þú ferð að busla og vesenast getur hákarl ruglað þér saman við sært dýr, þá lítur hákarlinn á þig sem auðvelda bráð.

Ekki samt haga þér eins og selur!

Algengasta ástæða þess að hákarlar ráðast á mannfólk er vegna ruglings, þeir halda að bráðin sé selur, þeirra uppáhalds máltíð. Í raun borða hákarlar ekki mannfólk, þeir kjósa frekar seli eða dýr með hærri fituprósentu og næringargildi. Hákarlarnir skila yfirleitt þeim líkamsleifum sem þeir bíta af fólki. Þeir eru einfaldlega að “smakka” á þér en verða síðan fyrir vonbrigðum því mannfólk inniheldur of mikið af beinum fyrir þeirra smekk!

Haltu þér meðal fjöldans

Flestar hákarlaárásir gerast þegar þú ert einn á ferð, langt frá fjöldanum. Þú villt því halda þér á meðal annars fólks eða vera með góðan sundfélaga þér við hlið.

DCIM148GOPRO

Haltu þér fjærri veiðimönnum

Þar sem bátar veiða er yfirleitt mikið um fisk og þar halda hákarlarnir sig. Þú vilt því forðast veiðibátana.

Ekki fara of langt út í sjó

Haltu þig á grunnu svæði við ströndina. Hákarlar halda sig oftast í dýpri sjó.

Ekki vera með blæðandi sár

Þú þekkir þennan! Hákarlar finna lykt af blóði í margra kílómetra fjarlægð. Konur ættu því að vara sig á ákveðnum tíma mánaðarins.

Ekki synda nálægt svæðum þar sem úrgangur er losaður

Hákarlar finnast oft nærri úrgangslosunarstöðum þar sem rusli ,mat og dýrahræjum er hent í sjóinn. Sem dæmi mætti nefna Egyptaland þar sem hákarlaárásir hafa verið afar tíðar í gegnum árin. Heimamenn þar eiga það til að henda dýrahræjum í sjóinn sem hluti af trúarathöfnum þeirra. Það gerir það að verkum að hákarlarnir þar verða vanir því að fá auðvelda næringu nálægt ströndum landsins.

Ef þú fylgir þessum ráðum og kannski heldur þig einungis við Nauthólsvíkina, ættir þú að vera nokkuð “safe” !

About The Author

Ása Steinarsdóttir
Ritstjóri og færsluhöfundur

Ása er ein af þremur eigendum Gekkó og rekur einnig ferðabloggið FromIceToSpice Ása er þekkt fyrir að flakka um allan heim og grípa ótrúlegustu augnablikin á filmu, hvort sem það er í ævintýraferð í Mongólíu eða af náttúruperlum Íslands.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.