“Hvað á ég að gera eftir að ég útskrifast úr skóla?” Þessa hugsun fá mögulega allir þegar þeir hugleiða hvað mun taka við eftir menntaskólann eða jafnvel háskólann.

Þegar ég fékk þessa hugsun í menntaskóla, vissi ég að ég vildi ekki fara strax í háskóla þó að samfélagið eigi það til að “ýta” manni strax í háskóla. Ég vildi gera eitthvað spennandi og að fara að ferðast um heiminn var bara eitthvað sem höfðaði svo vel til mín. Af hverju ég valdi að ferðast, er spurning sem ég fékk oft.

Ég hef alltaf haft svolitla ævintýraþrá og þrá til að kynnast margbreytileika lífsins. En það skiptir þó ekki máli hvað varðar ferðalög hvort ævintýraþráin sé meðfædd eða ekki, upplifum við ekki flest ferðalög sem stórskemmtilega reynslu sem skilur eftir sig góðar minningar?

Við getum alltaf farið í háskóla, þar er fólk á öllum aldri að læra og endalausir möguleikar.

Þegar ég útskrifaðist úr menntaskóla vissi ég nákvæmlega hvað ég vildi læra og var alltaf búin að segjast ætla í háskóla strax eftir mína fyrstu heimsreisu sennilega til að þóknast stórfjölskyldunni. En í dag eru liðin meira en 2 ár síðan ég útskrifaðist og ég er ekki ennþá farin í háskóla.

 

Hér eru 10 ástæður fyrir því af hverju ég sé ekki eftir því að hafa valið að ferðast.

  1. Ég er að eiga besta tíma lífs míns.

  2. Ég kynntist nýjum hliðum á sjálfri mér.

  3. Ég er búin að kynnast fullt af fólki frá ýmsum löndum og þar með eignast vini frá ýmsum löndum.

  4. Ég er búin að fá að kynnast mismunandi menningarheimum.

  5. Ég er búin að ferðast til 12 landa á einu ári.

  6. Ég varð sjálfstæðari.

  7. Ég varð víðsýnni

  8. Ég lærði að spara.

  9. Ég er búin að uppfylla gamla drauma, t.d. að læra að surfa og kafa.

  10. Ég hef lært að meta það sem ég hef.

 

Ég sé ekki eftir því að hafa hlustað á sjálfa mig frekar en að falla inn í ramma samfélagsins og fara til dæmis í háskóla. Ef það er einhver sem er í þeim vandræðum að ákveða hvort þeir eigi að fara að ferðast eða þá fara beint í háskóla, þá vil ég bara minna þann á það að hlusta á sjálfan sig.

Það er auðvitað ekkert að því að fara beint í háskólann, en það er heldur ekkert að því að fara að ferðast eða gera bara það sem manni langar til þess að gera. Ég fer í háskólann þegar ég er tilbúin að leggjast í bækurnar og vera með hugann 100% við það.

Á meðan held ég áfram að ferðast og að móta sjálfa mig.

About The Author

Berglind Jóhannsdóttir
Færsluhöfundur

Berglind er ljósmyndanemi og ferðalangur sem nær fallegum myndum hvert sem hún fer. Alla sína ævi hefur hún ferðast mikið um Ísland og er mjög kært um heimalandið en hún hefur einnig ferðast útum allan heim t.a.m S-Afríku, Indonesíu, Ástralíu, Nýja Sjálands og Californiu. Áhugamál hennar eru ljósmyndun, snjóbretti, surf, hjólabretti og auðvitað að ferðast.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.